Danmörk

Kærleikur ríkti á Norðurbrú í gærkvöld

Fjölmennt lögreglulið var í viðbragðsstöðu við æskulýðsmiðstöð á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Skammt er síðan mikil átök brutust út við húsið og fjöldi var handtekinn þegar ungmenni söfnuðust þar saman. Þess er nú minnst að í þessum mánuði...
04.03.2017 - 05:38

Boða útihátíð á Norðurbrú á morgun - myndskeið

Stjórnendur Ungdómshússins, æskulýðsmiðstöðvar á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, hafa boðað til útihátíðar á morgun á lóðinni þar sem umdeilt hús var rifið á marsmánuði fyrir tíu árum. Á fréttavef BT er haft eftir lögreglunni að staðið hafi verið að...
02.03.2017 - 11:27

Níu í varðhaldi eftir mótmælin á Norðurbrú

Hreinsunarstarf er hafið á Norðurbrú í Kaupmannahöfn eftir átök gærkvöldsins. Danska ríkisútvarpið, DR, hefur eftir lögreglu að þrír hafi verið kærðir fyrir að ráðast á lögreglumenn að störfum. Sex aðrir eru í varðhaldi eftir gærkvöldið fyrir ýmis...
02.03.2017 - 06:11

Barist á Norðurbrú í Kaupmannahöfn

Bardagi braust út í kvöld á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í kvöld milli lögreglunnar og hundraða mótmælenda sem höfðu safnast saman til að minnast þess að tíu ár eru í þessum mánuði síðan æskulýðsmiðstöð í hverfinu var lokað með látum.
01.03.2017 - 19:49

Danir reyna að bjarga Postnord

Danskir stjórnmálamenn leggja nú nótt við dag að reyna að finna leiðir til að bjarga póstþjónustunni í landinu. Postnord, sameiginlegt fyrirtæki Dana og Svía, tapaði meir en tuttugu milljörðum íslenskra króna í fyrra. Hagnaður er í Svíþjóð en Svíar...
23.02.2017 - 20:52

Postnord í miklum erfiðleikum

Postnord, sameiginlegt póstfyrirtæki Dana og Svía, á nú í verulegum rekstrarerfiðleikum. Segja má að danski hluti fyrirtækisins, gamli danski konunglegi pósturinn, sé gjaldþrota.
22.02.2017 - 22:27

Fjölskylda með 10 börn send aftur til Sómalíu

Fjölskyldu með tíu börn, sem búið hefur í Danmörku frá árinu 2013, hefur verið gert að snúa aftur til Sómalíu. Ástandið í landinu er ótryggt og hætta á að börn sé þvinguð til liðs við hryðjuverkasveitir, líkt og Útlendingastofnun Danmerkur bendir...
12.02.2017 - 10:35

Dönsk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trumps

Danska ríkisstjórnin tekur undir andstöðu Ullu Törnæs, ráðherra þróunarmála, við tilskipun forseta Bandaríkjanna um að hætta greiðslum til heilbrigðisstofnana sem framkvæma fóstureyðingar. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu.
07.02.2017 - 05:56

Flóttafólki fjölgar sem snýr heim frá Danmörku

Í Danmörku fjölgar hælisleitendum sem kjósa sjálfviljugir að snúa aftur heim. Á sjötta hundrað hættu við að sækja um hæli í fyrra og héldu heimleiðis áður en dönsk yfirvöld höfðu tekið afstöðu til umsókna þeirra.
05.02.2017 - 18:24

Sker upp herör gegn gengjum í Danmörku

Sören Pape Poulsen, dómsmálaráðherra Dana kynnti um helgina áætlun í hátt í þrjátíu liðum þar sem skorin er upp herör gegn gengjum og glæpahópum í Danmörku. Yfirskriftin er Bander bag tremmer eða Bófa bak við lás og slá. Poulsen sagði við það...
29.01.2017 - 10:39

Danmörk: Varð sér og fjölskyldunni að bana

Lögreglan á Austur-Jótlandi telur að 45 ára karlmaður hafi orðið sér, eiginkonu sinni og fjórum börnum að bana. Þau fundust látin í gær í einbýlishúsi í þorpinu Ulstrup, í grennd við Randers á Jótlandi.
10.01.2017 - 18:43

Sex fundust látnir, rannsakað sem morðmál

Danska lögreglan rannsakar dauða sex manna, tveggja fullorðinna og fjögurra barna, sem fundust látin í einbýlishúsi í þorpinu Ulstrup suðvestur af Randers á Austur-Jótlandi í gær. Lögreglan rannsakar andlát fólksins sem morð og safnar...
10.01.2017 - 12:23

Sex fundust látin í íbúðarhúsi á Jótlandi

Sex manns, tveir fullorðnir og fjögur börn, fundust látin í dag í húsi í bænum Ulstrup, í grennd við Randers, á Jótlandi. Embætti lögreglunnar á Austur-Jótlandi greindi frá þessu í dag í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að rannsókn á málinu sé á...
09.01.2017 - 15:21

Lærisveinar Guðmundar hlutu verðlaun

Danska handknattleikslandsliðið hlaut í gærkvöld eftirsótt verðlaun í uppgjöri íþróttamanna í Danmörku. Liðið hlaut BT gullið fyrir frammistöðu sína á Ólympíuleikunum þar sem Guðmundur Guðmundsson náði að draga fram það besta úr leikmönnum sem...
08.01.2017 - 04:45

Flóð í rénun í Danmörku

Ein mestu flóð sem orðið hafa í Danmörku í manna minnum, eru nú í rénun. Mest jókst sjávarhæð um 177 sentímetra. Víða varð sjávarhæð meiri en verið hefur í 135 ár. Ekki er vitað til þess að nein slys hafi orðið á mönnum. Enn er ekki ljóst hve...
05.01.2017 - 08:14