Danmörk

Danmörk: Varð sér og fjölskyldunni að bana

Lögreglan á Austur-Jótlandi telur að 45 ára karlmaður hafi orðið sér, eiginkonu sinni og fjórum börnum að bana. Þau fundust látin í gær í einbýlishúsi í þorpinu Ulstrup, í grennd við Randers á Jótlandi.
10.01.2017 - 18:43

Sex fundust látnir, rannsakað sem morðmál

Danska lögreglan rannsakar dauða sex manna, tveggja fullorðinna og fjögurra barna, sem fundust látin í einbýlishúsi í þorpinu Ulstrup suðvestur af Randers á Austur-Jótlandi í gær. Lögreglan rannsakar andlát fólksins sem morð og safnar...
10.01.2017 - 12:23

Sex fundust látin í íbúðarhúsi á Jótlandi

Sex manns, tveir fullorðnir og fjögur börn, fundust látin í dag í húsi í bænum Ulstrup, í grennd við Randers, á Jótlandi. Embætti lögreglunnar á Austur-Jótlandi greindi frá þessu í dag í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að rannsókn á málinu sé á...
09.01.2017 - 15:21

Lærisveinar Guðmundar hlutu verðlaun

Danska handknattleikslandsliðið hlaut í gærkvöld eftirsótt verðlaun í uppgjöri íþróttamanna í Danmörku. Liðið hlaut BT gullið fyrir frammistöðu sína á Ólympíuleikunum þar sem Guðmundur Guðmundsson náði að draga fram það besta úr leikmönnum sem...
08.01.2017 - 04:45

Flóð í rénun í Danmörku

Ein mestu flóð sem orðið hafa í Danmörku í manna minnum, eru nú í rénun. Mest jókst sjávarhæð um 177 sentímetra. Víða varð sjávarhæð meiri en verið hefur í 135 ár. Ekki er vitað til þess að nein slys hafi orðið á mönnum. Enn er ekki ljóst hve...
05.01.2017 - 08:14

Óttast að sjór gangi á land víða í Danmörku

Óveður sem aðeins hefur brostið á einu sinni á öld, gengur nú yfir Danmörku. Sjávarstaða hefur víða hækkað um hálfan annan metra og er óttast að sjór gangi á land og inn í hús. Þá er spáð talsverðu roki. Reynt er að koma í veg fyrir tjón á húsum með...
04.01.2017 - 17:55

Óveður með sjávarflóðum yfirvofandi í Danmörku

Veðurstofan í Danmörku sendi undir kvöld frá sér viðvörun um yfirvofandi óveður. Spáð er stormi frá kvöldinu og fram á morgundaginn og einnig hættu á flóðum víða í landinu. Flóðaviðvörunin er í gildi frá klukkan fjögur á morgun til klukkan sex á...
03.01.2017 - 18:41
Erlent · Danmörk · Evrópa · Veður

Vændismarkaðurinn í Kaupmannahöfn mettaður

Fjölgað hefur verulega í hópi nígerískra kvenna sem seldar eru mansali til Evrópu. Áhrifa þessarar þróunar gætir víða, til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem eru um 300 vændiskonur. Markaðurinn fyrir vændi í borginni er að mettast og færst hefur í aukana...
02.01.2017 - 16:26

Hert eftirlit við Ráðhústorgið um áramót

Lögreglan í Kaupmannahöfn boðar hertar öryggisráðstafanir á gamlárskvöld vegna hryðjuverksins á jólamarkaði í Berlín skömmu fyrir jól. Einkennis- og óeinkennisklæddir lögreglumenn verða við eftirlit í miðborginni. Þá stendur til að fjölga...
29.12.2016 - 17:03

Urður að mestu gengin niður

Fyrst kom stormurinn og svo kom bleytan segir á vef danska útvarpsins. Stormurinn Urður gekk yfir Norðurlönd í gær og nótt og þó að hún sé farin hjá er ekki allt búið. Á Jótlandi eru víða allt á floti og menn reyna að veita vatni frá húsum. Sum...
27.12.2016 - 09:10

Árangurslaus leit að árásármanni í Danmörku

Árásarmannsinns sem framdi hryðjuverk í Berlín á mánudag er leitað um alla Evrópu og mikill viðbúnaður er í stærstu borgum álfunnar.  Lögregla hefur  heitið háum fjárhæðum til þeirra sem veitt geta upplýsingar um árásina. Umfangsmikil leit var meðal...
22.12.2016 - 07:56

120 þúsund A-Evrópubúar vinna í Danmörku

Næstum því 120 þúsund manns frá Austur-Evrópu vinna í Danmörku og hefur tala þeirra tvöfaldast síðustu sex ár. Tæplega helmingur þeirra starfar við verkamannavinnu, til dæmis við skúringar og í byggingariðnaði.
17.12.2016 - 16:43

Enn þarf SAS að lækka rekstrarkostnað

Flugfélagið SAS þarf á næstu þremur árum að draga úr rekstrarkostnaði sem nemur átján milljörðum íslenskra króna. Þetta gerist þrátt fyrir að félagið hafi verið rekið með töluverðum hagnaði á síðasta fjárhagsári, sem lauk í október, og að farþegum...
13.12.2016 - 09:56

Jólasveinar með dólgslæti í Óðinsvéum

Lögreglan í Óðinsvéum handtók átta jólasveina vegna ölvunar, óspekta og dólgsláta í nótt, einni nóttu áður en sá fyrsti á að koma til byggða. Áttmenningarnir eru góðkunningjar lögreglunnar, og það fyrir hegðun í ætt við gömlu íslensku...
11.12.2016 - 06:30

Danskur lögreglumaður lést af sárum sínum

Lögreglumaður sem skotið var á í gær utan við lögreglustöð í Albertslundi í Kaupmannahöfn lést í dag af sárum sínum. Hann var að koma á vakt í gærmorgun þegar skotið var á hann.
07.12.2016 - 17:25