Brasilía

Þúsund bætt í lögreglulið Ríó

Brasilísk stjórnvöld sendu eitt þúsund lögreglumenn til Ríó de Janeiro til þess að reyna að stemma stigu við vaxandi ofbeldi í borginni undanfarna mánuði. AFP fréttastofan hefur eftir ráðherra öryggismála í Brasilíu, Sergio Etchegoyen, að 620...
21.07.2017 - 04:27

Lula da Silva dæmdur í ríflega 9 ára fangelsi

Fyrrverandi forseti Brasilíu, Luiz Inácio 'Lula' da Silva var í gær dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir spillingu, mútuþægni og peningaþvætti. Forsetinn fyrrverandi, oftast einfaldlega nefndur Lula, hefur jafnan neitað öllum ásökunum...

Kennarar læra að takast á við skotárásir

Um 40 kennarar í Rio de Janeiro hófu nýtt námskeið í gær þar sem þeim er kennt að bregðast við skotárásum og ofbeldi, en morð- og glæpatíðni er afar há í borginni. Kennararnir halda síðar námskeið fyrir starfssystkin sín í skólum borgarinnar. 
11.07.2017 - 02:54

Temer ákærður fyrir mútuþægni

Saksóknari í Brasilíu ákærði í dag Michel Temer, forseta landsins, fyrir að þiggja mútur. Á vef BBC segir að ákæran sé borin fram í kjölfar þess að hljóðupptaka var gerð opinber, þar sem Temer virðist hvetja til þess að stjórnmálamaðurinn Eduardo...
27.06.2017 - 01:26

Banna innflutning á brasilísku nautakjöti

Bandaríkin ætla ekki að flytja inn ferskt nautakjöt frá Brasilíu af heilbrigðisástæðum. Innflutningsbannið verður í gildi þar til gripið verður til viðunandi ráðstafana, segir í yfirlýsingu landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna.
23.06.2017 - 01:12

Hafa sannanir fyrir mútuþægni Temers

Brasilíska alríkislögreglan segist hafa sannanir fyrir því að Michel Temer, forseti landsins, hafi þegið mútugreiðslur. Reynist það rétt gæti Temer þurft að víkja úr embætti. Sjálfur hefur hann þverneitað fyrir að hafa gert nokkuð af sér. 
21.06.2017 - 03:42

Temer heldur forsetaembættinu

Michel Temer þarf ekki að víkja úr embætti forseta Brasilíu. Fjórir dómarar af sjö í sérstökum kosningadómstól dæmdu Temer í hag vegna máls sem varðar forsetakosningarnar 2014. Þá var Temer varaforsetaefni Dilmu Rousseff, sem var kærð fyrir...
10.06.2017 - 05:35

Réttarhöld hafin yfir Rousseff

Réttarhöld vegna ásakana um embættisglöp Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta Brasilíu, hófust í dag. Verði hún fundin þýðir það að Michel Temer, núverandi forseti, verður að öllum líkindum að víkja úr sæti.
07.06.2017 - 01:08

Greiða 320 milljarða í sekt fyrir spillingu

Aðaleigandi brasilísku kjötvinnslunnar JBS, stærstu kjötvinnslu veraldar, hefur samþykkt að greiða sekt sem nemur jafnvirði um 320 milljarða króna fyrir þátt sinn í umfangsmiklu spillingarmáli sem teygir anga sína til fjölda stjórnmálamanna í...
01.06.2017 - 05:41

Mótmælendur kveiktu í landbúnaðarráðuneytinu

Brasilískir mótmælendur brutu sér nú undir kvöld leið inn í landbúnaðarráðuneytið í höfuðborginni Brasilíu, kveiktu þar eld, mölvuðu myndir af fyrrverandi ráðherrum sem héngu á veggjum og tókust á við lögreglu. Brasilísk yfirvöld áætla að um 35.000...
24.05.2017 - 20:47

40 handteknir í Krakklandi

Um 500 brasilískir lögreglumenn réðust inn í hverfi í São Paulo í gær, sunnudag, þar sem fíkniefnasala og -neysla hefur fengið að viðgangast óáreitt í áratug. Hátt í 40 manns voru handteknir í aðgerðinni grunaðir um fíkniefnasölu. Tugir fíkla...
22.05.2017 - 03:22

Temer segir að upptaka af honum sé fölsuð

Michel Temer, forseti Brasilíu, segir að átt hafi verið við upptöku þar sem hann heyrist ræða um mútugreiðslur til fyrrverandi þingforseta landsins sem nú situr í fangelsi. Hann hefur farið þess á leit við hæstarétt landsins að rannsókn á...
21.05.2017 - 04:03

Temer formlega sakaður um samsæri og spillingu

Ríkissaksóknari Brasilíu hefur formlega sakað Michel Temer, forseta landsins, um að brugga samsæri með samherja sínum í ríkisstjórninni um að þagga niður í vitnum og reyna að hindra rannsókn á viðamiklu spillingarmáli. Ásakanirnar byggja á því sem...
20.05.2017 - 03:53

Kauphallarhrun eftir ásakanir um spillingu

Kauphöllinni í Sao Paulo í Brasilíu var lokað í dag skömmu eftir að opnað hafði verið fyrir viðskipti. Hlutabréfavísitala hafði þá fallið um tíu prósent. Gengi realsins - gjaldmiðils Brasilíu hefur fallið um fimm og hálft prósent það sem af er degi...
18.05.2017 - 14:13

Neyðarástandi vegna Zika aflétt í Brasilíu

Brasilísk heilbrigðisyfirvöld hafa aflýst neyðarástandi vegna Zika veirunnar. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu. Tilfellum sjúkdómsins hefur fækkað hratt undanfarið, eða um 95% á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.
12.05.2017 - 03:46