Brasilía

40 handteknir í Krakklandi

Um 500 brasilískir lögreglumenn réðust inn í hverfi í São Paulo í gær, sunnudag, þar sem fíkniefnasala og -neysla hefur fengið að viðgangast óáreitt í áratug. Hátt í 40 manns voru handteknir í aðgerðinni grunaðir um fíkniefnasölu. Tugir fíkla...
22.05.2017 - 03:22

Temer segir að upptaka af honum sé fölsuð

Michel Temer, forseti Brasilíu, segir að átt hafi verið við upptöku þar sem hann heyrist ræða um mútugreiðslur til fyrrverandi þingforseta landsins sem nú situr í fangelsi. Hann hefur farið þess á leit við hæstarétt landsins að rannsókn á...
21.05.2017 - 04:03

Temer formlega sakaður um samsæri og spillingu

Ríkissaksóknari Brasilíu hefur formlega sakað Michel Temer, forseta landsins, um að brugga samsæri með samherja sínum í ríkisstjórninni um að þagga niður í vitnum og reyna að hindra rannsókn á viðamiklu spillingarmáli. Ásakanirnar byggja á því sem...
20.05.2017 - 03:53

Kauphallarhrun eftir ásakanir um spillingu

Kauphöllinni í Sao Paulo í Brasilíu var lokað í dag skömmu eftir að opnað hafði verið fyrir viðskipti. Hlutabréfavísitala hafði þá fallið um tíu prósent. Gengi realsins - gjaldmiðils Brasilíu hefur fallið um fimm og hálft prósent það sem af er degi...
18.05.2017 - 14:13

Neyðarástandi vegna Zika aflétt í Brasilíu

Brasilísk heilbrigðisyfirvöld hafa aflýst neyðarástandi vegna Zika veirunnar. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu. Tilfellum sjúkdómsins hefur fækkað hratt undanfarið, eða um 95% á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.
12.05.2017 - 03:46

Segir ásakanir gegn sér skrípaleik

Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, segir ásakanir gegn sér um spillingu vera algjöran skrípaleik. Nafn hans er það stærsta í umfangsmiklu spillingarmáli sem tengist ríkisolíufyrirtækinu Petrobras, þar sem milljarðar dala fóru manna á milli...
11.05.2017 - 05:30

Barist á götum Ríó

Lögregla í Ríó í Brasilíu skaut tvo menn til bana í gærkvöld. Báðir eru taldir hafa verið í glæpagengjum sem tekist hafa á að undanförnu um yfirráð yfir eiturlyfjamarkaðinum í borginni.

Ólæti eftir allsherjarverkfall í Brasilíu

Mikil ólæti brutust út í Brasilíu í kvöld eftir fyrsta allsherjarverkfall landsins í yfir tvo áratugi. Mótmælendur kveiktu í strætisvögnum og bílum í miðborg Rio de Janeiro. Kveikt var í vegatálmum sem mótmælendur höfðu sett upp og skemmdir voru...
28.04.2017 - 23:41

Níu myrtir í blóðbaði í Brasilíu

Níu menn, þar á meðal prestur, voru myrtir í miklu blóðbaði í afskekktu héraði í vesturhluta Brasilíu fyrir skemmstu. Lögregla hefur upplýst að hvort tveggja skotvopnum og eggvopnum hafi verið beitt við illvirkið. Í brasilískum fjölmiðlum er greint...

Odebrecht sektað í Bandaríkjunum

Brasilíska verktakafyrirtækið Odebrecht var sektað um 2,6 milljarða bandaríkjadala af bandarískum dómstólum í dag. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Að sögn bandarískra yfirvalda er þetta ein hæsta sáttagreiðsla fyrirtækis vegna alþjóðlegra...
18.04.2017 - 04:07

Greiddu stjórnmálamönnum milljarða í mútur

Brasilíska verktakafyrirtækið Odebrecht greiddi andvirði tæpra 370 milljarða króna í mútur yfir níu ára tímabil fram til ársins 2014. Þetta hafa brasilískir fjölmiðlar eftir framburði vitna í umsvifamiklu spillingarmáli þar í landi.  Sérstök deild...

Þriðjungur ráðherra grunaður um spillingu

Þriðjungur sitjandi ráðherra, auk fjölda annarra þingmanna og annarra stjórnmálamanna, verða rannsakaðir vegna umfangsmikils spillingarmáls í Brasilíu. Þetta var úrskurðað í hæstarétti þar í landi í gær. 
12.04.2017 - 06:33

Ræða framtíð Temers á forsetastóli

Landsyfirkjörstjórn Brasilíu kom saman í dag til að úrskurða um hvort ógilda beri kjör Michels Temers forseta árið 2014. Komið hefur í ljós að að kosningabarátta hans var fjármögnuð með ólögmætum hætti. Niðurstaða kjörstjórnarinnar kann að leiða til...
04.04.2017 - 13:32

Fyrrverandi þingforseti í 15 ára fangelsi

Eduardo Cunha, fyrrverandi forseti neðrideildar brasilíska þingsins, var í dag dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir spillingu. Dómurinn þykir marka tímamót í baráttunni gegn spillingu í Brasilíu.

Vill fá að rannsaka 83 spillingarmál

Rodrigo Janot, ríkissaksóknari í Brasilíu óskaði í dag eftir því að fá að hefja rannsókn á 83 spillingarmálum sem tengjast brasilískum stjórnmálamönnum. Hann þarf að fá leyfi hæstaréttar landsins til að hefja rannsókn á málunum, þar sem rétturinn...