Belgía

Belgar vissu af bönnuðu skordýraeitri í eggjum

Yfirvöld í Belgíu viðurkenna að þau vissu að skordýraeitur sem er á bannlista hafi kannski verið notað á egg í Hollandi mánuði áður en málið varð opinbert. Þetta vissu belgísk yfirvöld í júní en upplýsingarnar ekki gerðar opinberar vegna rannsóknar...
06.08.2017 - 03:11

Aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum í Brussel

Fjórir voru handteknir í nótt og hald lagt á nokkuð af vopnum í aðgerðum lögreglusveitarinnar í Brussel sem koma á í veg fyrir hryðjuverk í Belgíu. Aðgerðirnar beindust gegn glæpasamtökum sem kalla sig Kamikaze Riders. Liðsmenn þeirra hafa verið...
05.07.2017 - 11:23

Kennsl borin á árásarmann í Brussel

Belgíska öryggislögreglan hefur borið kennsl á mann sem sprengdi litla sprengju á lestarstöð í Brussel í gærkvöld. Jan Mambon innanríkisráðherra staðfesti það í sjónvarpsviðtali í morgun. Hann greindi þó hvorki frá nafni mannsins né hvort hann hefði...
21.06.2017 - 08:28

Sprenging á lestarstöð í Brussel

Aðallestarstöðin í miðborg Brussel var rýmd nú á áttunda tímanum eftir að sprenging heyrðist þar. Belgíska lögreglan segist hafa náð stjórn á aðstæðum á vettvangi. Einn hefur verið skotinn af lögreglu, að sögn AFP-fréttastofunnar.
20.06.2017 - 19:47

Samskiptaleysi milli öryggisstofnana í Belgíu

Rannsókn á hryðjuverkunum í Brussel í fyrra hefur leitt í ljós samskiptaleysi milli alríkislögreglu, héraðslögreglu og leyniþjónustustofnana í Belgíu.
08.06.2017 - 16:41

Herskárra íslamista leitað í Belgíu

Belgíska lögreglan réðst í nótt inn í hús á átta stöðum í Brussel og nágrenni í leit að hryðjuverkamönnum. Sjö voru teknir höndum og færðir til yfirheyrslu. Hvorki fundust vopn né sprengiefni í aðgerðum næturinnar.
25.01.2017 - 12:24

Þrír handteknir í Molenbeek

Þrír menn voru handteknir í Molenbeek-hverfinu í Brussel seint í gærkvöldi og færðir til yfirheyrslu, grunaðir um tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Lögregla gerði húsleit í fjórum íbúðum við tvær götur í hverfinu, sem varð alræmt þegar í ljós kom að...
15.01.2017 - 04:18

Vallónar segjast ekki láta undan þrýstingi

Paul Magnette, leiðtogi stjórnar í Vallóníu-héraði í Belgíu segir að Vallónar hætti öllum viðræðum um hvernig megi bjargar fríverslunarsamningi Evrópusambandsins og Kanada ef þeim verði enn settir úrslitakostir. Þetta sagði  Magnette á leið inn á...
25.10.2016 - 15:12

Fjórir handteknir í Belgíu vegna hryðjuverka

Belgíska lögreglan hefur handtekið fjóra vegna gruns um að undirbúa hryðjuverk, eftir að lögreglan réðst til inngöngu á fimmtáns stöðum í Ghent, Antwerpen og Deinze.
18.10.2016 - 13:53

Stakk tvo lögreglumenn með hnífi

Tveir lögreglumenn særðust í Schaerbeek hverfinu í Brussel í dag þegar maður réðst að þeim og stakk með hnífi. Þeir eru ekki sagðir lífshættulega særðir. Hugsanlegt er talið að hryðjuverkamaður hafi verið að verki, að sögn talsmanns ríkissaksóknara...
05.10.2016 - 14:41

Grunaðir um tengsl við IS

Fimm menn voru handteknir í Evrópu í gær, grunaðir um að hafa hvatt til árása og verið milliliðir fyrir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Mennirnir dreifðu áróðri á netinu að sögn innanríkisráðherra Spánar.
29.09.2016 - 05:22

Sprengjuleit á járnbrautarstöð í Brussel

Aðaljárnbrautarstöðin í Brussel var rýmd í dag vegna tveggja ferðataska sem hugsanlegt var talið að hryðjuverkamenn hefðu skilið þar eftir. Sprengjusérfræðingar lögreglunnar voru kallaðir til. Þeir gátu staðfest eftir nokkra athugun að ekkert...
19.06.2016 - 15:13

Lögðu bjórleiðslu um bæinn

Eigandi belgíska brugghússins De Halve Maan hefur látið leggja rúmlega þriggja kílómetra langa bjórleiðslu um belgísku borgina Brugge. Það er gert til að vernda sögufræga miðborgina sem er lögð viðkvæmum götusteinum frá miðöldum og er á...
09.06.2016 - 23:32

Myndskeið: Fangaverðir réðust inn í ráðuneyti

Nokkrir tugir fangavarða og annars starfsfólks í belgískum fangelsum réðust í dag inn í dómsmálaráðuneytið í Brussel og lögðu það undir sig nokkra stund. Með því vildi hópurinn mótmæla skorti á starfsfólki í fangelsunum og slæmum vinnuskilyrðum.
17.05.2016 - 11:46

Zaventem flugvöllur opnar í dag

Zaventem flugvöllurinn í Brussel opnar aftur í dag, tólf dögum eftir að framin var sjálfsmorðsárás í flugstöðinni. Þrjár farþegaþotur á vegum Brussels Airlines taka á loft síðdegis í dag.
03.04.2016 - 05:15