Álfukeppnin

Jafntefli í leikjum dagsins - Álfukeppnin

Leikið var í B-riðli Álfukeppninnar í dag en báðum leikjum dagsins lauk með 1-1 jafntefli. Fyrri leikur dagsins var á milli Kamerún og Ástralíu en sá síðari á milli Þýskalands og Síle.
22.06.2017 - 20:33

Mexíkó kom til baka og vann Nýja-Sjáland

Mexíkó vann 2-1 sigur á Nýja-Sjáland 2-1 í A-riðli Álfukeppninnar í síðari leik kvöldsins. Úrslitin þýða að Nýja-Sjáland getur ekki komist upp úr riðlinum en Mexíkó þarf aðeins stig gegn Rússlandi til að tryggja sér sæti í fjögurra liða úrslitum...
21.06.2017 - 20:37

Ronaldo tryggði Portúgal sigur

Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið í leik Portúgal og Rússlands í A-riðli Álfukeppninnar en leiknum lauk nú rétt í þessu. Þetta var fyrsti sigur Portúgals á mótinu en þeir gerðu jafntefli við Mexíkó í fyrsta leik.
21.06.2017 - 17:45

Þýskaland byrjar á sigri

Þýskaland og Ástralía mættust í B-riðli Álfukeppninnar í dag. Endaði leikurinn með 3-2 sigri Þýskalands.
19.06.2017 - 17:39

Síle byrjar Álfukeppnina á sigri

Síle bar sigurorð af Kamerún í seinni leik Álfukeppninnar. Síle braut ísinn á 82. mínútu leiksins en þar var að verki Arturo Vidal, miðjumaður Bayern Munich í Þýskalandi. Eduardo Vargas gulltryggði svo sigurinn þegar komið var fram yfir venjulegan...
18.06.2017 - 20:05

Portúgal og Mexíkó skildu jöfn

Fyrri leik dagsins í Álfukeppninni var að ljúka en þar gerðu Evrópumeistarar Portúgals 2-2 jafntefli við Mexíkó.
18.06.2017 - 17:06

Myndbandsdómarar dæmdu mark af Portúgal

Álfukeppnin í ár er sérstök fyrir þær sakir að nú geta dómarar leikja fengið aðstoð frá myndbandsdómurum þegar þess þarf. Slíkt atvik kom upp nú rétt í þessu í leik Portúgal og Mexíkó.
18.06.2017 - 15:34

Rússland byrjar með sigri - Sjáðu mörkin

Rússland bar nú rétt í þessu sigurorð af Nýja-Sjálandi í opnunarleik Álfukeppninnar sem fer fram í Rússlandi. Lokatölur 2-0 fyrir heimamenn.
17.06.2017 - 16:57

Upphitun fyrir Álfukeppnina: Seinni hluti

Nýlega var farið yfir A-riðil Álfukeppninnar sem hefst 17. júní. Nú er komið að B-riðli en í honum eru heimsmeistarar Þýskalands ásamt Síle, Kamerún og Ástralía.
14.06.2017 - 20:49

Álfukeppnin hefst 17. júní - CR7 verður með

Álfukeppnin hefst þann 17. júní og verður að sjálfsögðu í beinni hér á RÚV. Er keppnin ágætis upphitun fyrir Heimsmeistaramótið sem fer fram næsta sumar en báðar keppnir eru haldnar í Rússlandi að þessu sinni.
09.06.2017 - 20:51

Álfukeppnin - Í beinni á RÚV

Á Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga fer Álfukeppnin af stað en hún stendur frá 17. júní til 2. júlí. Keppnin er í raun undanfari heimsmeistaramótsins í knattspyrnu en undanfarin ár hefur hún farið fram árinu á undan í því landi sem heldur...
15.05.2017 - 17:16

Paulinho til Tottenham

Brasilíski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Paulinho, er á leið til enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham frá Corinthians í heimalandinu og verður þar með liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar á næstu leiktíð.
02.07.2013 - 09:01

Neymar bestur í Álfukeppninni

Hinn brasilíski Neymar var útnefndur besti leikmaður Álfukeppninnar í knattspyrnu að loknum úrslitaleik Brasilíu og Spánar í kvöld og hlaut að launum gullboltann.
01.07.2013 - 00:23

Brasilíumenn unnu Álfukeppnina

Brasilíumenn unnu verðskuldaðan sigur á heims- og Evrópumeisturum Spánar 3-0 í úrslitaleik Álfukeppninnar í knattspyrnu á Maracana-leikvanginum í Rio de Janeiro í Brasilíu í kvöld.
30.06.2013 - 23:55

Brasilía-Spánn í beinni á RÚV

Nú stendur yfir úrslitaleikur Álfukeppninnar í knattspyrnu á Maracana-leikvanginum í Rio de Janeiro í Brasilíu og eigast þar við gestgjafar Brasilíu og heims- og Evrópumeistarar Spánar. Nú er í gangi síðari hálfleikur.
30.06.2013 - 22:54