Afnám gjaldeyrishafta

Krónan styrkist enn

Krónan er sterkari gagnvart bæði evru og dollara nú en áður en tilkynnt var um losun fjármagnshafta fyrir tveimur mánuðum síðan. Pundið hefur hins vegar styrkst lítillega gagnvart krónunni. Krónan var í mikilli sókn í síðustu viku og hún hélt áfram...
15.05.2017 - 17:23

„Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp“

Sigurður Hannesson, sem sat í framkvæmdahópi um afnám hafta, gagnrýnir síðustu aðgerðir í afnáminu. Stjórnvöld segi eitt og geri annað. Veðmál vogunarsjóðanna hafi gengið upp. 
22.03.2017 - 08:59

Á ekki von á miklum vaxtabreytingum

Stóra skrefið í afnámi fjármagnshafta var stigið um áramót þegar heimili landsins fengu að kaupa allt að hundrað milljónir króna í gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum, segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Hann segir...
14.03.2017 - 09:18

„Það er verið að verðlauna freka kallinn“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokks segir að losa hefði átt höftin fyrr, verið væri að verðlauna freka kallinn og á þar við vogunarsjóðina. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ef vogunarsjóðir sem tóku þátt í...
14.03.2017 - 08:28

„Morgungjöf til vogunarsjóðanna“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins segir afnám haftanna morgungjöf til vogunarsjóða í New York. Sjóðirnir hafi reynt að ná fullveldisréttinum af Íslendingum. Horfið hafi verið frá því að verja almenning á Íslandi og sérstakur...
13.03.2017 - 17:41

Segir síðasta útboð hafa dregist of lengi

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarsflokksins segir að viðurkenna megi að of lengi hafi dregist að halda síðasta aflandskrónuútboð, ekki síst í ljósi þess hve vel gekk í efnahagslífinu. Hann segir undirliggjandi vanda hér vera háa vexti og...
13.03.2017 - 16:48

„Misstu af tækifæri“ til að klára snjóhengjuna

Fjámálaráðherra segir að hægt hefði verið að þurrka upp snjóhengjuna svokölluðu í útboðinu sem efnt var til á síðasta ári, með því að lækka gengið aðeins. Þáverandi stjórnvöld hafi ákveðið að gera það ekki.
13.03.2017 - 15:35

Gengi krónunnar sveiflast töluvert

Gengi krónunnar hefur sveiflast töluvert frá því að markaðir voru opnaðir í morgun. Hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir sveiflurnar innan þeirra marka sem búast mátti við.Beðið sé viðbragða Seðlabankans.
13.03.2017 - 12:09

Krónan fellur en hlutabréf hækka í verði

Krónan veiktist gagnvart helstu gjaldmiðlum við opnun markaða í morgun. Skömmu fyrir klukkan ellefu var evran, sem skráð var á 115 krónur á föstudag komin í 119 krónur. Dollarinn hefur hækkað úr 108 krónum í 112 og pund úr 132 krónum í 136. Nokkrar...
13.03.2017 - 10:48

ASÍ fagnar en minnir á ábyrgð stjórnvalda

Forseti Alþýðusambands Íslands segir afnám gjaldeyrishaftanna mikil tíðindi, en þau setji um leið miklar kröfur á stjórnvöld um aga í efnahagsstjórninni. Hann vonast til að væntingar um vaxtalækkun gangi eftir.
13.03.2017 - 09:53

Kauphöllin fagnar afléttingu hafta

Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir afnám fjármagnshaftanna hafa mikla þýðingu fyrir Kauphöllina og geti laðað að erlent fjármagn til langtíma. Hann segir að aðstæður til afléttingarinnar hafi verið nánast fullkomnar.
13.03.2017 - 08:27

Breytir ekki miklu fyrir bankana

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir það fagnaðarefni að fjármagnshöft verði afnumin. Hún segir að reglugerðarbreytingarnar sem taka gildi á miðnætti muni ekki hafa mikil áhrif á starfsumhverfi bankanna.
13.03.2017 - 08:12

Bjarni: Hefur varla áhrif á dómsmál kröfuhafa

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ekki sjá fyrir sér að afnám gjaldheyrishafta hafi áhrif á dómsmál sem kröfuhafar standi í gagnvart íslenska ríkinu. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, vonar að afnámið leiði til lægri...
12.03.2017 - 16:38

Aukafréttatími og blaðamannafundurinn í heild

Gjaldeyrishöft verða afnumin að fullu á innlenda einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði frá og með þriðjudegi. Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra tilkynntu þetta á blaðamannafundi í dag ásamt seðlabankastjóra. Á sama tíma var...
12.03.2017 - 15:32

Aflandskrónueigendur hagnast á fyrri höfnun

Aflandskrónueigendur eru að fá umtalsvert betri niðurstöðu en þeir hefðu getað fengið fyrir níu mánuðum síðan, sagði Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í aukafréttatíma RÚV vegna afnáms gjaldeyrishafta.