Afganistan

Lögreglumenn létust í loftárás Bandaríkjamanna

16 afganskir lögreglumenn féllu í loftárás Bandaríkjahers í Helmand héraði Afganistans í gær. Tveir lögreglumenn særðust að auki. Bandaríska varnarmálaráðuneytið staðfestir ábyrgð á árásinni. Henni hafi verið beint að bækistöðvum Talibana í...
22.07.2017 - 06:29

Ráðast gegn Íslamska ríkinu í Pakistan

Hernaðaryfirvöld í Pakistan hafa lagst í meiriháttar hernað gegn hinu svokallaða Íslamska ríki í norðvesturhluta landsins, í fjalllendi við landamæri Afganistan, er haft eftir þeim á vef BBC.  Talsmaður pakistanska hersins sagði að koma þyrfti í veg...
16.07.2017 - 20:44

Til lítils að láta óttann ná tökum á sér

Það er kominn aukinn þungi í stríðið í Afganistan og staðan hefur verið að þróast til verri vegar, segir Una Sighvatsdóttir friðargæsluliði og upplýsingarfulltrúi hjá NATO í Afganistan.

Sjálfsmorðssprengjuárás við mosku í Kabúl

Árásarmaður sprengdi sig í loft upp í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistan í dag. Ekki er vitað um mannfall. Árásarmaðurinn var stöðvaður af öryggisvörðum, sem ætlaði sér inn í bænasal moskunnar. Hann sprengdi sig því í eldhúsi moskunnar.
15.06.2017 - 18:10

Ríki íslams í sókn í Afganistan

Vígamenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við ríki íslams náðu Tora Bora, hellasvæði í fjallendi austurhluta Afganistans. Hellarnir voru eitt sinn felustaður Osama bin Ladens.
15.06.2017 - 17:22

80 látnir í sprengingu í sendiráðshverfi Kabúl

Að minnsta kosti 80 eru látnir og tæplega 350 særðir eftir öfluga sprengingu í sendiráðshverfinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, nú í morgun. Þeir sem hafa verið fluttir slasaðir á spítala eru að mestu almennir borgarar, að sögn AFP-fréttastofunnar...
31.05.2017 - 05:35

Myrtu tvö og rændu finnskri konu

Vopnaðir menn réðust seint í gærkvöld inn á gistiheimili í Kabúl, höfuðborg Afganistans og skutu þar til bana þýska konu og afganskan vörð. Finnskrar konu, sem var gestur á heimilinu, er saknað. Talið er að henni hafi verið rænt. Sænsk...
21.05.2017 - 10:53

Segja einn leiðtoga Íslamska ríkisins fallinn

Abdul Hasib, sem sagður er hafa verið leiðtogi afganska hluta hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki, var veginn í aðgerðum afganskra sérsveita í Nangarhar-héraði fyrir tíu dögum. Þetta er fullyrt í yfirlýsingu sem skrifstofa Ashrafs...
08.05.2017 - 06:12

Átta féllu í sprengjuárás í Kabúl

Minnst átta létust og yfir 20 særðust í sprengjuárás sem beint var gegn bílalest erlendra hermanna nærri bandaríska sendiráðinu í Kabúl snemma í morgun. Talsmaður afganska innanríkisráðuneytisins, Najib Danish, staðfesti í samtali við tíðindamann...
03.05.2017 - 05:55

Pyntingar á föngum aukast í Afganistan

Fangar í afgönskum fangelsum eru beittir pyntingum, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Ill meðferð á föngum virðist fara vaxandi þrátt fyrir ný lög sem eiga að koma í veg fyrir pyntingar.
24.04.2017 - 15:39

Minnst 130 féllu í Mazar-i-sharif

Að minnsta kosti 130 afganskir hermenn féllu í árás talíbana á herstöð í Mazar-i-sharif í Balkh-héraði í Afganistan í gær, langflestir hermenn stjórnarhersins. Óttast er að enn fleiri eigi eftir að deyja af sárum sínum. Á annan tug vígamanna...
22.04.2017 - 07:40

Talibanar felldu tugi hermanna

Að minnsta kosti fimmtíu afganskir hermenn féllu í árás Talíbana á herstöð í Mazar-i-sharif í dag. Þetta hefur fréttastofa AFP eftir talsmanni Bandaríkjahers. Vígamenn Talíbana klæddust einkennisbúningum afganska hersins og komust þannig inn i...
22.04.2017 - 00:53

9 afganskir lögreglumenn féllu í sprengjuárás

Níu lögreglumenn létu lífið í gær og fjórir slösuðust þegar sprengja sprakk við vegkantinn skammt frá bækistöðvum þeirra í norðurhluta Afganistans. Enginn hefur lýst ábyrgðinni á ódæðinu á hendur sér, en sprengjan sprakk í þann mund sem lögregla...
09.04.2017 - 07:43

Pakistanar reisa landamæragirðingu

Pakistanar hafa hafist handa við að reisa 2.430 kílómetra langa varnargirðingu meðfram endilöngum landamærunum við Afganistan. Um leið og varnargirðingin verður reist er ætlunin að fjölga eftirlitsmyndavélum á landamærunum til mikilla muna....
27.03.2017 - 01:41

Áströlsk kona leyst úr haldi í Afganistan

Áströlsk kona sem rænt var í Kabúl, höfuðborg Afganistans í fyrra, hefur nú verið leyst úr haldi. Ástralska utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun. Konan vann sem hjálparstarfsmaður í Afganistan, en hvarf í nóvember. Talið er líklegt að...
15.03.2017 - 09:07