Sveitarfélög

Ný verslun Olís sett á ís vegna yfirtöku Haga

Áform um nýja 400 fermetra verslun og bensínstöð sem Olís ætlaði að reisa við Austurveg 16 í Vík í Mýrdal hafa verið sett á ís vegna fyrirhugaðra kaupa Haga á Olíuverslun Íslands. Sveitastjórn Mýrdalshrepps hafnaði öðru sinni beiðni Olís um að fá að...
20.08.2017 - 21:22

Ekkert samráð við Mosfellsbæ um Björgun

Ekkert samráð var haft við yfirvöld í Mosfellsbæ áður en borgarstjórinn í Reykjavík skrifaði undir viljayfirlýsingu um að flytja athafnasvæði Björgunar á Gunnunes sem er rúma níu hundruð metra frá byggð í Mosfellsbæ. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ...
20.08.2017 - 17:30

Margir enn að sofa úr sér vímuna eftir nóttina

Margir eru enn að sofa úr sér vímuna í fangaklefum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir Menningarnótt í Reykjavík. Fangaklefar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu voru fullnýttir í nótt og því þurfti að vista fólk „í miður góðu ástandi,“ í...
20.08.2017 - 16:29

Erill hjá lögreglu og slökkviliði í nótt

Erill var hjá lögreglu og slökkviliði í Reykjavík í lok Menningarnætur. Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem þurfti að sinna 60 útköllum, mest vegna sjúkraflutninga. Að sögn slökkviliðs er það talsverður fjöldi en 30 útköll...
20.08.2017 - 07:55

Á annað hundrað þúsund á Menningarnótt

Formlegri dagskrá Menningarnætur lauk laust eftir klukkan ellefu í kvöld með tilkomumikilli flugeldasýningu við Reykjavíkurhöfn. Mikill fjöldi var saman kominn í miðbæ Reykjavíkur eins og svo oft áður á Menningarnótt og hefur skemmtanahald farið vel...
20.08.2017 - 00:29

Norðurþing biður um að fá flóttamenn til sín

Byggðarráð Norðurþings telur að ekki sé nóg gert í málefnum flóttamanna hér á landi og samþykkti á fundi sínum í vikunni að senda skriflega beiðni þegar í stað þar sem sveitarfélagið lýsir yfir vilja sínum til að taka á móti flóttamönnum. Ef...
19.08.2017 - 18:24

Rán framið í JL-húsinu

Rán var framið á matsölustaðnum Subway í JL-húsinu í Reykjavík á ellefta tímanum í kvöld. Vísir.is greinir frá þessu. Lögreglan leitar ræningjans, sem var að sögn sjónarvotta óvopnaður. Hann hljóp í austurátt eftir Hringbrautinni eftir ránið.

Gjaldtaka fyrir rafhleðslu hafin

Við sundlaugina í Mosfellsbæ er nú fyrsta hleðslustöðin fyrir rafbíla þar sem gjald er tekið fyrir hleðslu. Hingað til hafa hleðslustöðvar, eða hlöður, hér á landi verið gjaldfrjálsar en það mun heyra sögunni til í náinni framtíð.
18.08.2017 - 17:23

Tíu flokkar vilja bjóða fram á Akureyri

Að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar ætla sér að bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga á Akureyri næsta vor. Viðreisn og Píratar koma nýir inn og er vinna hafin við að finna fólk á lista. Flokkur fólksins og Íslenska þjóðfylkingin stefna einnig á...
18.08.2017 - 14:59

Þjóðfylkingin ætlar í sveitarstjórnarmálin

Íslenska þjóðfylkingin ætlar að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Áhersla verður lögð á Reykjavík og Suðurnes, en stærri byggðarlög, eins og Akureyri, koma einnig vel til greina, að sögn nýs formanns flokksins.

Borgaryfirvöld leggjast gegn „Reykjavik Eye“

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar leggst gegn því að reist verði hundrað metra hátt parísarhjól í borgarlandinu, að minnsta kosti á þeim fjórum stöðum sem lagðir voru til í umsókn um lóðaúthlutun fyrir hjólið. Í umsókninni var hjólið...
18.08.2017 - 07:13

„Nú er mælirinn fullur“

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að bókun bæjarráðs um að loka þurfi kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík sé beint til Umhverfisstofnunar. Bæjarráð vill loka henni meðan nauðsynlegar úrbætur eru gerðar til að koma í...
17.08.2017 - 16:11

Reykjanesbær vill stöðva starfsemi verksmiðju

Nauðsynlegt er að stöðva rekstur kísilmálmverksmiðju United Silicon hið fyrsta meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta er mat bæjarráðs Reykjanesbæjar og kemur fram í bókun sem samþykkt var samhljóða í ráðinu í dag.
17.08.2017 - 15:18

Þrenging Glerárgötu tekin úr aðalskipulagi

Tillaga um þrengingu Glerárgötu á Akureyri er ekki lengur í aðalskipulagi, en ný drög voru afgreidd úr skipulagsráði í gær. Formaður ráðsins segir að útfærsla á umferðarkerfinu eigi ekki heima í aðalskipulagi. Í nýju drögunum er einnig dregið...
17.08.2017 - 14:30

„Enginn beðið mig að stíga til hliðar“

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa fundið fyrir þrýstingi undanfarnar vikur um að hann viki úr oddvitasætinu fyrir nýju fólki og að enginn hafi beðið hann að stíga til hliðar. Halldór tilkynnti í kvöld að hann...
16.08.2017 - 20:16