Suðurnes

Vissi ekki að byggingar voru of háar

Arkitekt verksmiðju United Silicon vissi ekki af því að skipulaginu hefði verið breytt þegar hann teiknaði verksmiðjuna. Hann gerði teikningarnar í samræmi við drög að skipulagi sem höfðu verið auglýst. Skipulagið breyttist svo í athugasemdaferli án...
30.04.2017 - 12:39

Mistök líklega gerð hjá Reykjanesbæ

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir allt benda til að mistök hafi verið gerð þegar teikningar af verksmiðju United Silicon voru samþykktar. Þær voru í trássi við gildandi deiliskipulag. Kjörnir fulltrúar bæjarins voru meðal þeirra sem samþykktu...
28.04.2017 - 19:39

Snjór og slyddukrapi síðdegis

Það rigndi töluvert á suðvestanverðu landinu í morgun og úrkoman heldur áfram síðdegis. Þá kólnar skyndilega og snjóar líklega á láglendi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vissara fyrir vegfarendur að fylgjast vel með.
28.04.2017 - 12:05

Byggingar hærri en deiliskipulag leyfir

Tvær byggingar við verksmiðju United Silicon eru hærri en gildandi deiliskipulag heimilar, þar á meðal pökkunarstöð sem bætt var við eftir að umhverfismat var gert. Forstjóri Skipulagsstofnunar segir að þetta sé lögbrot, og á ábyrgð Reykjanesbæjar.
28.04.2017 - 11:59

Hæstu byggingu kísilverksmiðju bætt við eftirá

Byggingu sem er helmingur af hæð Hallgrímskirkju, var bætt inn á lóð United Silicon í Helguvík eftir að skýrsla um umhverfismat var kynnt. Skipulagsstofnun var ekki tilkynnt um þessa viðbót og hefur krafið bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ skýringa.
27.04.2017 - 18:44

Laus búnaður olli eldinum hjá United Silicon

Spennutengdur búnaður sem losnaði olli brunanum í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík fyrir viku. Þetta er niðurstaða rannsóknar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur nú komist að orsök eldsins.
25.04.2017 - 18:15

Óskar samstarfs við Umhverfisstofnun

Stjórnendur United Silicon í Helguvík gera ekki athugasemdir við ákvörðun Umhverfisstofnunar um að heimila ekki gangsetningu verksmiðjunnar nema í samráði við stofnunina. Þeir óska eftir samstarfi við Umhverfisstofnun um endurræsingu verksmiðjunnar...
25.04.2017 - 07:20

Gerir engar athugasemdir við ummæli ráðherra

Kristín L. Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir verksmiðju United Silicon í Helguvík eiga í margvíslegum erfiðleikum og gerir engar athugasemdir við ummæli umhverfisráðherra um verksmiðjuna. Áformum stofnunarinnar um að stöðva starfsemi...
21.04.2017 - 19:15

United Silicon fær frest

United Silicon hefur fengið frest til miðnættis á mánudag til að skila athugasemdum við áform Umhverfisstofnunar um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar í Helguvík. Talsmaður fyrirtækisins segir að verksmiðjan verði ekki gangsett á ný fyrr en lausn sé...
21.04.2017 - 12:31

Snarpur skjálfti fannst í Keflavík

Snarpur jarðskjálfti, 4,3 að stærð, varð um 5 kílómetra suðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshryggnum. Skjálftinn fannst í Keflavík, segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún segir að oft séu hrinur þarna, til að...
19.04.2017 - 13:10

Umhverfisstofnun vildi loka United Silicon

Umhverfisstofnun tilkynnti forsvarsmönnum United Silicon með bréfi þann 12. apríl að ekki yrði hjá því komist að loka þyrfti verksmiðjunni þar sem frá henni streymdi fjöldi efna sem gætu haft langtímaáhrif á heilsufar. Hætt var við lokunina þar sem...
19.04.2017 - 06:17

Tekið „of langan tíma að ná þessum hnökrum af“

Eldurinn sem kviknaði í kísilveri Unitedi Silicon í nótt virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá stjórnendum verksmiðjunnar en þeir íhuga nú aðgerðir gagnvart framleiðandanum sem seldi þeim búnaðinn. Kristleifur Andrésson, umhverfis-og...
18.04.2017 - 20:05

Ferðamenn rændu ferðamann

Erlendur ferðamaður varð uppvís að því að stela áfengi og öðrum varningi af ferðamanni á dögunum, sem var að undirrita samning á bílaleigu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá laganna vörðum suður með sjó.
18.04.2017 - 14:07

Lokunarheimild liggur hjá Umhverfisstofnun

Björt Ólafsdótttir, umhverfissráðherra, hefur sjálf ekki heimild til þess að láta loka kísilmálmverksmiðju United Silicon. Hún kallar eftir því að Umhverfisstofnun loki verksmiðjunni á meðan fundið er út hvað er í ólagi þar í tengslum við mengun,...
18.04.2017 - 12:19

Umhverfisráðherra: „Það þarf að loka“

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir að loka þurfi kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Frá þessu greinir hún á Facebook og segir að nú sé nóg komið, í kjölfar frétta um að eldur hafi kviknað í verksmiðjunni.
18.04.2017 - 09:54