Suðurland

Fyrirtæki burt úr Skaftafelli með þjónustuhús

Vatnajökulsþjóðgarður vill að tvö ferðaþjónustufyrirtæki fari með aðstöðu sína burt úr Skaftafelli til að fækka bílum og minnka umferð við þjónustumiðstöð. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir markmiðið að...
12.06.2017 - 09:44

Dekk fór undan sjúkrabíl: „Á að vera útilokað“

Betur fór en á horfðist þegar dekk, sem losnaði undan sjúkrabíl, skall á sendibíl sem kom úr gagnstæðri átt. Farþegi í sendibílnum telur að auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir slysið með reglubundnu eftirliti.
11.06.2017 - 13:34

Lögregla bjargaði tveimur úr Ölfusá

Þrír menn fóru í Ölfusá við Selfoss á fimmta tímanum í nótt, þar af einn lögreglumaður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru mennirnir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. Ekki eru gefnar upplýsingar um ástand eða líðan...
11.06.2017 - 11:41

Byggja upp ferðaþjónustu við Þjórsárdalslaug

Ferðaþjónusta verður byggð upp við Reykholt í Þjórsárdal þar sem nú er sundlaug kennd við dalinn. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ákvað á fundi sínum í fyrradag að ganga til viðræðna við Rauðakamb ehf um uppbygginguna.
09.06.2017 - 07:02

Ungur drengur slasaðist við Seljalandsfoss

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss.
08.06.2017 - 13:37

Bílastæðagjöld í Skaftafelli og við Dettifoss

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að innheimta bílastæðagjöld í Skaftafelli og við Dettifoss. Stjórnarformaður garðsins segir gjaldið verða svipað og á Þingvöllum þar sem greiða þarf 500 króna daggjald fyrir fólksbíl og meira fyrir stærri...
07.06.2017 - 16:18

Lágt fiskverð og léleg afkoma strandveiða

Mun færri bátar eru á strandveiðum í ár en á sama tíma í fyrra. Ástæðuna segja sjómenn fyrst og fremst lágt fiskverð, en verðið í ár er það lægsta frá því strandveiðar hófust.
06.06.2017 - 12:19

Lést eftir bílslys á Suðurlandsvegi

Þýskur karlmaður, sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi við Freysnes á fimmtudag, er látinn. Hann ók jeppa með hjólhýsi í eftirdragi eftir Suðurlandsveginum. Mjög hvasst var með suðurströndinni og bæði jeppinn og hjólhýsið fuku út af veginum.
04.06.2017 - 17:28

Setja upp salerni við vegi landsins

Vegagerðin hyggst setja upp þurrsalerni á 15 áningarstöðum við vegi víðsvegar um landið til að stemma stigu við óþrifnaði og ágangi á áningarstöðum Vegagerðarinnar. Verkefnið er tilraunaverkefni að frumkvæði stjórnstöðvar ferðamála. 
03.06.2017 - 12:27

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Erlendur ferðamaður slasaðist alvarlega þegar jeppi með hjólhýsi í eftirdragi valt eftir að hafa fengið á sig vindhviðu skammt vestan við Freysnes í Öræfum. Tveir voru í bílnum en annar er minna slasaður.
01.06.2017 - 16:36

Telur aðstæður hættulegar við Brúarárfoss

Gönguleið upp að Brúarárfossi er orðin eitt drullusvað á löngum kafla, segir Þröstur Freyr Gylfason, sem birtir myndir af ástandinu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að á klukkustundargöngu um svæðið hafi hann og fjölskylda hans mætt á annað hundrað...
29.05.2017 - 11:52

Fimm fluttir á sjúkrahús

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla skammt ofan við Litlu Kaffistofuna um klukkan hálf þrjú í nótt. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. Þrír sjúkrabílar voru sendir frá Reykjavík og tveir frá Selfossi auk þess sem tækjabíll...
25.05.2017 - 08:32

Humarbátur um öldurnar knúinn repjuolíu

Íslensk repjuolía knýr nú í fyrsta sinn skip á veiðum. Í gær hélt humarbáturinn Þinganes SF-25 frá Höfn í Hornafirði knúinn repjuolíu meðal annars en henni var blandað saman við gasolíu í tönkum skipsins.
24.05.2017 - 12:48

Ítalski ferðamaðurinn er látinn

Ítalskur ferðamaður á þrítugsaldri, sem fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi í gær, er látinn. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka en talið er að hann hafi fallið af reiðhjóli sínu á Nesjavallavegi vestan Dyrafjalla.
23.05.2017 - 18:09

Sjaldnast ásetningsbrot í dýraverndarmálum

„Það er oftast þannig í dýraverndarmálum að þar eru ekki ásetningsbrot heldur annað sem liggur að baki eins og veikindi,“ segir Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir, um vörslusviptingu sem gerð var hjá frístundabónda á Suðurlandi fyrir hálfum mánuði....
22.05.2017 - 14:26