Suðurland

Dæmdur fyrir að valda banaslysi

Hæstiréttur staðfesti í dag tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir kínverskum ferðamanni vegna umferðarslyss sem hann olli. Japanskur ökumaður lést í slysinu sem varð á Hólá í Öræfum á öðrum degi jóla 2015. Eiginkona hans og tvö börn slösuðust...
19.01.2017 - 16:57

TF-LIF kölluð út vegna umferðarslyss í Öræfum

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á fimmta tímanum í dag beiðni frá Neyðarlínu um aðstoð þyrlu vegna bílveltu nærri Sandfelli í Öræfum um klukkan fjögur í dag. Tveir menn voru í bílnum. Annar virðist hafa kastast út úr honum við veltuna. Hann er...
16.01.2017 - 17:27

Sjálfstæðismenn í Árborg brýna forystuna

Sjálfstæðismenn í Árborg telja að eðlilegt og sjálfsagt hefði verið að forystumaður flokksins í kjördæminu fengi sæti í ríkisstjórn. Skorað er á forystu flokksins að tryggja þingmönnum hans í Suðurkjördæmi veigamikil störf og embætti hjá þingi og...
13.01.2017 - 16:11

„Fráleitt að við skulum ekki fá ráðherra“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg segir mjög þungt í flokksmönnum þar vegna þess að Suðurkjördæmi eigi nú engan ráðherra í ríkisstjórn. Fundað var í Sjálfstæðisfélagi Árborgar í gærkvöld þar sem þetta var rætt.
12.01.2017 - 15:13

Vildu sjá fleiri ráðherra af landsbyggðinni

Sveitarstjórnarmenn víða um land hefðu viljað að fleiri ráðherrar í nýrri ríkisstjórn væru búsettir á landsbyggðinni. Rétt sé þó að gefa þeim svigrúm og fella enga dóma fyrirfram.
12.01.2017 - 13:07

Ríkið ekki of seint að kaupa Fell

Sýslumaðurinn á Suðurlandi segir að frestur ríkisins til að neyta forkaupsréttar að jörðinni Felli við Jökulsárlón hafi ekki verið runninn út. Miða eigi við þann dag sem bindandi kaupsamningur komst á. Gengið verði frá kaupum ríkisins á jörðinni á...
12.01.2017 - 12:29

Kaup ríkisins á Felli í uppnámi

Fjármálaráðuneytið ákvað að neyta forkaupsréttar að jörðinni Felli við Jökulsárlón tæpri viku eftir að frestur til þess rann út. Fréttablaðið greinir frá og segir að embætti sýslumanns á Suðurlandi virðist hafa talið 60 daga frest sem ríkið hafði...
12.01.2017 - 07:21

Sonur þýsku ferðakonunnar barst út í brimið

Mikið brim og sog var við Kirkjufjöru við Dyrhólaey í gær, þar sem þýskur ferðamaður lést í gær. Alda hrifsaði son hennar á þrítugsaldri einnig út með sér, og dóttur og eiginmann. Þau náðu að koma sér í skjól og njóta nú aðstoðar hjá þýska...
10.01.2017 - 15:50

Umhverfisstofnun lokar Kirkjufjöru

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Kirkjufjöru við Dyrhólaey, bæði vegna brims og hættu á skriðuföllum. Þetta er gert í kjölfar þess að kona lést þar í gær þegar alda sópaði henni burt.
10.01.2017 - 12:22

Bjargaði sex ára barni úr sjónum

Misskilningur í tilkynningu um banaslysið í Kirkjufjöru í dag virðist hafa orðið til þess að björgunarsveitarmaður kom sex ára barni til bjargar í Reynisfjöru skömmu síðar. Fyrsta tilkynning var á þá leið að fólk hefði lent í sjónum í Reynisfjöru en...
09.01.2017 - 20:43

Auka verður eftirlit í Reynisfjöru

Það verður að taka upp virka landvörslu og auka löggæslu svo fólk fari sér ekki að voða í Reynisfjöru og nágrenni, segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Landverðir og lögregla eigi að geta ákveðið að loka fjörunum þegar hætta er...
09.01.2017 - 19:36

Konan sem fór í sjóinn í Kirkjufjöru er látin

Þýsk kona á fimmtugsaldri sem lenti í sjónum við Kirkjufjöru í hádeginu er látin. Hún var á ferð með fjölskyldu sinni. Eiginmaður hennar og tvö stálpuð börn lentu líka í sjónum en komust í land af eigin rammleik. Konan fannst ekki fyrr en rúmri...
09.01.2017 - 18:43

Fjölskylda féll í sjóinn við Kirkjufjöru

Konan, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru fannst klukkan tvö og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, þar sem hún lenti um klukkan þrjú. Þorsteinn Gunnarsson, upplýsingafulltrúi slysavarnarfélagsins...
09.01.2017 - 14:23

Fór í sjóinn við Kirkjufjöru við Dyrhólaey

Leit stendur nú yfir að konu á fimmtugsaldri sem fór í sjóinn við Kirkjufjöru hjá Dyrhólaey um klukkan 13 í dag. Allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita hefur verið kallað út. Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi,...
09.01.2017 - 13:12

Rannsókn á hrottalegri nauðgun á lokastigi

Rannsókn lögreglu á hrottafengri árás í Vestmannaeyjum í október 2016 er langt komin. Kona á fimmtugsaldri fannst þá meðvitundarlítil í húsagarði í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar var maður handtekinn, grunaður um að hafa beitt hana hrottalegu ofbeldi...
09.01.2017 - 12:18