Suðurland

Mesta fólksfækkunin á Vestfjörðum

Sex sveitarfélög eru með færri en 100 íbúa og 40 eru með íbúafjölda undir þúsund. Af 74 sveitarfélögum landsins eru 9 með fleiri en fimm þúsund íbúa. Íbúar eru færri nú en fyrir 15 árum í tveimur landshlutum, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra ef...
22.06.2017 - 10:07

Aldrei opnað Sprengisandsleið jafn snemma

Sprengisandsleið, F26, var opnuð í dag úr Hrauneyjum í Bárðardal. Gunnar Bóasson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík, veit ekki til þess að vegurinn hafi verið opnaður jafnsnemma og í ár.
20.06.2017 - 16:03

Blóðþyrst lúsmý komið á kreik

Skordýrafræðingur segir að nú sé tími lúsmýsins skollinn á: „Eins og fingri sé smellt.“ Tímabilið nær fram eftir sumri þótt lúsmýið sé mest á ferli í lok júní og byrjun júlí. Lúsmýinu virðist vera að fjölga en það þrífst á blóði manna og annarra...
20.06.2017 - 11:42

Krem við skordýrabiti seldist upp í Hveragerði

Kláðastillandi krem seldist upp í apótekinu í Hveragerði á nokkrum klukkustundum á föstudag og skordýrafælur kláruðust líka. Þetta segir lyfsalinn í Hveragerði. Skordýrafræðingur telur að líklegt að sökudólgurinn sé bitmý eða flær. Veðuraðstæður að...
19.06.2017 - 17:01

Kýr skvetta upp rassi og sletta úr klaufum

Bændur um allt land sinna nú vor- og snemmsumarverkum, sauðburði er víðast hvar lokið, sláttur sumsstaðar hafinn og kýrnar farnar að sletta úr klaufunum.
15.06.2017 - 12:12

Flugstöð rís við Skaftafell í haust

Atlantsflug er að hefja mikla uppbyggingu við Skaftafell; reisir flugstöð í haust og áformar einnig stóra þjónustubyggingu. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið að malbika flugbrautir og koma á eins konar loftbrú milli Reykjavíkur og Skaftafells; ekki...
13.06.2017 - 22:00

Fleiri sorpbrennsluofnar til vandræða

Kvartanir hafa borist vegna lyktarmengunar frá sorpbrennsluofni við sláturhús B. Jensen í Hörgársveit. Kvartað hefur verið yfir mengun frá öllum sambærilegum ofnum við sláturhús á Norðurlandi vestra.
13.06.2017 - 17:03

Vestfirðingar hamingjusamastir

Vestfirðingar eru hamingjusamastir allra Íslendinga og nota minna af þunglyndislyfjum en íbúar annars staðar á landinu að því er fram kemur í nýjum lýðheilsuvísum Landlæknis.
13.06.2017 - 08:09

Illa staðsett handfang olli slysinu

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu um banaslys sem varð í Meðallandi árið 2015 þegar tveggja ára barn féll úr dráttarvél. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að illa staðsett og auðopnanlegt handfang innan á hurð hafi valdið...
12.06.2017 - 10:29

Fyrirtæki burt úr Skaftafelli með þjónustuhús

Vatnajökulsþjóðgarður vill að tvö ferðaþjónustufyrirtæki fari með aðstöðu sína burt úr Skaftafelli til að fækka bílum og minnka umferð við þjónustumiðstöð. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir markmiðið að...
12.06.2017 - 09:44

Dekk fór undan sjúkrabíl: „Á að vera útilokað“

Betur fór en á horfðist þegar dekk, sem losnaði undan sjúkrabíl, skall á sendibíl sem kom úr gagnstæðri átt. Farþegi í sendibílnum telur að auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir slysið með reglubundnu eftirliti.
11.06.2017 - 13:34

Lögregla bjargaði tveimur úr Ölfusá

Þrír menn fóru í Ölfusá við Selfoss á fimmta tímanum í nótt, þar af einn lögreglumaður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru mennirnir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. Ekki eru gefnar upplýsingar um ástand eða líðan...
11.06.2017 - 11:41

Byggja upp ferðaþjónustu við Þjórsárdalslaug

Ferðaþjónusta verður byggð upp við Reykholt í Þjórsárdal þar sem nú er sundlaug kennd við dalinn. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ákvað á fundi sínum í fyrradag að ganga til viðræðna við Rauðakamb ehf um uppbygginguna.
09.06.2017 - 07:02

Ungur drengur slasaðist við Seljalandsfoss

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss.
08.06.2017 - 13:37

Bílastæðagjöld í Skaftafelli og við Dettifoss

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að innheimta bílastæðagjöld í Skaftafelli og við Dettifoss. Stjórnarformaður garðsins segir gjaldið verða svipað og á Þingvöllum þar sem greiða þarf 500 króna daggjald fyrir fólksbíl og meira fyrir stærri...
07.06.2017 - 16:18