Suðurland

„Loksins komið líf á bryggjurnar aftur“

Mjög góð veiði hefur verið hjá loðnuflotanum þennan fyrsta sólarhring eftir að verkfalli sjómanna lauk. Loðna af íslensku skipunum hefur nú borist á land á öllum stöðum, þar sem hægt er að vinna loðnu, frá Vestmannaeyjum til Vopnafjarðar.
21.02.2017 - 14:02

Þrengslavegi lokað - hæg umferð um Hellisheiði

Talsverðar umferðartafir hafa verið á Hellisheiði í morgun. Í Þrengslunum hefur veginum verið lokað af lögreglu, þar sem flutningabifreið þverar veginn. Engin slys urðu og er unnið að því að fjarlægja bifreiðina, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi....
21.02.2017 - 10:56

Rýmingaráætlanir í stöðugri endurskoðun

Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarna segir að beðið sé nýrra upplýsinga um flóðahættu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórinn í Vík segir í minnisblaði sem var lagt fyrir hreppsnefnd í síðustu viku, að nánast ekkert raunhæft hafi verið gert með...
21.02.2017 - 07:59

Sofa úti í hverri viku

Á Laugarvatni býr fjögurra manna fjölskylda; mamma, pabbi og tvíburastrákar sem kalla sig Útigöngufjölskylduna. Síðasta sumar settu þau sér það markmið að gista úti einu sinni í hverri viku - eða 52 sinnum yfir árið sem strákarnir eru átta ára. Þau...
20.02.2017 - 09:54

Tillaga um sameiningu lögð fram í vor

Bæjarstjórinn á Hornafirði segist bjartsýnn á að það takist að sameina þrjú sveitarfélög á Suðausturlandi, en viðræður um það hafa staðið yfir síðustu mánuði. Það yrði víðfeðmasta sveitarfélag landsins, fjórtán prósent af flatarmáli Íslands.
18.02.2017 - 14:22

Bandaríski ferðamaðurinn í Silfru drukknaði

Bandaríski ferðamaðurinn sem lést við köfun í Silfru um síðustu helgi drukknaði. Þetta sýnir bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn, segir í...
17.02.2017 - 16:34

Grunaður um brot gegn þremur konum

Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað spænskan karlmann í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa brotið gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi eftir árshátíð hjá fyrirtæki sem hann starfar hjá.
17.02.2017 - 16:21

Ferðamaður lýsir slysinu í Silfru á sunnudag

Breska blaðið Daily Mail, einn mest lesni vefur heims á ensku, slær upp slysinu í Silfru um helgina á vef sínum. Vefurinn vitnar meðal annars í Facebook-færslu sjónarvotts og hefur eftir honum að vegna fjölda hópa í Silfru þennan dag hafi fólk...
17.02.2017 - 09:46

Vilja bremsa af hugmynd ráðherra um veggjald

Tvö sveitarfélög á Suðurlandi leggjast gegn hugmynd Jóns Gunnarssonar, samgönguráðherra, um gjaldtöku til að fjármagna framkvæmdir á stofnvegum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð Hveragerðis líkir veggjaldinu við múr.

Erfitt að fylgja eftir reglum um gistirekstur

Bæjarstjórinn á Hornafirði segir erfitt að fylgja eftir reglum um gistirekstur í íbúðahverfum. Eftirlitsskyldan sé ekki sveitarfélaganna og opinbert eftirlit virki ekki sem skyldi. Fyrir vikið séu dæmi um að húseigendur fari ekki eftir settum reglum.
16.02.2017 - 13:14

Hugmyndir ráðherrans skattahækkun á almenning

Formaður Vinstri grænna leggst gegn gjaldtöku á vegum í nágrenni Reykjavíkur. Slíkt yrði skattahækkun á almenning í stað þess að sækja aukinn arð af auðlindum eða skattleggja fjármagn í landinu. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir...
13.02.2017 - 22:25

Margir vanbúnir og kunna varla að synda

Það þarf að vera fagmaður á vakt við Silfru segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Hann vill takmarka fjölda ferðamanna og fyrirtækja sem bjóða köfunarferðir í þjóðgarðinum en til þess þarf lagabreytingu. Bandarískur ferðamaður lést við Silfru...
13.02.2017 - 08:49

Þjóðgarðurinn vill takmarka fjölda í Silfru

Forsvarsmenn þjóðgarðsins á Þingvöllum vilja takmarka fjölda þeirra sem kafar í Silfru en til þess þarf lagabreytingu frá stjórnvöldum. Þetta sagði Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslustjóri þjóðgarðsins, í kvöldfréttum Sjónvarps. Þjóðgarðurinn vilji...
12.02.2017 - 19:58

Bandarískur ferðamaður lést við Silfru

Bandarískur ferðamaður lést við Silfru á Þingvöllum í dag en hann var í hópi erlendra ferðamanna sem voru að snorkla í gjánni. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, segir of snemmt að segja til um hvort andlátið megi rekja til veikinda eða hvort þetta...
12.02.2017 - 18:58

Alvarlegt atvik við Silfru á Þingvöllum

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út skömmu eftir hádegi vegna alvarlegs atviks við Silfru á Þingvöllum í tengslum við köfun erlends ferðamanns. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, segir of snemmt að segja til um hvort rekja megi atvikið til...
12.02.2017 - 16:21