Stríðið í Írak

Abadi: Mósúl frelsuð innan fárra daga

Yfirlýsingar er að vænta á næstu dögum um frelsun borgarinnar Mósúl úr klóm hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins. Írakska sjónvarpsstöðin Sumaria hafði þetta eftir Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks í gærkvöld.
23.06.2017 - 09:46

Vígamenn skráðir í gagnagrunn

Bandaríkjamenn og bandamenn sem berjast gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi eru að koma upp gagnagrunni þar sem geymdar verða upplýsingar um erlenda vígamenn sem berjast í ríkjunum tveimur.

Milljónir barna hjálparþurfi

Meira en fimm milljónir barna í Írak þurfa á brýnni aðstoða að halda. Þetta segir í tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.
22.06.2017 - 12:32

Al-Nuri-moskan jöfnuð við jörðu

Al-Nuri-moskan í Mósúl, sem talin er hafa verið byggð á 12. öld, var sprengd í loft upp í gær. Íraskir ráðamenn segja hryðjuverkasveitir Íslamska ríkisins hafa sprengt moskuna, en samtökin segja Bandaríkjamenn hafa verið að verki. 
22.06.2017 - 12:18

Vígamenn með yfir 100 þúsund í haldi í Mosúl

Vígamenn Íslamska ríkisins, sem enn eru í borginni Mosúl í Írak, kunna að vera með yfir hundrað þúsund almenna borgara í haldi. Bruno Geddo, fulltrúi flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Írak, greindi fréttamönnum frá þessu í dag. Fólkið nota...

Abadi harmar ákvörðun Kúrda

Haider al-Abadi, forseti Íraks, segist skilja vilja Kúrda til að stofna sjálfstætt ríki, en kveðst harma þá ákvörðun þeirra að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í haust.
14.06.2017 - 12:04

Matareitrun í flóttamannabúðum

Hundruð manna hafa veikst af matareitrun í búðum fyrir flóttafólk frá borginni Mósúl í Írak. Allt að 750 hafa veikst, þar af um 100 alvarlega og að minnsta kosti eitt barn hefur látið lífið.
13.06.2017 - 12:00

Efast um fréttir af dauða Baghdadis

Bandarískir herforingjar hafa engar upplýsingar fengið til að staðfesta það hvort Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna íslamska ríkið, sé lífs eða liðinn. Voice of America greinir frá þessu á vef sínum.

Bandarískur vígamaður sakfelldur

Bandaríkjamaður, sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og samþykkti að verða sjálfsvígsárásarmaður, var sakfelldur í heimalandi sínu í gær fyrir samstarf við samtökin.

Almennir borgarar falla í Mosúl

Yfir 140 almennir borgarar hafa fallið síðastliðna sex daga í bardögum írakska stjórnarhersins við vígasveitir hins svonefnda Íslamska ríkis í vesturhluta Mosúlborgar í Írak. Katarska fréttasjónvarpsstöðin Al Jazeera hefur þetta eftir...
01.06.2017 - 17:46

Tugir létust í sprengjuárásum í Bagdad

Að minnsta kosti 27 létu lífið og 100 særðust í tveimur sprengjuárásum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærkvöld. Önnur var sjálfmorðssprengjuárás sem gerð var við vinsæla ísbúð í höfuðborginni.
30.05.2017 - 12:27

Skortur á nauðsynjum í Mosul

Skortur er á matvælum, drykkjarhæfu vatni og lyfjum í þeim hluta Mosulborgar í Írak sem enn er á valdi vígasveita Íslamska ríkisins. Talið er að um tvö hundruð þúsund almennir borgarar búi í borgarhlutanum. Írakski stjórnarherinn og hersveitir sem...
29.05.2017 - 12:56

Vígamenn enn með örfá hverfi í Mosul

Íraksher og stuðningssveitum hans hefur tekist að ná hátt í níu tíundu hlutum vesturhluta Mosulborgar úr höndum vígasveita hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Talsmaður hins sameiginlega herafla sem berst gegn vígamönnum greindi...
16.05.2017 - 12:06

Segir sigur í augsýn í Mosul í Írak

Bardögum um borgina Mosul í Írak lýkur á næstu dögum, hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir Othman al-Ghanimi, yfirmanni írakska herráðsins. Þúsundir almennra borgara hafa fallið í bardögum um vesturhlutann.
11.05.2017 - 14:48

Bandarískir hermenn til Anbar

Fjöldi bandarískra sérsveitarmanna er kominn til Ain al-Assad-herflugvallarins í Anbarhéraði í Írak til þess að hjálpa írakska stjórnarhernum að endurheimta borgir á bæi í héraðinu sem enn eru á valdi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins.
19.04.2017 - 09:32