Stríðið í Afganistan

Mannskæð árás í Lashkar Gah

Fimm almennir borgarar létu lífið og 38 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás Talibana við höfuðstöðvar lögreglu í Lashkar Gah í Helmand héraði í Afganistan í morgun.
23.08.2017 - 10:14

Afganistan verði bandarískur grafreitur

Afganistan verður bandarískur grafreitur ef hermenn ríkisins hafa sig ekki á brott þaðan. Þetta segir í yfirlýsingu Talibana eftir ræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í nótt. 
22.08.2017 - 06:15

Heitir áframhaldandi stuðningi við Afganistan

Bandaríkjaforseti heitir Afganistan áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna. Dragi þeir of hratt úr herafla sínum í ríkinu skilji þeir eftir tómarúm sem fyllt verði af hryðjuverkamönnum. Forsetinn gagnrýndi Pakistan fyrir að skjóta skjólshúsi yfir...

Flugskeyti skotið á sendiráðahverfi í Kabúl

Flugskeyti var í dag skotið á víggirta hverfið í Kabúl, höfuðborg Afganistans, þar sem sendiráð erlendra ríkja eru til húsa. Það lenti á knattspyrnuvelli og olli engu manntjóni að því er talið er. Að sögn fréttamanna AFP fréttastofunnar í Kabúl...
21.08.2017 - 19:40

Tveir féllu í árásinni í Kabúl

Tveir féllu og tveir særðust í árás vígamanna á sendiráð Íraks í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Talsmaður afganska innanríkisráðuneytisins greindi frá þessu í morgun.

Árásarmenn í Kabúl vegnir

Vopnaðir menn, sem réðust inn í sendiráð Íraks í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun, hafa verið vegnir. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni á hendur sér.
31.07.2017 - 12:11

Árás á sendiráð Íraks í Kabúl

Maður sprengdi sig í loft upp og lögregla hefur barist við vopnaða menn í miðborg Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í morgun. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir embættismönnum.

Mikið mannfall í árás Talibana

Að minnsta kosti 26 afganskir hermenn féllu og þrettán særðust í árás Talibana á herstöð í Kandahar-héraði í suðurhluta Afganistan í gærkvöld.
26.07.2017 - 08:42

Rússar sagðir færa Talibönum vopn

Talibanar í Afganistan hafa endurnýjað vopnabúr sitt að undanförnu, að því er virðist með aðstoð rússneskra stjórnvalda. Myndbönd sem bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNN komst yfir benda til þessa.
25.07.2017 - 05:14

Mikið mannfall í Afganistan 2017

Fjöldi almennra borgara féll í stríðsátökunum í Afganistan á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í landinu.

Tugir létust og særðust í bílsprengingu

Tuttugu liggja í valnum og fimmtíu voru fluttir á sjúkrahús þegar öflug bílsprengja sprakk í dag við banka í borginni Laskhar Gah í Afganistan. Margir eru sagðir alvarlega særðir. Fjöldi fólks var inni í bankanum þegar sprengjan sprakk, bæði...
22.06.2017 - 09:51

Til lítils að láta óttann ná tökum á sér

Það er kominn aukinn þungi í stríðið í Afganistan og staðan hefur verið að þróast til verri vegar, segir Una Sighvatsdóttir friðargæsluliði og upplýsingarfulltrúi hjá NATO í Afganistan.

HRW: Evrópuríki hætti að senda Afgana heim

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hvöttu í morgun Evrópuríki til að hætta að senda afganska hælisleitendur til síns heima. Samtökin segja að Evrópuríki hafi í auknum mæli hafnað hælisumsóknum Afgana á þeim forsendum að Kabúl væri örugg borg,...
14.06.2017 - 10:43

Staðfest að yfir 150 létust í árásinni

Forseti Afghanistan staðfesti í dag að fleiri en 150 hafi fallið í hryðjuverkaárásinni í höfuðborginni Kabúl síðastliðinn miðvikudag. Hann bauð í dag Talibönum að sáttarborðinu, en sagði tilboðið vera þeirra síðasta tækifæri.
06.06.2017 - 21:32

Lífverðir við bandaríska sendiráðið létust

Að minnsta kosti ellefu afganskir lífverðir við sendiráð Bandaríkjanna í Afganistan létu lífið þegar öflug sprengja sprakk í morgun í Kabúl, nokkur hundruð metra frá sendiráðinu. Einnig særðust ellefu bandarískir verktakar, sem unnu fyrir sendiráðið...
31.05.2017 - 20:57