Stríðið í Afganistan

Mikið mannfall í árás Talibana

Að minnsta kosti 26 afganskir hermenn féllu og þrettán særðust í árás Talibana á herstöð í Kandahar-héraði í suðurhluta Afganistan í gærkvöld.
26.07.2017 - 08:42

Rússar sagðir færa Talibönum vopn

Talibanar í Afganistan hafa endurnýjað vopnabúr sitt að undanförnu, að því er virðist með aðstoð rússneskra stjórnvalda. Myndbönd sem bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNN komst yfir benda til þessa.
25.07.2017 - 05:14

Mikið mannfall í Afganistan 2017

Fjöldi almennra borgara féll í stríðsátökunum í Afganistan á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í landinu.

Tugir létust og særðust í bílsprengingu

Tuttugu liggja í valnum og fimmtíu voru fluttir á sjúkrahús þegar öflug bílsprengja sprakk í dag við banka í borginni Laskhar Gah í Afganistan. Margir eru sagðir alvarlega særðir. Fjöldi fólks var inni í bankanum þegar sprengjan sprakk, bæði...
22.06.2017 - 09:51

Til lítils að láta óttann ná tökum á sér

Það er kominn aukinn þungi í stríðið í Afganistan og staðan hefur verið að þróast til verri vegar, segir Una Sighvatsdóttir friðargæsluliði og upplýsingarfulltrúi hjá NATO í Afganistan.

HRW: Evrópuríki hætti að senda Afgana heim

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hvöttu í morgun Evrópuríki til að hætta að senda afganska hælisleitendur til síns heima. Samtökin segja að Evrópuríki hafi í auknum mæli hafnað hælisumsóknum Afgana á þeim forsendum að Kabúl væri örugg borg,...
14.06.2017 - 10:43

Staðfest að yfir 150 létust í árásinni

Forseti Afghanistan staðfesti í dag að fleiri en 150 hafi fallið í hryðjuverkaárásinni í höfuðborginni Kabúl síðastliðinn miðvikudag. Hann bauð í dag Talibönum að sáttarborðinu, en sagði tilboðið vera þeirra síðasta tækifæri.
06.06.2017 - 21:32

Lífverðir við bandaríska sendiráðið létust

Að minnsta kosti ellefu afganskir lífverðir við sendiráð Bandaríkjanna í Afganistan létu lífið þegar öflug sprengja sprakk í morgun í Kabúl, nokkur hundruð metra frá sendiráðinu. Einnig særðust ellefu bandarískir verktakar, sem unnu fyrir sendiráðið...
31.05.2017 - 20:57

Sprengjan í Kabúl var yfir 1,5 tonn

Ashraf Ghani, forseti Afganistans, segir að sprengingin í Kabúl í morgun sé glæpur gegn mannkyni. Frans páfi segir að árásin hafi verið viðbjóðsleg. Að minnsta kosti áttatíu létu lífið og hundruð særðust.
31.05.2017 - 16:07

Vilja fjölga í herliði NATÓ í Afganistan

Bandaríska utanríkisráðuneytið og yfirmenn í hernum leggja til að liðsauki þrjú þúsund bandarískra hermanna verði sendur til að berjast við talibana í Afganistan. Þá er lagt til að yfirmenn í hernum fái að nýju heimild til þess að gera loftárásir á...
09.05.2017 - 10:16

Segja einn leiðtoga Íslamska ríkisins fallinn

Abdul Hasib, sem sagður er hafa verið leiðtogi afganska hluta hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki, var veginn í aðgerðum afganskra sérsveita í Nangarhar-héraði fyrir tíu dögum. Þetta er fullyrt í yfirlýsingu sem skrifstofa Ashrafs...
08.05.2017 - 06:12

Átta féllu í sprengjuárás í Kabúl

Minnst átta létust og yfir 20 særðust í sprengjuárás sem beint var gegn bílalest erlendra hermanna nærri bandaríska sendiráðinu í Kabúl snemma í morgun. Talsmaður afganska innanríkisráðuneytisins, Najib Danish, staðfesti í samtali við tíðindamann...
03.05.2017 - 05:55

Mattis í óvæntri heimsókn í Afganistan

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Afganistans í morgun um sama leyti og tilkynnt var að varnarmálaráðherra landsins og yfirmaður hersins hefðu sagt af sér. Þetta er fyrsta heimsókn Mattis til Afganistans í...
24.04.2017 - 09:24

Varnarmálaráðherra segir af sér vegna árásar

Abdullah Habibi, varnarmálaráðherra Afganistans, og Qadam Shah Shaheem, yfirforingi hersins, báðust í morgun lausnar og hefur Ashraf Ghani, forseti landsins, fallist á lausnarbeiðni þeirra. Þetta sagði í tilkynningu frá embætti forseta.
24.04.2017 - 08:06

Minnst 130 féllu í Mazar-i-sharif

Að minnsta kosti 130 afganskir hermenn féllu í árás talíbana á herstöð í Mazar-i-sharif í Balkh-héraði í Afganistan í gær, langflestir hermenn stjórnarhersins. Óttast er að enn fleiri eigi eftir að deyja af sárum sínum. Á annan tug vígamanna...
22.04.2017 - 07:40