Stjórnmál

Sigríður: „Kemur mér ekki á óvart“

Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að niðurstaða umboðsmanns Alþingis, komi sér ekki á óvart og sé í samræmi við það sem hún hafi lýst, meðal annars á opnum nefndarfundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Umboðsmaður greindi þingnefndinni...
21.09.2017 - 14:51

Guðlaugur útskýrði ástandið fyrir sendiherrum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að á fundinum hafi...
21.09.2017 - 12:35

Reyna að ná lendingu í útlendingamálum

Forseti Alþingis, formenn þingflokka á Alþingi auk annarra þingmanna sitja nú á fundi á nefndarsviði Alþingis, þar sem gera á tilraun til að ná niðurstöðu í endurskoðun útlendingalaga. Ekki hefur verið eining um það meðal þingmanna að afgreiða...
21.09.2017 - 12:23

Næstflestir borgarfulltrúar í Reykjavík

Hlutfallslega eru næstflestir borgarfulltrúar í Reykjavík af fimm höfuðborgum Norðurlandanna. Hlutfallslega flestir borgarfulltrúar eru í Helsinki en fæstir í Kaupmannahöfn. Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur segir að óþarfi sé að...
21.09.2017 - 11:32

Landsfundum frestað vegna kosninga

Tveir af stjórnmálaflokkunum sem eiga fulltrúa á þingi hafa ákveðið að fresta landsfundum sínum vegna alþingiskosninganna sem haldnar verða í lok október, eftir rétt rúmar fimm vikur. Hinir eru annað hvort búnir að halda ársfundi sína eða halda sig...
21.09.2017 - 10:20

Segist láta drepa son sinn sé hann sekur

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist hiklaust láta taka son sinn af lífi án frekari málalenginga, reynist hann sekur um eiturlyfjasmygl. Jafnframt lofar hann þeim lögreglumönnum refsileysi, sem framkvæma muni aftökuna. Forsetasonurinn, Paolo...
21.09.2017 - 04:56

Rannsókn Muellers teygir sig inn í Hvíta húsið

Rannsókn Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er farin að teygja sig inn út fyrir kosningabaráttuna og kosningarnar og inn í forsetatíð Donalds Trumps. Í fréttum New York Times og Washington Post í...
21.09.2017 - 03:27

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins frestað

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í dag að fresta landsfundi flokksins þar til í byrjun næsta árs. Þetta staðfestir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins, í samtali við fréttastofu. Halda á landsfundinn á fyrsta...
20.09.2017 - 19:47

Rouhani sagði ræðu Trumps ekki samboðna SÞ

Hassan Rouhani, forseti Írans, svaraði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fullum hálsi í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Ræða Bandaríkjaforseta á þinginu í gær hefði verið bæði „heimskuleg og fáranleg,“ og ekki samboðin...
20.09.2017 - 19:24

22 kusu til Alþingis í dag

Tuttuguogtveir greiddu atkvæði í alþingiskosningunum hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í dag, þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst. Bryndís Bachmann, fagstjóri í þinglýsingum hjá embættinu, segir að kjörseðlarnir séu auðir og að engir...
20.09.2017 - 16:09

Engin niðurstaða um þingstörfin

Fundi formanna allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi með forseta þingsins lauk um hálf þrjú; án niðurstöðu. Á fundinum sem hófst hálf eitt var reynt að semja um framhald þingstarfa. Annar fundur sömu manna er boðaður á föstudag.
20.09.2017 - 15:23

Kjósendur flokka vilja ólíkar ríkisstjórnir

71% þeirra sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, í nýjum þjóðarpúlsi Gallups, nefndu að þeir vildu að Framsóknarflokkurinn tæki sæti í ríkisstjórn eftir kosningar. Langflestir þeirra sem sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna sögðust vilja...
20.09.2017 - 15:02

Reyna að komast að samkomulagi um framhaldið

Reyna á til þrautar að komast að samkomulagi um framhald þingstarfa á fundi formanna allra flokka á Alþingi með forseta þingsins eftir hádegi.
20.09.2017 - 13:21

Kosningarnar kosta um 350 milljónir króna

Gera má ráð fyrir að alþingiskosningarnar 28. október næstkomandi muni kosta ríkissjóð 350 milljónir króna. Undirbúningur fyrir kosningarnar er hafinn.
20.09.2017 - 12:11

Tregða og vangeta kerfisins í upplýsingamálum

Upplýsingalög hafa verið í gildi á Íslandi í meira en tvo áratugi. Enn gætir þó tregðu í stjórnkerfinu að fylgja anda þeirra. Kerfið móast við að veita upplýsingar og lætur oftar en ekki reyna á niðurstöður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. „Það...
20.09.2017 - 09:58