Stjórnmál

Olíuvinnsla eyðilegði sérstöðu í loftslagmálum

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er andvíg olíuvinnslu á Drekasvæðinu og er framlengingu sérleyfis. Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn á Alþingi í dag. Hún segir að olíuvinnslan myndi breyta allri ásýnd Íslands í loftslagsmálum.
26.05.2017 - 14:17

Sveitarfélög fá að setja vínbúðum skilyrði

Verði frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á áfengi að lögum mega vínbúðir hafa opið frá klukkan 11 á morgnana til klukkan 22 á kvöldin Sveitastjórnum verður þó veitt leyfi til að setja skilyrði um styttri afgreiðslutíma. Í dag er engin verslun ÁTVR...
26.05.2017 - 13:28

„Eðlilegt að fólk greiði lágan auðlegðarskatt“

Katrín Jakobsdóttir gagnrýnir lögfestingu hægri stefnunnar á Íslandi með lækkun skatta og sveltistefnu gagnvart innviðum landsins, velferðar- og menntakerfi. Rétt sé og eðlilegt að þeir ríku greiði meiri skatta til samfélagsins, lágan auðlegðarskatt...
26.05.2017 - 11:54

Búið að reka 4.000 dómara og saksóknara

Stjórn Receps Erdogans forseta Tyrklands hefur rekið úr starfi 4.000 dómara og saksóknara. Þeim er gefið að sök að tengjast múslima klerkinum Fethullah Gulen sem Erdogan sakar um misheppnaða valdaránstilraun.
26.05.2017 - 11:37

„Þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans“

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, sagði það vera ógeðfellda aðför að sjálfstæði Landspítalans að ætla að setja stjórn yfir spítalann. Hann gagnrýndi tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis þess efnis. Með því væri verið að...
26.05.2017 - 10:51

Átakalínur um viðskipti og loftslagsbreytingar

Leiðtogafundur sjö helstu iðnríkja heims hefst í Taormina á Ítalíu í dag. Búist er við því að snarpar umræður verði á fundinum um alþjóðaviðskipti og loftslagsbreytingar. Í þeim málaflokkum gengur yfirlýst stefna Trumps Bandaríkjaforseta um margt...
26.05.2017 - 08:07

Telja að innritunargjald hækki við sameiningu

Framkvæmdastjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir að fyrirhuguð sameining Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla skapi óvissu hjá þeim nemendum sem nú sæki um skólavist fyrir næsta vetur og ekki síst þá sem þegar eru í námi. Þetta...
26.05.2017 - 07:21

Réðst á blaðamann í fyrradag – þingmaður í dag

Glen Gianforte, frambjóðandi Repúblikana, hlýtur laust þingsæti Montana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hann hefur hlotið ríflega helming atkvæða þegar eftir á að telja fjórðung þeirra. Gianforte var kærður fyrir líkamsárás í fyrradag, eftir að...
26.05.2017 - 06:25

Aukin framlög til varnarmála

Aukið fé verður lagt í öryggis- og varnarmál á næsta ári, segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Hann sótti í dag leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel, þar sem samþykkt var að bandalagið tæki aukinn þátt í baráttunni gegn...
25.05.2017 - 20:52

Óeðlileg skriffinnska þegar fötluð börn eldast

Félagsmálaráðherra segir að það sé ekki eðlilegt að þegar fötluð börn nái 18 ára aldri þurfi að skila á nýjan leik inn upplýsingum um fötlunina til opinberra stofnana. Hann hyggst tryggja að upplýsingar flæði betur á milli staða svo að ekki þurfi að...
25.05.2017 - 18:57

Vilja skatt gegn sykruðum gosdrykkjum

Þrír þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um lýðheilsuskatt. Þingmennirnir vilja sníða skattinn þannig að hann sporni gegn neyslu sykraðra gosdrykkja og afli tekna til að styðja við markmiðið um bætta lýðheilsu....
25.05.2017 - 16:21

Sigmundur: Alþingi ekki staður frjórrar umræðu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Alþingi sé ekki góður vettvangur til að koma málum í framkvæmd eða efna til frjórrar umræðu. Meðal annars þess vegna hafi hann ákveðið að stofna hugveituna Framfarafélagið. Félagið...
25.05.2017 - 12:48

Draga úr rétti sjúklinga til að höfða mál

Minnihluti velferðarnefndar Alþingis leggst gegn því að lögum um sjúklingatryggingu verði breytt þannig að réttur sjúklinga til að höfða mál verði skertur. Stjórnarliðar segja að Sjúkratryggingar verði að fá rúm til að taka sínar ákvarðanir. 
25.05.2017 - 10:33

Sigmundur: Lilja yrði ekki öfundsverð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir að afmarkaður hópur í flokknum hafi fellt sig af formannsstóli í andstöðu við vilja meirihluta flokksmanna. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund sem birtist í...
25.05.2017 - 08:25

Einn stjórnarflokka fylgjandi myntráði

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur mjög miklar áhyggjur af afleiðingunum ef krónan heldur áfram að styrkjast. Myntráð sé róttæk lausn sem Viðreisn styðji einn stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður...
24.05.2017 - 13:18