Stjórnmál

Hildur hættir í borgarstjórn

Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að biðjast lausnar frá störfum sínum í borgarstjórn. Hún tók sæti á Alþingi þegar Ólöf Nordal, fyrrverandi innanríkisráðherra, féll frá fyrir skemmstu. Hildur segir í...
21.02.2017 - 15:55

Skuldalækkunin besta eða versta aðgerðin

Skuldaniðurfærsla fasteignalána á síðasta ári var annað hvort „ein farsælasta aðgerð sem ráðist hefur verið í“ eða „ein stærsta populíska aðgerð Íslandssögunnar“, eftir því hvaða þingmaður átti orðið á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar deildu hart...
21.02.2017 - 15:07

Ásta Guðrún biðst afsökunar á orðum sínum

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í sjónvarpsþættinum Silfrinu á sunnudag. Ummæli þingmannsins vöktu nokkra athygli en þar sagðist hún ekki sjá fyrir sér að geta safnað sér fyrir íbúð fyrir...
21.02.2017 - 14:56

„Missi ekki svefn yfir skoðanakönnunum“

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segist ekki missa svefn yfir þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga og sýna lítinn stuðning við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Logi Már Einarsson, formaður...
21.02.2017 - 14:47
Frá þingsetningu 6. desember 2016.

Þingmenn ræða um umdeild skil á skýrslum

Alþingi kemur saman klukkan hálftvö að lokinni kjördæmaviku. Tvær umdeildar skýrslur eru á dagskrá, þær eru umdeildar fyrir þær sakir að vera seint fram komnar. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö með óundirbúnum fyrirspurnum. Klukkan tvö hefst umræða...
21.02.2017 - 13:16

„Vitum ekki af hverju hann fékk ekki að fara“

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við fréttastofu að velski kennarinn, sem fékk ekki að ferðast til New York með nemendum sínum, hafi verið í flugvél flugfélagsins. Hann segir að starfsmaður flugfélagsins hafi...
21.02.2017 - 12:06

Niðurfærsluskýrslan rædd á Alþingi í dag

Alþingi kemur saman í dag. Á dagskrá er meðal annars umræða um tvær skýrslur sem forsætisráðherra birti á nýju ári, skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og skýrsla um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána.
21.02.2017 - 09:14

„Ekkert raunhæft verið gert í málinu“

Tæpum þremur árum eftir að skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Vatnaskila var kynnt sem sýndi að hætta gæti verið á því að flóð næði alla leið til Víkur eftir gos í Kötlu hefur ekkert raunhæft verið gert í málinu. Þetta kemur fram í minnisblaði Ásgeirs...
20.02.2017 - 17:53

„Eins og eitthvað hafi verið tekið frá þeim“

Það eru margir sem vita ekki að þeir eru af Samaættum og þegar þeir komast að því finnst þeim eins og eitthvað hafi verið tekið frá þeim. Þetta segir Aili Keskitalo, fyrrverandi forseti Samaþings Noregs. Í heila öld neyddu Norðmenn Sama til þess að...
20.02.2017 - 14:51

Samfylkingin nær tveggja stafa tölu

Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkurinn njóta mest fylgis meðal landsmanna samkvæmt nýrri skoðanakönnun MRR. Munurinn á flokkunum er þó innan skekkjumarka. Vinstri-græn mælast með 27 prósenta fylgi, jafn mikið og í síðustu könnun í byrjun mánaðarins....
20.02.2017 - 13:43

Sér ekki fram á að geta keypt íbúð í bráð

„Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð á einhvern tímann á næstunni. Það er frekar ómögulegt að mínu mati,“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, í Silfrinu í hádeginu. Þar var meðal annars rætt um...
19.02.2017 - 13:45

Hefðu mátt bíða með yfirlýsingar

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, telur að það hefði verið æskilegra ef þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hefðu beðið með yfirlýsingar í ýmsum málum eins og jafnlaunavottun og sjómannadeilunni. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata,...
19.02.2017 - 12:28

Börsungar bjóða flóttamenn velkomna

Tugir þúsunda Börsunga mættu á götur borgarinnar í gær til að krefjast þess að spænsk stjórnvöld standi við loforð sín um að taka við þúsundum flóttamanna. Ada Colau, borgarstjóri, kallaði eftir því að borgarbúar myndu fylla götur borgarinnar til...
19.02.2017 - 07:20

Evrópuleiðtogar órólegir vegna ummæla Pence

Evrópuleiðtogar eru órólegir vegna ummæla Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um NATO á fundi þeirra í München í gærkvöld samkvæmt blaðamanni The Guardian sem er á staðnum. Pence tók undir orð forsetans Donalds Trumps og varnarmálaráðherrans...
19.02.2017 - 03:48

Trump talaði beint til fólksins í Flórída

Donald Trump hélt útifund í borginni Melbourne í Flórída í kvöld þar sem þúsundir komu saman til að hlýða á forsetann. Fundurinn minnti á stundum á fundi hans í kosningabaráttunni. Trump sagðist halda fundinn til þess að geta talað beint til...
19.02.2017 - 01:30