Skotland-sjálfstæðisbarátta

Engin atkvæðagreiðsla í bráð

Undirbúningi fyrir nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands verður slegið á frest. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins greindi frá þessu á þingi í dag. 
27.06.2017 - 15:18

Könnun sýnir minnkandi fylgi við sjálfstæði

Stuðningur Skota við áform Skoska þjóðarflokksins um sjálfstætt Skotland hefur minnkað mjög upp á síðkastið, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var skömmu áður en Theresa May boðaði til þingkosninga í júní næstkomandi. Könnunin, sem...

Leiðir skilja

Nýr kafli er að hefjast í Evrópusögunni: Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu. Framundan eru flóknar og erfiðar viðræður sem eiga eftir að móta evrópska stjórnmálaumræðu næstu árin. Hver verða áhrifin á Evrópusambandið? Hver verða áhrifin á...

Skoska þingið styður kröfu um þjóðaratkvæði

Skoska þingið samþykkti í dag með 69 atkvæðum gegn 59 að heimila Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra heimastjórnarinnar, að fara formlega fram á að breska stjórnin heimili að Skotar gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði.
28.03.2017 - 16:28

Umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu frestað

Skoska þingið hefur frestað því til næsta þriðjudags að greiða atkvæði um tillögu Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra, um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Skotland verði sjálfstætt ríki. Þetta er gert í virðingarskyni við breska þingið....
23.03.2017 - 13:39

Skotar andvígir sjálfstæði

Meirihluti Skota er á móti því að Skotland sækist eftir sjálfstæði, miðað við nýja könnun sem verður birt í breska dagblaðinu Times í fyrramálið. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem eru ákveðnir vilja um 57 prósent aðspurðra að Skotland verði áfram...
15.03.2017 - 02:15

Ný þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skota

Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, boðaði í dag nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Atkvæðagreiðslan yrði haldin veturinn 2018-2019.
13.03.2017 - 12:12

Kosið aftur um sjálfstæði Skota haustið 2018?

Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, segir það „heilbrigða skynsemi“ að velja haustið 2018 til að endurtaka kosningar um sjálfstæði Skota, verði það gert á annað borð. Þetta kemur fram í viðtali við Sturgeon, sem birt verður í breska...
09.03.2017 - 04:28

Líkur á að Skotar kjósi aftur um sjálfstæði

Líkur eru taldar vaxandi á því að skoska stjórnin leggi til að önnur atkvæðagreiðsla verði haldin um sjálfstæði Skotlands. Megn óánægja er í Skotlandi með harða útgöngustefnu bresku stjórnarinnar úr Evrópusambandinu.

Írar óttast afleiðingar Brexit

Írar óttast mjög hvað gerist þegar Bretar ganga úr ESB, gríðarlegir hagsmunir eru í húfi og margir óttast að Brexit hafi slæm áhrif á Norður-Írlandi. Þar hefur sambúð helstu flokka mótmælenda, DUP (Democratic Unionist Party) og Sinn Fein, versnað...

Aðild að EFTA freistar Skota

Skotar eru áhugasamir um að ganga í EFTA. Málið er rætt á sérstökum ráðherrafundi í Genf.
21.11.2016 - 14:45

Skotar skoða aðra þjóðaratkvæðagreiðslu

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, staðfesti nú í morgun að frumvarp að nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota muni koma fram í næstu viku.
13.10.2016 - 10:26

Skotar farnir að huga að sjálfstæði á ný

Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, tilkynnti í dag að heimastjórnin ætli ætlaði að hefja undirbúning að nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Umræður um frumvarp þess efnis verður útbúið telji þjóðin hagsmunum sínum best borgið með...
06.09.2016 - 18:39

Brexit blæs lífi í sjálfstæðisbaráttu Skota

Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu hefur blásið nýju lífi í baráttu sjálfstæðissinna í Skotlandi. Fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar hefur tilkynnt um viðamikla könnun á afstöðu þjóðarinnar til sjálfstæðis. 
04.09.2016 - 16:11

Vilja atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland

Þrjú þúsund manns komu saman í Glasgow í dag og kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstætt ríki í Skotlandi. Margir veifuðu skoskum fánum. Aðrir blésu í sekkjapípur og klæddust Skotapilsum.
30.07.2016 - 14:54