Skíði

Veðrið lék við keppendur í Fossavatnsgöngunni

Hundruðir keppenda þreyttu kappi á gönguskíðum í 50 km, 25 km, og 12,5 km í Fossavatnsgöngunni í dag. Veðrið lék svo sannarlega við keppendur.
29.04.2017 - 14:33

Northug fyrstur í mark á nýju brautarmeti

Hin árlega skíðagöngukeppni Fossavatnsgangan stendur nú yfir í Seljalandsdal við Ísafjörð og voru keppendur í 50 kílómetra göngu ræstir klukkan 9 í morgun. Einn þekktasti skíðagöngumaður heims, Norðmaðurinn Petter Northug kom fyrstur í mark á nýju...
29.04.2017 - 12:04

Metþátttaka í Fossavatnsgöngunni

Fossavatnsgangan, elsta og fjölmennasta skíðamót landsins, fer fram um helgina á Ísafirði. Nú eru 950 þátttakendur skráðir til leiks frá 25 löndum, en gera má ráð fyrir að um 1100 manns taki þátt sem er metþátttaka.
28.04.2017 - 16:57

Northug með í Fossavatnsgöngunni á Ísafirði

Einn sigursælasti skíðagöngumaður allra tíma, Norðmaðurinn Petter Northug verður meðal þátttakenda í Fossavatnsgöngunni á Ísafirði síðar í þessum mánuði.
06.04.2017 - 15:01

Skíðasvæðinu á Dalvík lokað í kjölfar dóms

Stjórn Skíðafélags Dalvíkur ákvað í kvöld að loka skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um óákveðin tíma frá og með morgundeginum, 4. apríl. Ákvörðunin er tekin í framhaldi dóms þar sem félaginu var gert að greiða skíðakonu 7,7 milljónir í skaðabætur.
03.04.2017 - 21:37

Boðsveit Akureyrar vann ellefta árið í röð

Skíðamóti Íslands lauk í dag en þá var keppt í boðgöngu. Boðsveit Akureyrar vann í karlaflokki ellefta árið í röð.
02.04.2017 - 19:47

Sturla og Freydís Íslandsmeistarar í stórsvigi

Stórsviskeppni Skíðamóts Íslands í Hlíðarfjalli við Akureyri var að ljúka. Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason urðu þar hlutskörpust.
31.03.2017 - 16:03

Yfirburðir Elsu halda áfram

Skíðamót Íslands hófst í dag á Akureyri með keppni í sprettgöngu. Þar urðu Elsa Guðrún Jónsdóttir og Isak Stiansson Pedersen hlutskörpust. Þessi Íslandsmeistaratitill var sá fimmtugasti hjá Elsu.
30.03.2017 - 20:04

Krísa hjá sigursælasta skíðamanni allra tíma

Upp hefur komið einkennilega staða hjá norska skíðaskotfimimanninum Ole Einar Bjørndalen. Bjørndalen sem er 43 ára gamall undirbýr sig nú af kappi fyrir vetrarólympíuleikana sem fram fara í Pyeongchang snemma á næsta ári en hann vantar þó engu að...
16.03.2017 - 18:18

Sturla með brons í stórsvigi í Kanada

Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason vann til bronsverðlauna í stórsvigi á alþjóðlegu móti í Georgian Peaks í Kanada í gær. Fyrir mótið fær Sturla Snær 40.54 FIS punkta sem er fjórði besti árangur hans á ferlinum í stórsvigi.
15.03.2017 - 08:40

HM í Lahti lauk með ótrúlegum lokaspretti

Heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Lahti í Finnlandi lauk í dag með 50 kílómetra göngu karla.
05.03.2017 - 14:31

Stóð varla í fæturna í sprettgöngunni

Venesúelamaðurinn Adrian Solano hefur skyggt á aðra keppendur á HM í skíðagöngu, sem stendur yfir í Finnlandi, vegna tilburða í brautinni sem eru vægast sagt skrautlegir. Solano, sem er að stíga á gönguskíði í fyrsta sinn, kom í mark í...
23.02.2017 - 15:52

Enginn Íslendinganna áfram

Elsa Guðrún Jónsdóttir varð í 61. sæti af 107 keppendum í 1,4 km sprettgöngu á HM í norrænum greinum í Finnlandi í dag og komst ekki í úrslit. Þrír Íslendingar kepptu svo í forkeppninni í sprettgöngu karla en engin þeirra komst áfram.
23.02.2017 - 15:14

Hafði aldrei áður séð snjó en keppti á HM

Ætla mætti að hver einast keppandi á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu hafi einhvern tímann á lífsleiðinni séð snjó. Það á þó ekki við um Adrian Solano frá Venesúela. Hann átti í mesta basli með að halda jafnvægi í forkeppninni í gær og gafst upp...
23.02.2017 - 13:09

Fjórir Íslendingar á HM í skíðagöngu í dag

Forkeppni í sprettgöngu á HM í skíðagöngu í Finnlandi hefst klukkan 13:00 og þar eru fjórir Íslendingar meðal keppenda. Elsa Guðrún Jónsdóttir, Albert Jónsson, Byrnjar Leó Kristinsson og Sævar Birgisson. Sprettgangan er í beinni útsendingu á RÚV....
23.02.2017 - 11:11