Sjónvarpsgagnrýni

Hörð viðbrögð við sjónvarpsþætti um sjálfsvíg

Nýir þættir Netflix, 13 Reasons Why, hafa notið mikilla vinsælda, en þó hefur staðið um þá nokkur styr vegna umfjöllunarefnisins og framsetningar. Þættirnir eru sakaðir um að upphefja sjálfsvíg ungmenna og sýna þau í rómantísku ljósi.
24.04.2017 - 15:39

Breaking Bad lifir áfram með Saul Goodman

Dóttursería Breaking Bad þáttanna vinsælu, Better Call Saul, er komin á sína þriðju seríu. Hafa þættirnir hlotið einróma lof gagnrýnenda, auk verðlauna fyrir skrif og leikframmistöðu. Líkt og Breaking Bad, dansa þættirnir á jaðri þess sem er...
10.04.2017 - 16:18

Fullkomin blanda fasteigna- og ferðaþátta

Árið 2002 hóf sjónvarpsstöðin BBC 1 að framleiða þætti sem sameina þemu ferðaþátta og fasteignaþátta. Þættirnir heita Escape to the Country, eða Flóttinn í sveitina, og fjalla um fólk sem flytur úr stórborg og út í sveit, þar sem rólegra og...
27.03.2017 - 15:36

Húsbyggingadrama slær í gegn

Árið 1999 voru þættirnir Grand Designs frumsýndir á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 við góðar viðtökur. Nú eru komnar sautján seríur af þessu einstaka bygginga-raunveruleikasjónvarpi og vinsældirnar fara enn vaxandi. Nýlega fóru þættirnir í...
20.03.2017 - 16:02

Witherspoon og Kidman í morðgátu um mömmur

Sjónvarpsserían Big Little Lies var frumsýnd á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO 19. febrúar síðastliðinn. Skartar framleiðslan einvalaliði leikara í glettinni morðgátu með kolsvörtum húmor. Aðalpersónurnar eru konur á milli fertugs og fimmtugs, og...
13.03.2017 - 16:25

Rita Ora tekur við af Tyru Banks

Þann 8. mars síðastliðinn lauk 23. seríu bandaríska raunveruleikaþáttarins America’s Next Top Model. Keppnin miðar að því að velja næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna, og er einn keppandi kosinn í burtu í hverjum þætti. Þetta er fyrsta serían sem...
09.03.2017 - 16:27

Dirk Gently er heilalaus Sherlock Holmes

Sjónvarpsþættirnir Dirk Gently’s Holistic Detective Agency, sem á íslensku gæti útlagst sem „Heildræn spæjarastofa Dirks Gently“, eru byggðir á samnefndum bókaseríum rithöfundarins Douglas Adams. Stíllinn er framan af kaótískur, framvindan hröð og...
06.03.2017 - 14:49

Úthverfamamman sem uppvakningur

Uppvakningaformið hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu ár, bæði í bíómyndum og sjónvarpi. Er um að ræða sögur sem byggðar eru í kringum staðlað form uppvakningaflokksins, en sögurnar eru síðan ýmist settar inn í drama eða kómedíu, stórar eða...
27.02.2017 - 11:35

Lögfræðidrama af dýrustu gerð

Sjöunda og síðasta sería pólitísku dramaþáttanna The Good Wife var sýnd á síðasta ári. Síðustu mánuði hafa menningarblaðamenn vestanhafs keppst við að ausa þættina lofi og vilja sumir meina að síðasta serían marki endalok hinnar „Nýju gullaldar“ í...

Orð*um blóðsugubanann Buffy

Laugardaginn 18. febrúar kl. 16:05 er fjallað um ofurhetjuna Buffy Summers sem berst við vampírur og aðrar forynjur, í bókmenntaþættinum Orð*um bækur á Rás 1.
17.02.2017 - 17:54

Óþægilegt erindi við samtímann

„Það þarf að teygja sig ansi langt til að keppa við raunveruleikann árið 2017. Þættirnir Designated Survivor eru gott dæmi um efni sem öðlast hefur nýtt samhengi á allra síðustu vikum,“ segir sjónvarpsrýnir Lestarinnar Nína Richter um þættina...
14.02.2017 - 15:55

Kvenhetjur og andhetjur, hver er Linda?

RÚV sýnir um þessar mundir þáttaröðina Fanga, sem vakið hefur nokkra athygli, handrit þáttanna skrifa þau Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason sem einnig leikstýrir, en þáttaröðin er byggð á hugmynd Unnar Aspar Stefánsdóttur og Nínu Daggar...
12.01.2017 - 16:28

Sherlock færður til nútímans

„Í þessari framleiðslu er Sherlock Holmes mjög sannfærandi sem maður 21. aldarinnar, hann er einhverskonar hrokafullur fáviti allsnægtarsamfélagsins en einstaklega áhugaverður um leið,“ segir Nína Richter, sjónvarpsrýnir, um sjónvarpsþættina...
12.01.2017 - 16:32

Brjóta bannhelgi á bak aftur

„Please Like Me hefur oft verið líkt við bandarísku þættina Girls, sem Lena Dunham skrifaði. Sú liking á við að einhverju marki, en ástin á tímum snjallsímans er krufin til mergjar á svipaðan hátt, óritskoðuð með órakaðar lappirnar.“ segir Nína...
03.01.2017 - 16:37

Táknsaga um andefni og guðsótta

„Hér er um að ræða sci-fi sögu eða vísindaskáldskap, með klassískum tímaflakks og hátæknisstefum, þar sem tekist á er við spurningar um eðli mannsandans“ segir Nína Richter um spennuþættina Travelers sem frumsýndir voru á Netflix á 23. desember...
28.12.2016 - 10:31