Sjávarútvegsmál

Djúpið draumur fyrir sjóstangaveiðimenn

Sjóstangaveiði fyrir vestan hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Tugir báta sigla daglega til veiða. Framkvæmdastjóri sjóstangaveiðifyrirtækis segir Ísafjarðardjúp vera draumi líkast fyrir veiðimenn.
10.09.2017 - 15:49

Geta sett strangari reglur um skipamengun

Ríkisstjórnin vinnur nú að því að fullgilda ákvæði alþjóðasamnings um varnir gegn mengun frá skipun, sem gerir Íslendingum kleift að setja strangari reglur á íslensku yfirráðasvæði um mengunarvarnir. Erindi um þetta var lagt fram á...
09.09.2017 - 13:37

Hægt að byggja upp umhverfisvænna laxeldi

Forstjóri Hafrannsóknastofnunar telur að ekki líði á löngu þar til hægt verður að ala skaðminni lax en er nú notaður í eldi við Íslandsstrendur. Hann segir að Íslendingar séu í lúxusstöðu til að byggja upp laxeldi á umhverfisvænan hátt.
07.09.2017 - 14:57

„Ærumeiðandi“ og „óboðleg“ ummæli bæjarstjóra

Fulltrúar Landssambands veiðifélaga og Landssambands fiskeldisstöðva, sem sátu í starfshópi sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldi, fara fram á opinbera afsökunarbeiðni Ísafjarðarbæjar vegna ummæla Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra...
07.09.2017 - 12:58

Fiski- og flutningaskip mega brenna svartolíu

Skemmtiferðaskip mega ekki brenna svartolíu í kring um landið og engar upplýsingar sem Umhverfisstofnun fær, benda til þess að það sé gert. Fiski- og flutningaskip mega það hins vegar og segir stofnunin að vert sé að beina frekari sjónum að því.
07.09.2017 - 11:36

Óviðunandi að björgunarbátar opnist ekki

Gúmmíbjörgunarbátur strandveiðibátsins Brekkuness ÍS losnaði ekki frá bátnum þegar honum hvolfdi á Vestfjarðamiðum í maí 2016 en með bátnum fórst einn skipverji. Rannsóknanefnd samgönguslysa telur óviðunandi að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá...
04.09.2017 - 13:14

„Leynivopnið“ afhent „óvininum“ í Hull

Sjóminjasafnið í Hull hefur nú fengið togvíraklippur sem Landhelgisgæslan notaði í þorskastríðunum gegn breskum togurum í landhelginni. Þær voru kallaðar leynivopn Íslendinga.  Breskur togarasjómaður segir að það hafi verið stórhættulegt að vera í...
03.09.2017 - 19:57

40 störf í fiskvinnslu flutt á Akranes

40 störf verða flutt á Akranes um áramót þegar fiskvinnslan Ísfiskur flytur þangað úr Kópavogi. Fiskvinnslu HB Granda á Akranesi var lokað í dag.
31.08.2017 - 21:43

Fiskveiðar aukast en verðmætið minnkar

Fiskveiðiárinu 2016/2017 lýkur á miðnætti en nýtt fiskveiðár tekur jafnan gildi 1. september. Afli íslenska fiskveiðiflotans var ríflega milljón tonn á tímabilinu og jókst nokkuð milli ára. Áætlað verðmæti aflans upp úr sjó var 115,5 milljarðar...
31.08.2017 - 16:06

Skipverjar á Þerney hanga enn í lausu lofti

Fjöldi skipverja á frystitogaranum Þerneyju RE-1, sem var sagt upp 11. ágúst síðastliðinn eftir að tilkynnt var um sölu skipsins til Suður-Afríku, hafa enn ekkert heyrt frá HB Granda um hvort þeir fái pláss á öðrum skipum félagsins. Einn þeirra...
31.08.2017 - 14:12

Greiddi Byggðastofnun milljónir „fyrir ekkert“

Birni ehf. sem rekur rækjuverksmiðju á Vestfjörðum var gert að greiða Byggðastofnun 81 milljón króna fyrir úthafsrækjukvóta sem fyrirtækið keypti skömmu áður en veiðar á úthafsrækju voru gefnar frjálsar. Héraðsdómur Norðurlands vestra staðfesti...

Eldur slökktur að nýju í Agli ÍS 77

Slökkvistarfi við dragnótabátinn Egil ÍS 77 er lokið. Báturinn er nú vaktaður af slökkviliðinu á Þingeyri. Fjögurra manna áhöfn sakaði ekki en ljóst er að fjártjón er mikið.
28.08.2017 - 13:05

Biðu á þilfari á meðan eldurinn logaði

Skipstjórinn á Agli ÍS segir að áhöfnin hafi haldið sig uppi á þilfari þegar eldur kom upp í vélarrúmi bátsins í gærkvöld eftir að hafa gengið úr skugga um að ekkert súrefni kæmist í vélarrúmið.

Samþykkir ekki andvana fætt „lifandi plagg“

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, lýsir andstöðu við að tillögur starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi verði lögfest. Hann segir eitt og annað gagnlegt í tillögunum en...
24.08.2017 - 11:34

Vilja ekki loka á fiskeldi í Ísafjarðardjúpi

Bæjarstjóri Bolungarvíkur telur að hægt verði að hefja fiskeldi í Ísafjarðardjúpi samkvæmt nýju áhættumati og í sátt við náttúruna. Hann segir að íbúar vilji ekki hætta við fiskeldið.
23.08.2017 - 22:00