Sjávarútvegsmál

MAST gert að afhenda gögn um Arnarlax

Matvælastofnun ber að afhenda eigendum Haffjarðarár hluta gagna um rekstrarleyfi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax vegna laxeldis í Arnarfirði. Matvælastofnun hafði áður hafnað því að afhenda gögnin. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um...
14.06.2017 - 11:38

Smábátasjómenn vilja meiri þorskkvóta

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur áhyggjur af stöðu síldarinnar í kjölfar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar sem var gefin út í gær. Almennt er hann þó jákvæður fyrir því að flestir stofnar séu á uppleið. Framkvæmdastjóri Landssambands...
14.06.2017 - 09:02

Hafró: Þorskveiði verði aukin um 6%

Flestir fiskistofnar við Ísland dafna vel, sérstaklega þorskur, ýsa og ufsi. Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskveiði verði aukin um sex prósent á næsta fiskveiðiári. Humarstofninn stendur verr, lagt er til að veiðar á honum verði dregnar saman...
13.06.2017 - 12:49

Útgerðin kallar eftir verulegri vaxtalækkun

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi kallar eftir verulegri vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Áhrifin af sterkri krónu og lækkandi fiskverði séu farin að valda miklum vandræðum í rekstri þessarra fyrirtækja. Framlegðin sé lítil sem engin og víða...
12.06.2017 - 18:03

Reisa nýja fiskvinnslu í Grundarfirði

Sjávarútvegsfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði hyggst reisa 2000 fermetra hús fyrir endurbætta fiskvinnslu í bænum. Stjórnarformaður segir að þótt erfileikar séu í sjávarútvegi í dag, hafi síðustu ár verið veltugóð. Áætlaður...
12.06.2017 - 11:40

Hagsmunir einhverra að viðhalda ágreiningi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir að ágreiningur um hversu hátt gjald fyrir fiskveiðiauðlindina skuli greiða standi atvinnugreininni fyrir þrifum . Það kunni að þjóna hagsmunum einhverra að viðhalda ágreiningi.
11.06.2017 - 15:38

Sjómannadagurinn í átttugasta sinn

Sjómannadagurinn er í dag sunnudaginn 11. júní. Hátíðardagskrá er um allt land, en í ár eru 80 ár frá því Sjómannadagsráð var stofnað og því er Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í átttugasta sinn.
11.06.2017 - 08:23

„Sumarið er ónýtt fyrir okkur“

Ekki hefur tekist að leysa deilu sjóstangaveiðifélaga og Fiskistofu og því er sjóstangaveiði sumarsins enn í uppnámi, að sögn formanns Landssambands sjóstangaveiðifélaga. Sáttanefnd vinnur að lausn málsins, en félög innan sambandsins hafa enn ekki...
09.06.2017 - 18:43

Góð kolmunnaköst í Rósagarðinum

Kolmunnaskipin hafa verið að fá góðan afla í Rósagarðinum, 65 mílur suðaustur af landinu, undanfarið. Veiðin er þó misjöfn eftir dögum. Skipin eru nú að tínast í land fyrir sjómannadag.
09.06.2017 - 15:52

Nýr Jón Kjartansson SU til Eskju

Eskja hf. á Eskifirði hefur gengið frá kaupum á nýju uppsjávarskipi frá Lerwick í Skotlandi. Skipið heitir Charisma og var byggt árið 2003. Það er tæplega 71 metra langt og 14,5 metra breitt og ber 2.200 tonn.
07.06.2017 - 10:14

HB Grandi kaupir fimm milljarða króna skip

Skrifað hefur verið undir samning milli HB Granda og spænsku skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armon Gijon, um smíði á nýjum frystitogara. Skipið kostar tæpa fimm milljarða íslenskra króna.
07.06.2017 - 07:19

Smábátasjómenn farnir að leggja bátum sínum

Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir sterka krónu og lágt fiskverð valda miklum erfiðleikum í greininni. Þetta sé hamförum líkast og útgerðir víða um land séu farnar að leggja bátum sínum.
06.06.2017 - 17:11

Skortir rannsóknir á grunnsævi hafsins

Það skortir rannsóknir til að vita hversu stórt svæði þarf að vernda á grunnsævi til að viðhalda fiskistofnum. Þetta segir fiskifræðingur. Grunnsævið sé undir miklu álagi frá mannsins hendi.
03.06.2017 - 17:36

Nýr Björgúlfur EA til Dalvíkur

Það var mikið um dýrðir á Dalvík í dag þegar nýr ísfisktogari, Björgúlfur EA 312, kom þar til heimahafnar. Nýja skipið leysir af hólmi 40 ára gamlan skuttogara með sama nafni.
01.06.2017 - 15:30

Byggðakvótinn til endurskoðunar

Á næstu vikum skilar hópur um endurskoðun byggðakvótans tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra. Endurskoðunin á bæði við um almenna byggðakvótann og sértækan kvóta Byggðastofnunar. Til greina kemur að sameina kerfin tvö.
30.05.2017 - 16:25