Sjávarútvegsmál

Strandveiðarnar hafa farið vel af stað

Nú er komið á aðra viku síðan strandveiðitímabilið hófst og strandveiðar því komnar á fullan skrið. Eigendur 377 báta hafa virkjað strandveiðileyfin og landanir eru orðnar á annað þúsund talsins.
09.05.2017 - 15:28

Þorsteinn stýrir veiðigjaldsnefnd

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra hefur skipað Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, formann nýrrar nefndar sem móta á tillögur um það hvernig tryggja megi sanngjarnt gjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Þorsteinn...
08.05.2017 - 18:59

Ósammála um fiskeldi í Ólafsfirði

Arnarlax hyggst opna vinnslu fyrir fiskeldi í Ólafsfirði sem áætlað er að geti skapað um 70 ný störf á svæðinu. Bæjarstjóri ætlar að undirrita viljayfirlýsingu á næstu dögum um að fiskeldið komi. Varaformaður Vinstri grænna gagnrýnir áformin og...
03.05.2017 - 16:39

Sjóstangaveiði sumarsins í uppnámi

Óvíst er hvort nokkur sjóstangaveiðimót verði haldin í ár en Fiskistofa hefur einungis veitt tveimur af níu sjóstangaveiðifélögum heimild til að halda slík mót. Landssamband sjóstangaveiðifélaga hefur vísað málinu til ráðuneytisins.
05.05.2017 - 16:44

1,8 milljarðar greiddir í arð hjá HB Granda

Aðalfundur sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda samþykki í dag að greiða arð 1,8 milljarða króna í arð til hluthafa, eða eina krónu á hvern hlut í félaginu. Arðurinn verður greiddur út 31. maí.
05.05.2017 - 21:44

Halda áfram viðræðum í næstu viku

Forsvarsmenn Akraneskaupstaðar og HB Granda ætla að halda áfram viðræðum í næstu viku. Síðasti fundur var á skrifstofu HB Granda síðdegis í gær.
05.05.2017 - 16:02

Fjölgun veiðidaga gegn ráðleggingum sjómanna

Landssamband smábátaeigenda hefur miklar áhyggjur af fjölgun veiðidaga grásleppu úr 36 í 46, sem sjávarútvegsráðherra tilkynnti um á laugardag. Sambandið hafði áður mótmælt því að veiðidögum yrði fjölgað.
02.05.2017 - 08:19

Fjölgar veiðidögum á grásleppuvertíð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að fjölga veiðidögum á grásleppuvertíð um tíu, úr 36 í 46. Það verður gert með reglugerð sem tekur gildi á miðvikudag. Ákvörðun ráðherra virðist ganga þvert gegn...
29.04.2017 - 18:24

Aflaverðmæti 80 prósentum minna

Aflaverðmæti íslenskra skipa var 1,9 milljarðar króna í janúar, rúmlega 80 prósentum minna en í janúar í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
27.04.2017 - 10:33

Jens Garðar kjörinn varaformaður SA

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, var í dag kjörinn varaformaður Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins var í dag.
26.04.2017 - 17:19

„Löngu kominn tími til að maðurinn víki“

Forstjóri Samherja telur að Seðlabankastjóri eigi að víkja vegna málatilbúnaðar bankans gegn fyrirtækinu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum.
24.04.2017 - 18:51

Sjómannasambandið andvígt auknum strandveiðum

Sjómannasambandi Íslands er mótfallið því að strandveiðar verði auknar frá því sem nú er. Fréttablaðið greinir frá þessu. Gunnar Guðmundsson, Pírati, hefur lagt fram tillögu um að strandveiðitímabilið verði átta mánuðir í stað fjögurra nú, og að...
24.04.2017 - 05:27

„Alltaf vongóður þegar menn eru að ræða saman“

Forsvarsmenn Akraneskaupstaðar og HB Granda hittust á fundi um hádegisbil í dag til að ræða hvort hægt væri að ná saman um uppbyggingu á hafnarsvæðinu á Akranesi til að tryggja að HB Grandi loki ekki botnfiskvinnslu sinni í bænum. Sævar Freyr...
21.04.2017 - 14:16

Hampiðjan stærst í Ástralíu

Hampiðjan hefur náð samningum við eina af stærstu útgerðum Ástralíu um sölu á 120 rækjutrollum og er nú orðin stærsta fyrirtækið á sínu sviði þar syðra. Þetta er haft eftir Þorsteini Benediktssyni, framkvæmdastjóra Hampiðjunnar, í Morgunblaðinu í...
21.04.2017 - 03:59

„Það þarf að breyta lögunum"

Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að breyta lögum um stjórn fiskveiða til að tryggja þá byggðafestu sem gert er ráð fyrir í lögunum. Hátt í hundrað manns missa vinnuna ef HB Grandi hættir landvinnslu á Akranesi.
20.04.2017 - 16:52