Sjávarútvegsmál

Óvenju mikið af loðnu fyrir norðan

Ekki er ljóst hvaðan loðna sem veiddist norður af landinu um helgina kemur eða hvað verður um hana, en fiskifræðingar hafa orðið varir við breytingar á loðnugegnd undanfarin ár sem raktar eru til hlýnunar sjávar.
14.03.2017 - 13:15

Sjö manns á Raufarhöfn sagt upp

100 tonna sértækum byggðakvóta á Raufarhöfn hefur verið úthlutað til GPG fiskverkunar, sem fyrir hafði 400 tonn. Saltfiskverkun Hólmsteins Helgasonar ehf. verður í kjölfarið lokað, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafði vonast eftir því að fá...
07.03.2017 - 14:34

Nýr Kaldbakur kominn til Akureyrar

Kaldbakur EA 1, nýr ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar á Akureyri í morgun. Skipið kemur í stað togara með sama nafni sem þjónað hefur ÚA síðan 1974.
04.03.2017 - 14:01

Frysting loðnuhrogna hafin - skipin á Faxaflóa

Einn mikilvægasti tími loðnuvertíðarinnar er nú runninn upp þegar frysting loðnuhrogna hefst. Veiðarnar ganga vel - loðnan er komin vestur á Faxaflóa og þar keppast menn við að ná sem mestu áður en loðnan hrygnir.
03.03.2017 - 12:39

Sömdu við SFS um skjóta atkvæðagreiðslu

Samninganefnd sjómanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sömdu um að atkvæðagreiðsla kjarasamninganna færi hratt í gegn þegar samningaviðræðum var lokið. Kæra vegna atkvæðagreiðslunnar er komin til lögfræðinga. Formaður kjörstjórnar segir engar...
03.03.2017 - 11:46

„Sýnir lýðræðinu ekki mikla virðingu”

Hópur sjómanna hefur lagt fram kæru vegna framkvæmdar atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna. Þess er krafist að hún verði ógilt í ljósi þess að tímamörk hafi ekki verið virt. Atkvæðagreiðsla fór stundum fram sama dag og samningurinn var kynntur....
02.03.2017 - 16:29

Kæru vegna slysasleppinga vísað frá

Kæru frá Landssambandi veiðifélaga, þar sem farið var fram á rannsókn á því hvort lög um fiskeldi hafi verið brotin í ljósi fjölda regnbogasilungs í ám á Vestfjörðum, hefur verið vísað frá lögreglurannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á...
01.03.2017 - 11:36

Fengu 2400 tonn í einu kasti

Uppsjávarskipið Heimaey VE fékk í gærkvöld hátt í 2400 tonn af loðnu í einu kasti á loðnumiðunum á Sandagrunni suður af landinu. Þetta er með alstærstu köstum sem vitað er um.
25.02.2017 - 17:08

Engin viðbrögð fyrr en kæra hefur borist

Sjómannasambandið ætlar ekki að bregðast við ákvörðun sjómanna, sem hyggjast kæra atkvæðagreiðsluna um kjarasamninginn við útgerðarmenn, á meðan engin kæra hefur borist. Þetta segir formaður sambandsins. Hann telur ekki að reglur hafi verið brotnar.
23.02.2017 - 11:51

Ekki lengur öruggir „skaffarar“ fisks

Friðleifur Friðleifsson yfirmaður sölu frystra afurða hjá Iceland Seafood segir að áhrif sjómannaverkfallsins á markaðssetningu og sölu íslensks fisks séu ekki komin í ljós. Hann segir að ímynd Íslands sem öruggs seljanda fisks hafi beðið hnekki.
23.02.2017 - 09:56

Ætla að kæra kosninguna um sjómannasamningana

Hópur sjómanna hefur ákveðið að kæra til Félagsdóms framkvæmd atkvæðagreiðslunnar um kjarasamninginn sem undirritaður var um helgina. Þeir telja að reglugerð ASÍ hafi verið brotin og of stuttur tími hafi liðið frá því samningurinn var samþykktur,...
22.02.2017 - 16:14

Norðmenn veiddu yfir 59 þúsund tonn af loðnu

Norðmenn veiddu ríflega 59 þúsund tonn af loðnu í íslenskri lögsögu á rétt rúmum þremur vikum. Loðnuveiðum þeirra í lögsögunni er nú lokið, samkvæmt tilkynningu frá eftirlitsstöð norsku fiskistofunnar í Björgvin.
22.02.2017 - 14:33

„Ekkert ósvipað og stóru vertíðarnar“

Mokveiði hefur verið á loðnumiðunum sunnan við land í þann rúma sólarhring sem liðinn er frá því loðnuveiði hófst eftir verkfall. Skipstjóri frá Vestmannaeyjum segir að útlitið á miðunum sé eins og á allra bestu loðnuvertíðum. Stærri köst hafi ekki...
21.02.2017 - 19:01

Segir aðgerðarleysi í markaðsmálum dýrt

Neytendur í útlöndum virðast ekkert hafa fundið fyrir verkfalli sjómanna, segir stjórnarformaður Sjávarklasans. Nauðsynlegt sé að beina markaðsátaki beint að neytendum. Mikil verðmæti hafi farið í súginn í verkfallinu en mögulega glatist meiri...
21.02.2017 - 12:07

Mokveiði á miðunum

Síldarvinnsluskipin Börkur og Beitir héldu til lands seinni partinn í gær eftir að hafa mokveitt loðnu á miðunum suður af landinu.
21.02.2017 - 06:36