Sjávarútvegsmál

Svæði D fær 200 tonnum meira en í fyrrasumar

Aflaheimildir á strandveiðum á komandi sumri verða auknar um tvö hundruð tonn frá síðasta sumri og kemur aukningin öll í hlut svæðis D sem nær frá Hornafirði til Borgarbyggðar.
12.04.2017 - 15:48

Færri launþegar í sjávarútvegi

Tæplega 5% fleiri fengu greidd laun á síðustu 12 mánuðum en árið áður. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Launþegum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu fjölgaði en þeim fækkuðu sem fengu laun fyrir störf í sjávarútvegi. Launþegar voru um 181.300...
11.04.2017 - 13:48

20 þúsund laxar sluppu úr eldi við Skotland

Talið er að 20 þúsund laxar hafi sloppið úr sjókvíaeldi við Skotland í lok mars. Ein stærsta slysaslepping iðnaðarins þar í landi. Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir óvíst hvað um fiskinn verður en gangi hann í ár, sé líklegast að það sé í...
11.04.2017 - 13:40

HB Grandi: 13,5 milljarða arður á 10 árum

Stjórn HB Granda leggur til að hluthafar fái 1,8 milljarða króna arðgreiðslu fyrir síðasta ár. Það er lægri arðgreiðsla en síðustu þrjú ár. Fyrirtækið hefur greitt hluthöfum sínum 13,5 milljarða króna í arð á síðustu 10 árum.
11.04.2017 - 12:19

Launahækkun og tæpir 2 milljarðar í arð

Laun stjórnarmanna í HB Granda hækka úr 240.000 krónum á mánuði í 264.000 og greiddur verður tæplega tveggja milljarða króna arður, verði tillögur stjórnar HB Granda samþykktar á aðalfundi félagsins í maí. Rétt rúmur hálfur mánuður er síðan HB...
11.04.2017 - 08:08

2 milljarðar í arðgreiðslur hjá HB Granda

Stjórn HB Granda leggur til að greiddur verði út 1.814 milljónir króna í arð á aðalfundi félagsins í vor. Það er ein króna á hlut, eða 3,8 prósent af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2016. Lagt er til að þóknun til stjórnarmanna verði 264 þúsund...
11.04.2017 - 06:52

Eldi á ófrjóum laxi sé leið til að stefna að

Geldlax er viðkvæmari en frjór lax, segir framkvæmdastjóri Stofnfisks sem framleiðir geldlax. Hann segir að eldi á geldfiskum sé þó leið sem ætti að stefna á. Í Kastljósi í gærkvöld var lagt til að geldlax yrði notaður í sjókvíaeldi til að skapa...
07.04.2017 - 18:00

Veiðidögum á grásleppu fjölgað um fjóra

Leyft verður að veiða grásleppu í 36 daga á yfirstandandi vertíð - eða fjórum dögum lengur en undanfarin ár. Þessi breyting er í samræmi við tillögur Landssambands smábátaeigenda.
07.04.2017 - 12:46

Ekki vitað um eldisfisk sem sleppur

Bæði lax og regnbogasilungur með eldiseinkenni hafa veiðst í ám á Vestfjörðum en uppruni þeirra er óþekktur. Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun telur að slysasleppingar séu óhjákvæmilegar en þær eru ástæða þess að eldisfiskur getur blandast...
06.04.2017 - 20:34

Nær enginn hvalur sjáanlegur á loðnuvertíðinni

Nær ekkert sást af hval á nýliðinni loðnuvertíð, en til þessa hefur hvalur verið til mikilla vandræða við veiðarnar. Líklegt er talið að hvalurinn hafi leitað annað eftir æti og því ekki fylgt hrygningagöngu loðnunnnar við landið eins og undanfarin...
06.04.2017 - 14:40

Hefði viljað „rammaáætlun“ fyrir fiskeldi

Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun vill að hægt verði á leyfisveitingum fyrir laxeldi í sjó, svo reynsla fáist af eldinu við Ísland. Sjávarútvegsráðherra segir að kapphlaup um leyfi skili ekki ákveðnum réttindum og segir leyfisveitingarnar meðal...
06.04.2017 - 14:11

Vill auðlindagjald af fiskeldi í sjó

Sjávarútvegsráðherra telur að fiskeldisfyrirtæki eigi að greiða auðlindagjald þar sem þau reiða sig á takmarkaða auðlind. Hún bindur vonir við sátt um greinina með vinnu þverpólitískrar nefndar.
05.04.2017 - 17:13

Höfða mál gegn Löxum fiskeldi og MAST

Málsóknarfélagið Náttúruvernd 2, félag hagsmunaaðila, hefur stefnt Matvælastofnun og Löxum fiskeldi fer fram á að rekstrarleyfi Laxa Fiskeldis, fyrir 6000 tonna eldi á laxi í Reyðarfirði, verði ógilt. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður...

Fóru í innan við helming eftirlitsferða

Matvælastofnun fór í innan við helming þeirra eftirlitsferða í fiskeldisfyrirtæki sem til stóð að fara í árin 2015 og 2016. Alls stóð til að eftirlitsferðir stofnunarinnar yrðu 102 talsins þessi tvö ár en þær urðu aðeins 47. Að auki fór...
04.04.2017 - 21:16

Norðmenn eiga yfir helming íslensks laxeldis

Norsk fyrirtæki og fjárfestar eiga rúmlega helming fjögurra stærstu laxeldisfyrirtækja landsins. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að illa hafi gengið að fá íslenskt fjármagn fyrir nokkrum árum og því hafi verið leitað til Noregs.
04.04.2017 - 21:05