Birt þann 19. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 17. ágúst 2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 19.maí

Kannar viðhorf til kannabisneyslu Við höfum fjallað um kannabisneyslu Íslendinga undanfarið. Fyrr í vikunni ræddum við lögregluna sem sagði að það væri auðveldara að redda kannabis heldur en að panta pizzu og í gær sagði yfirlæknir fíknigeðdeildar að mikil aukning væri í tilfellum á geðdeild tengdum kannabisneyslu. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands ætlar að tala við okkur á eftir. Hann hefur kannað viðhorf fólks til kannabisneyslu og refsinga. Föstudagsgesturinn: Guðríður Helgadóttir Það eru örugglega margir byrjaðir á garðverkunum og eflaust margir sem verða í garðinum alla helgina miðað við veðurspána - en það er sól í kortunum meira og minna allstaðar á landinu í dag og um helgina. Garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, sem stýrir þættinum Í garðinum með Gurrý, er föstudagsgesturinn okkar þessa vikuna. Hún lumar á góðum ráðum varðandi garðræktina. Blótsyrði í bíómyndum Hugleikur Dagsson kemur til okkar eins og alltaf á föstudögum. Hann ætlar að tala um blótsyrði í bíómyndum og hvernig þeim er oft breytt til að ofbjóða ekki áhorfendum þegar myndirnar rata í sjónvarp. Björgunarsveitir við opnun Costco Það hefur vakið nokkra athygli að björgunarsveitir voru kallaðir til og beðnar um að vera við opnun Costco í næstu viku. Við spyrjum Smára Sigurðsson, formann Landsbjargar út í þetta. Við tölum líka við hann um landsþing björgunarsveitanna sem stendur nú yfir. Þar er meðal annars verið að ræða hvort viðbragðskerfið sé sprungið og hvað þurfi að gera til að mæta auknum straumi ferðamanna til dæmis.

Aðrir þættir

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 27.júlí

Bók í minningu barnabarns Ástríður Erlendsdóttir lést í september 2014, aðeins 22 ára gömul. Ástríður svipti sig lífi eftir erfiða baráttu við vímuefnafíkn. Móðir hennar og amma...
Frumflutt: 27.07.2017
Aðgengilegt til 25.10.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 26.júlí

Góðan dag gott fólk, Síðdegisútvarpið miðvikudaginn 26. júlí. Björg Magnúsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Jón Þór Helgason eru með ykkur beint frá American Bar við Austurvöll. Atli...
Frumflutt: 26.07.2017
Aðgengilegt til 24.10.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 25.júlí

Vinnuslys Yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu segist óttast fjölgun vinnuslysa hér á landi vegna uppgangs í efnahagslífinu. Morgunblaðið sagði frá þessu í vikunni. En það hafa orðið...
Frumflutt: 25.07.2017
Aðgengilegt til 23.10.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 24.júlí

Símaóværa herjar á landsmenn Símaóværa hefur verið í fréttum í dag og í gær en fjöldi landsmanna fékk hringingar úr númeri sem byrjar á 881 ... þeir sem hringdu til baka í...
Frumflutt: 24.07.2017
Aðgengilegt til 22.10.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 21.júlí

Margrét Lára í Hollandi Annar í fótbolta er á morgun, þá spila íslensku landsliðskonurnar sinn annan leik á EM í Hollandi, í þetta sinn við þær svissnesku. Margrét Lára...
Frumflutt: 21.07.2017
Aðgengilegt til 19.10.2017