Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Síðdegisútvarpið - Flug ókeypis?, Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson

Viðtal við Skúla Mogensen forstjóra flugfélagsins WOW air, sem var birt í Business Insider og Vísir sagði frá í gær hefur vakið nokkra athygli. Sérstaklega orð Skúla um hann telji líklegt að ókeypis eða mjög ódýrt verði í flug í þeim tilgangi að fá viðskiptavini til að kaupa aðra þjónustu af flugfélögunum. Þá er átt við sölu á hótelgistingu, bílaleigu og fleira. Við ræddum aðeins framtíðina í flugi við Kristján Sigurjónsson, ritstjóra turisti.is. Föstudagsgesturinn okkar borðar 11 máltíðir á dag, ein þeirra inniheldur 400 gramma nautasteik, 400 grömm af kartöflum, spínat og baunir og það er máltíðin klukkan 9:30 að morgni. Yfir einn dag borðar hann 14 egg, 8 klukkan 7:30 og 6 klukkan 22:30. Nóg um mataræðið hans, við erum að sjálfsögðu að tala um Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamann og leikari - er m.a. í hlutverki fjallsins í Game of Thrones. Hann kom til okkar. Í dag er ein vika þar til Donald Trump sest í stól forseta Bandaríkjanna. Ýmislegt hefur gengið á í aðdraganda embættistökunnar, ráðherraskipan, blaðamannafundur og fleira. Við hringdum í Birnu Önnu Björnsdóttur útsendara okkar sem býr í New York. Íslendingar áttu frábæran fyrri hálfleik gegn Spánverjum á HM í handbolta í gær en misstu forskotið snemma í seinni hálfleik og töpuðu nokkuð afgerandi. Nú er sá leikur að baki og menn farnir að einbeita sér að næsta leik, sem er gegn Slóveníu á morgun. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður er í Frakklandi og talaði við Geir Sveinsson þjálfara og Guðjón Val Sigurðsson fyrirliða í dag. Við heyrum það. Steingrímur Teague, úr hljómsveitinni Moses Higtower tók lagið fyrir okkur og svo heyrðum við í þjóðfræðingi í lok þáttarins, Símoni Jóni Jóhannssyni - hann útskýrði fyrir okkur hjátrú sem tengist deginum, föstudeginum 13.

Aðrir þættir

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 24.maí

Nokkrir handteknir í Manchester Rannsókn er í fullum gangi eftir voðaverkin í Manchester í fyrrakvöld. Húsleitir hafa verið gerðar, nokkrir hafa verið handteknir og...
Frumflutt: 24.05.2017
Aðgengilegt til 22.08.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 23.maí

Hryðjuverk í Manchester Mikil skelfing greip um tuttugu þúsund tónleikagesti þegar sprengja sprakk í Manchester Arena tónleikahöllinni í Manchester í gærkvöldi. Maður sprengdi...
Frumflutt: 23.05.2017
Aðgengilegt til 21.08.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 22.maí

Verðmæti úr úrgangi Hægt er að nýta mun meira af úrgangi en nú er gert og til þess eru ýmsar leiðir. Þannig er hægt að minnka umhverfisáhrif töluvert og spara um leið peninga...
Frumflutt: 22.05.2017
Aðgengilegt til 20.08.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 19.maí

Kannar viðhorf til kannabisneyslu Við höfum fjallað um kannabisneyslu Íslendinga undanfarið. Fyrr í vikunni ræddum við lögregluna sem sagði að það væri auðveldara að redda...
Frumflutt: 19.05.2017
Aðgengilegt til 17.08.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 18.maí

Fleiri á geðdeild vegna kannabis Þriðjungur stráka í framhaldsskólum, átján ára og eldri, hefur prófað kannabisefni samkvæmt nýjustu tölum frá Rannsóknum og greiningu. Fjórtán...
Frumflutt: 18.05.2017
Aðgengilegt til 16.08.2017