Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Síðdegisútvarpið - Flug ókeypis?, Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson

Viðtal við Skúla Mogensen forstjóra flugfélagsins WOW air, sem var birt í Business Insider og Vísir sagði frá í gær hefur vakið nokkra athygli. Sérstaklega orð Skúla um hann telji líklegt að ókeypis eða mjög ódýrt verði í flug í þeim tilgangi að fá viðskiptavini til að kaupa aðra þjónustu af flugfélögunum. Þá er átt við sölu á hótelgistingu, bílaleigu og fleira. Við ræddum aðeins framtíðina í flugi við Kristján Sigurjónsson, ritstjóra turisti.is. Föstudagsgesturinn okkar borðar 11 máltíðir á dag, ein þeirra inniheldur 400 gramma nautasteik, 400 grömm af kartöflum, spínat og baunir og það er máltíðin klukkan 9:30 að morgni. Yfir einn dag borðar hann 14 egg, 8 klukkan 7:30 og 6 klukkan 22:30. Nóg um mataræðið hans, við erum að sjálfsögðu að tala um Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamann og leikari - er m.a. í hlutverki fjallsins í Game of Thrones. Hann kom til okkar. Í dag er ein vika þar til Donald Trump sest í stól forseta Bandaríkjanna. Ýmislegt hefur gengið á í aðdraganda embættistökunnar, ráðherraskipan, blaðamannafundur og fleira. Við hringdum í Birnu Önnu Björnsdóttur útsendara okkar sem býr í New York. Íslendingar áttu frábæran fyrri hálfleik gegn Spánverjum á HM í handbolta í gær en misstu forskotið snemma í seinni hálfleik og töpuðu nokkuð afgerandi. Nú er sá leikur að baki og menn farnir að einbeita sér að næsta leik, sem er gegn Slóveníu á morgun. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður er í Frakklandi og talaði við Geir Sveinsson þjálfara og Guðjón Val Sigurðsson fyrirliða í dag. Við heyrum það. Steingrímur Teague, úr hljómsveitinni Moses Higtower tók lagið fyrir okkur og svo heyrðum við í þjóðfræðingi í lok þáttarins, Símoni Jóni Jóhannssyni - hann útskýrði fyrir okkur hjátrú sem tengist deginum, föstudeginum 13.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 28.mars

Mat á hryðjuverkaógn á Íslandi Fáir Íslendingar óttast að það verði framið hryðjuverk hér á landi samkvæmt nýrri könnun Maskínu, tæplega 8% Íslendinga á aldrinum 18-75 ára. En...
Frumflutt: 28.03.2017
Aðgengilegt til 26.06.2017

Síðdegisútvarpið

Þau Guðmundur Pálsson, Björg Magnúsdóttir og Atli Már Steinarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og...
Frumflutt: 27.03.2017
Aðgengilegt til 25.06.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 24.mars

Auglýsingar á gráu svæði Auglýsendur nýta sér vinsældir samfélagsmiðlastjarna í æ meira mæli til þess að auglýsa vörur sínar. Samfélagsmiðlastjörnur eru komnar á samning hjá...
Frumflutt: 24.03.2017
Aðgengilegt til 22.06.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 23.mars

Voðaverk í Lundúnum Fjórir létust í árás í Westminster í Lundúnum í gær, að meðtöldum árásarmanninum. Hann ók á gangandi vegfarendur, drap tvo og særði tugi manna og réðst að því...
Frumflutt: 23.03.2017
Aðgengilegt til 21.06.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 22.mars

Fíkniefnamarkaðurinn Ungmennum sem lenda í geðrænum vanda vegna kannabisneyslu hefur fjölgað. Það kom fram í fréttum RÚV í gærkvöldi að margir fari í geðrof á hverju ári vegna...
Frumflutt: 22.03.2017
Aðgengilegt til 20.06.2017