Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Síðdegisútvarpið - Flug ókeypis?, Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson

Viðtal við Skúla Mogensen forstjóra flugfélagsins WOW air, sem var birt í Business Insider og Vísir sagði frá í gær hefur vakið nokkra athygli. Sérstaklega orð Skúla um hann telji líklegt að ókeypis eða mjög ódýrt verði í flug í þeim tilgangi að fá viðskiptavini til að kaupa aðra þjónustu af flugfélögunum. Þá er átt við sölu á hótelgistingu, bílaleigu og fleira. Við ræddum aðeins framtíðina í flugi við Kristján Sigurjónsson, ritstjóra turisti.is. Föstudagsgesturinn okkar borðar 11 máltíðir á dag, ein þeirra inniheldur 400 gramma nautasteik, 400 grömm af kartöflum, spínat og baunir og það er máltíðin klukkan 9:30 að morgni. Yfir einn dag borðar hann 14 egg, 8 klukkan 7:30 og 6 klukkan 22:30. Nóg um mataræðið hans, við erum að sjálfsögðu að tala um Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamann og leikari - er m.a. í hlutverki fjallsins í Game of Thrones. Hann kom til okkar. Í dag er ein vika þar til Donald Trump sest í stól forseta Bandaríkjanna. Ýmislegt hefur gengið á í aðdraganda embættistökunnar, ráðherraskipan, blaðamannafundur og fleira. Við hringdum í Birnu Önnu Björnsdóttur útsendara okkar sem býr í New York. Íslendingar áttu frábæran fyrri hálfleik gegn Spánverjum á HM í handbolta í gær en misstu forskotið snemma í seinni hálfleik og töpuðu nokkuð afgerandi. Nú er sá leikur að baki og menn farnir að einbeita sér að næsta leik, sem er gegn Slóveníu á morgun. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður er í Frakklandi og talaði við Geir Sveinsson þjálfara og Guðjón Val Sigurðsson fyrirliða í dag. Við heyrum það. Steingrímur Teague, úr hljómsveitinni Moses Higtower tók lagið fyrir okkur og svo heyrðum við í þjóðfræðingi í lok þáttarins, Símoni Jóni Jóhannssyni - hann útskýrði fyrir okkur hjátrú sem tengist deginum, föstudeginum 13.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Síðdegisútvarpið

Málamyndahjónabönd Í dómi sem féll á dögunum tekur Héraðsdómur Reykjavíkur undir með Útlendingastofnun að um málamyndahjónaband sé að ræða á milli íslenskrar konu og erlends...
Frumflutt: 20.02.2017
Aðgengilegt til 21.05.2017

Síðdegisútvarpið

Réttarsalir samfélagsmiðlanna Opinber smánun eða niðurlæging var áður opinbert refsiúrræði en var að mestu lagt af vegna þess að það þótti of skaðlegt. Í dag er nokkuð algengt að...
Frumflutt: 17.02.2017
Aðgengilegt til 18.05.2017

Síðdegisútvarpið

Þau Guðmundur Pálsson, Björg Magnúsdóttir og Atli Már Steinarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og...
Frumflutt: 16.02.2017
Aðgengilegt til 17.05.2017

Síðdegisútvarpið

Átök um sjálfu í búningsklefa Það sauð upp úr í World Class á Seltjarnesi í hádeginu þegar kona tók mynd af sjálfri sér í spegli búningsklefans. Önnur kona var nefnilega líka...
Frumflutt: 15.02.2017
Aðgengilegt til 16.05.2017

Síðdegisútvarpið

Símaforstjórar um framtíð fjarskipta Það er varla hægt að tala um annað en snjalltækjabyltingu, sem enn sér ekki fyrir endann á. Snjallsímar, iPadar, tölvur, öpp, sjálfkeyrandi...
Frumflutt: 14.02.2017
Aðgengilegt til 15.05.2017