Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 10. febrúar 2016
Aðgengilegt á vef til 10. maí 2016

Síðdegisútvarpið

Aukin hernaðarleg spenna í heiminum Bandaríska varnarmálaráðuneytið leggur til að fjárframlög til Evrópuvarna verði fjórfölduð, í tillögum fyrir næsta ár, vegna árásargirni Rússa. 2,7 milljarða króna framkvæmdir í Keflavík við að færa í standa gamalt flugskýli, er liður í því. Við ræðum þetta nánar við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur formann utanríkisrmálanefndar Alþingis og Steinunni Þóru Árnadóttur sem einnig er í nefndinni eftir nokkrar mínútur. Oddviti Mýrdalshrepps um banaslys Hörmulegt slys varð í Reynisfjöru í morgun en þá lést erlendur ferðamaður þegar hættulegar aðstæður sköpuðust á þessum stað sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga vegna hættunar. Við heyrum í Elínu Einarsdóttur oddvita Mýrdalshrepps hér á eftir. Álag á Hjartagátt en sjúklingur gleymdist ekki "Ég gleymdist á aðgerðarborði eftir rafvendingu í tæpa tvo tíma," skrifaði sjúklingur Hjartagáttarinnar á Landspítalanum á Facebook síðu sína og fréttin hefur vakið talsverða athygli í dag. Við ræðum þetta atvik nánar við yfirlækni á landspítalanum, Karl Andersen. Persónubundið mataræði Af hverju í ósköpunum ættu gjörólíkar manneskjur að bregðast eins við mat? Gæti til dæmis súkkulaðikaka hækkað blóðsykurinn hjá einum en ekki öðrum? Persónubundið mataræði, sérsniðið að líkama hvers og eins er nokkuð sem talsvert er rætt um núna. Við ræðum málin við Bryndísi Evu Birgisdóttur næringarfræðing. Mótmæli gegn Beyoncé Síðan er verið að skipuleggja mótmæli gegn stórstjörnunni Beyoncé, vegna atriðis sem flutti aðfararnótt mánudags á Super Bowl eða ofurskálinni. Við förum yfir það mál, ásamt fleiri tónlistarfréttum, með Arnari Eggerti eins og alltaf á miðvikudögum. Pálmi Sigurhjartar tekur lagið Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari ætlar að bregða á leik á Rósenberg um helgina og bjóða gestum og gangandi að taka með sér lagið við flygilinn - við tökum lagið með Pálma.