Birt þann 21. mars 2017
Aðgengilegt á vef til 17. júní 2017

Rokkland - Sólskin í 30 ár

Hjómsveitin Síðan Skein Sól leikur við hvurn sinn fingur í Rokklandi vikunnar. Það var í Hlaðvarpanum í kvosinni í þykkri snjókomu, þar sem Tapasbarinn er núna til húsa, þann 25 mars 1987 að Hljómsveitin Síðan Skein Sól hélt sína fyrstu tónleika. Síðan eru liðin mörg ár - 30 ár næsta lagardag. Af því tilefni bauð Rokkland hljómsveitinni í heimsókn í stúdíó 12 í útvarpshúsinu við Efstaleiti í vikunni. Helgi Bjösss og félagar voru blessunarlega til í það - mættu með kassagítara og græjur, spiluðu, sungu og sögðu sögur. Síðan Skein Sól, síðar SSSÓL og stundum einfaldlega "Sólin" er ein af vinsælustu hljómsveitum íslenskrar poppsögu. Það má segja að Sólin sé einskonar "súpergrúppa" eins og þær voru kallaðar seventís - vegna þess að meðlimir hljómsveitarinnar höfðu áður spilað m.a. með Tappa Tíkarrassi, Grafík, Das Kapital, Mx 21, Rauðum Flötum og Wonderfools. Sveitin er að fagna þessum tímamótum um þessar mundir með tónleikahaldi, var fyrir norðan um daginn á Siglufirði og Akureyri og síðan verða tvennir tónleikar í Háskólabíó næsta laugardag. Það var sex manna útgáfa Sólarinnar sem kom í stúdíó 12 - upphaflega bandið: Ingólfur Sigurðsson Jakob Smári Magnússon Eyjólfur Jóhannsson og Helgi Björnsson Og svo þeir Hrafn Thoroddsen og Stefán Már Magnússon sem hafa verið fastir liðsmenn undanfarin mörg ár.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Rokkland - Hail! Hail! Rock'n roll og líka SSSÓL

Chuck Berry er látinn - var hann eitthvað merkilegur? SSSÓL fagnaði 30 ára afmæli í gær - það var skemmtilegt. Og Konni Kass var valin bjartasta vonina eða nýliði ársins á Færeysku...
Frumflutt: 26.03.2017
Aðgengilegt til 24.06.2017

Rokkland - Sólskin í 30 ár

Hjómsveitin Síðan Skein Sól leikur við hvurn sinn fingur í Rokklandi vikunnar. Það var í Hlaðvarpanum í kvosinni í þykkri snjókomu, þar sem Tapasbarinn er núna til húsa, þann 25...
Frumflutt: 19.03.2017
Aðgengilegt til 19.06.2017

Rokkland - Guð blessi drottningarnar...

Það eru 40 ár liðin frá því Sex Pistols undirrituðu plötusamning við A&M records fyrir utan Buckinghamnhöll í London. A&M ætlaði að gefa úr smáskífuna God save the Queen og síðan...
Frumflutt: 12.03.2017
Aðgengilegt til 12.06.2017

Rokkland - Mixteip er það kallað...

Í Rokklandi vikunnar er allt fullt af splunkunýrri músík úr ýmsum góðum áttum. Það var kallað Mixteip í útlöndum í gamladaga þegar fólk "tók upp" á kassettu hin og...
Frumflutt: 05.03.2017
Aðgengilegt til 05.06.2017

Rokkland - Ungir efnilegir, góðir, betri og frábærir-

Í Rokklandi dagsins koma við sögu Jonathan Wilson, Chance the Rapper, Fatboy Slim, Ian Hunter ofl. Við rifjum upp í seinni hlutanum viðtal við bandaríska tónlistarmanninn...
Frumflutt: 26.02.2017
Aðgengilegt til 29.05.2017