Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 19. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 17. ágúst 2017

Morgunútvarpið - Duldar auglýsingar, mannréttindadómar og verðmunur hjá H&M

Krónan gerðist brotleg við reglur um duldar auglýsingar þegar fyrirtækið borgaði þekktum samfélagsmiðlastjörnum fyrir að birta auglýsingar fyrir kökudeig fyrir jólin. Það að fá þekkta einstaklinga til að auglýsa vörur án þess að það líti út fyrir að vera auglýsng verður sífellt vinsælla á meðal íslenskra fyrirtæka. Þórunn Anna Árnadóttir, frá Neytendastofu, fór yfir hvar mörkin liggja. Enn einn dómurinn féll hjá Mannréttindadómstól Evrópu þar sem slegið var á fingur Hæstaréttar fyrir að hafa ekki virt mannréttindi í afgreiðslu sinni. Í þetta sinn var það vegna dóms yfir Baugsmönnum vegna skattalagabrota en áður hafa málin snúist um tjáningarfrelsi. Við ræddum stöðun sem Hæstiréttur og íslenskt dómskerfi er komið í við Reimar Pétursson, formann Lögmannafélags Íslands. Í vikunni hafa borist fréttir af því að verð í íslenskum verslunum erlendra verslanakeðja sé hærra en í öðrum löndum. Dæmi hafa verið tekin af H&M og IKEA sem eru meðal stærstu verlanakeðja í heimi. Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna, kíkti til okkar og ræðir þetta. Við gerum upp fréttir vikunnar og að þessu sinni er það kannski helst málsvörn Ólafs Ólafssonar athafnamanns, dómur Mannréttindadómstólsins, og stóra límmiðamálið sem mesta athygli vöktu. Þau Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, og fréttamaðurinn Helgi Seljan hjálpuðu okkur með fréttauppgjörið. Freyr Gígja Gunnarsson var á sínum stað með fréttir af ríka, fallega, og fræga fólkinu.

Aðrir þættir

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 19.september

Eins og allir vita núorðið þurfa minnst tveir valinkunnir einstaklingar að veita brotamanni meðmæli ef hann ætlar að sækja um uppreist æru. Þeir votta þá að viðkomandi hafi breytt lífi...
Frumflutt: 19.09.2017
Aðgengilegt til 18.12.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 18.september

Við förum yfir pólitíkina enda mikið að gerast á þeim vettvangi. Það liggur fyrir að kosið verður, sennilegast 28 október. Við reynum að varpa ljósi á hvernig næstu vikur þróast, td...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Frumflutt: 15.09.2017
Aðgengilegt til 14.12.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 14.september

Dagskrá Morgunútvarpsins á fimmtudegi er þannig: 7:30 Fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í fyrradag er aðför að heimilisbílnum. Þetta er álit framkvæmdastjóra FÍB og vísa hann...
Frumflutt: 14.09.2017
Aðgengilegt til 13.12.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 13.september

Dagskrá Morgunútvarpsins á miðvikudegi er þannig: 7:30 það verður 44 milljarðar afgangur af fjárlögum næsta árs en þau voru kynnt í gær, sama dag og alþingi var sett. Auknu fé...
Frumflutt: 13.09.2017
Aðgengilegt til 12.12.2017