Birt þann 19. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 17. ágúst 2017

Morgunútvarpið - Duldar auglýsingar, mannréttindadómar og verðmunur hjá H&M

Krónan gerðist brotleg við reglur um duldar auglýsingar þegar fyrirtækið borgaði þekktum samfélagsmiðlastjörnum fyrir að birta auglýsingar fyrir kökudeig fyrir jólin. Það að fá þekkta einstaklinga til að auglýsa vörur án þess að það líti út fyrir að vera auglýsng verður sífellt vinsælla á meðal íslenskra fyrirtæka. Þórunn Anna Árnadóttir, frá Neytendastofu, fór yfir hvar mörkin liggja. Enn einn dómurinn féll hjá Mannréttindadómstól Evrópu þar sem slegið var á fingur Hæstaréttar fyrir að hafa ekki virt mannréttindi í afgreiðslu sinni. Í þetta sinn var það vegna dóms yfir Baugsmönnum vegna skattalagabrota en áður hafa málin snúist um tjáningarfrelsi. Við ræddum stöðun sem Hæstiréttur og íslenskt dómskerfi er komið í við Reimar Pétursson, formann Lögmannafélags Íslands. Í vikunni hafa borist fréttir af því að verð í íslenskum verslunum erlendra verslanakeðja sé hærra en í öðrum löndum. Dæmi hafa verið tekin af H&M og IKEA sem eru meðal stærstu verlanakeðja í heimi. Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna, kíkti til okkar og ræðir þetta. Við gerum upp fréttir vikunnar og að þessu sinni er það kannski helst málsvörn Ólafs Ólafssonar athafnamanns, dómur Mannréttindadómstólsins, og stóra límmiðamálið sem mesta athygli vöktu. Þau Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, og fréttamaðurinn Helgi Seljan hjálpuðu okkur með fréttauppgjörið. Freyr Gígja Gunnarsson var á sínum stað með fréttir af ríka, fallega, og fræga fólkinu.

Aðrir þættir

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 27.07.2017

7:30 Samkvæmt síðustu könnun MMR er flokkur fólksins með ríflega 6 prósenta fylgi og næði því manni inn á þing væri kosið nú. Við ræðum við formanninn, Ingu Sæland, sem hefur ákveðið að...
Frumflutt: 27.07.2017
Aðgengilegt til 25.10.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 26. júlí 2017

7.30 Við tökum stöðuna á göngu John Snorra Sigurjónssonar á K2, eitt allra hættulegasta fjall heims. Hann er núna í vel rúmlega 7.200 metra hæð en á toppnum verður hann 8,611 metra yfir...
Frumflutt: 26.07.2017
Aðgengilegt til 24.10.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 25. júlí 2017

7.30 Það færist í auka að starfsfólk sé látið undirgangast fíkniefnapróf. Í einhverjum tilvikum er það áskilinn réttur vinnuveitanda samkvæmt ráðningarsamningi en í öðrum getur fólk neitað...
Frumflutt: 25.07.2017
Aðgengilegt til 23.10.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 24. júlí 2017

7:30 Gjald er nú tekið af ferðamönnum sem vilja fara að Seljalandsfossi. Gjaldið er 700 krónur fyrir hvern bíl en 3000 krónur fyrir rútu og á að nota peninginn til að byggja upp aðstöðu...
Frumflutt: 24.07.2017
Aðgengilegt til 22.10.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 21 júlí 2017

Í skýrslu sem félag atvinnurekenda létu gera kom fram að innflutningur á fersku kjöti og fleiri matvælum hafi ekki neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. Ekki sé heldur hægt að...
Frumflutt: 21.07.2017
Aðgengilegt til 19.10.2017