Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Morgunútvarpið - Nýir ráðherrar, breytingar á Facebook,

Ekki var liðinn sólarhringur frá því að ný ríkisstjórn var mynduð og þar til fréttir bárust af óeiningu stjórnarliða um málefni Reykjavíkurflugvallar. Nýr ráðherra samgöngumála, Jón Gunnarsson, sagði við Vísi í gær að enginn önnur lausn sé í stöðunni en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Jón kom til okkar og ræddi samgöngur og nýja ríkisstjórn. Facebook er orðinn býsna stór hluti af daglegu lífi fólks, og breytingar á samfélagsmiðlinum leggjast oft illa í notendur. Nokkurra breytinga er þó að vænta á Facebook á nýju ári, þá aðalllega það sem snýr að myndskeiðum og myndbrotum. Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri ráðgjafastofunnar Athygli reifaði þær fyrir hlustendum. Evrópumálin voru eitt af stóru málum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkur, sem ekki vill ekki taka upp aðildarviðræður við sambandið að nýju, fékk hins vegar utanríkisráðuneytið. Lending flokkanna varð sú að undir lok kjörtímabilsins ákveði þingið hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram. Verði slíkt samþykkt telja sumir sjálfstæðismenn að stjórnarsamstarfið sé fyrir bí. Guðlaugur Þór Þórðarson nýr utanríkisráðherra kom til okkar og ræddi um málefnin sem bíða hans á kjörtímabilinu. Veruleikinn, pistill Veru Sóleyjar Illugadóttur. Hundraðasta Powerade hlaupið verður farið í kvöld. Vetrarhlaup hafa notið aukinna vinsælda síðustu ár og margir hlaupakappar missa ekki úr eitt Powerade hlaup sem fram fara mánaðarlega yfir veturinn. Við ræddum við annan stofnanda Powerade hlaupanna, Pétur Hauk Helgason. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í handbolta í dag. Mótið fer fram í Frakklandi og mætir Ísland Spáni í sínum fyrsta leik. Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV og fyrrverandi handboltakempa, var á línunni frá Frakklandi.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Morgunútvarpið - Laganám, Skýrslan sem kom of seint, Sálfræði, Fréttir frá N-Ameriku

Kalla nýir tímar á breyttar áherslur í laganámi? Eru til dæmis lögmenn hetjur í baráttunni gegn múslimabanni Trump eða lögfræðilegir málaliðar hæstbjóðanda? Kári Hólmar Ragnarsson...
Frumflutt: 22.02.2017
Aðgengilegt til 23.05.2017

Morgunútvarpið - Húsnæðismarkaðurinn, Neytendastofa, Stjörnu Sævar, Fróðir Foreldrar

BA-gráða á tveimur árum og meistaragráða á einu, samhliða ljósmyndun, fyrirsætustörfum og 5 mánaða heimsreisu. Svona hljómar afrekaskrá Huldu Vigdísardóttur sem lak meistaranámi í...
Frumflutt: 21.02.2017
Aðgengilegt til 22.05.2017

Morgunútvarpið - Menntaskóli í tónlist , Sjómannaverkfallinu lauk í gær, Rúsínur

Menntaskóli í tónlist var formlega stofnaður í gær, en hann býður upp á fjölbreytt nám í bæði jazz, popp, rokk og klassískri tónlist á framhaldsskólastigi. Markmiðið er að bjóða upp á nám...
Frumflutt: 20.02.2017
Aðgengilegt til 21.05.2017

Morgunútvarpið - Flóttafólk frá Suður-Súdan, Meira um Trump , Hollywood, Emmsje Gauti

Flóttafólk frá Suður-Súdan leitar skjóls í ört stækkandi flóttamannabúðum í Úganda. Rauði Krossinn á Íslandi sendi fulltrúa til Suður-Súdan þar sem skelfingarástand ríkir og fólk flýr í...
Frumflutt: 17.02.2017
Aðgengilegt til 18.05.2017

Morgunútvarpið - Norðurljósasýning innandýra, Fangelsið á Hólmsheiði, Pablo Escobar

Listræn norðurljósasýning innandýra, afþreying fyrir ferðamenn á táknmáli, setur um sögu berkla á íslandi og lifandi innsýn í hella á íslandi sem eitt sinn voru heimili - eru meðal þeirra...
Frumflutt: 16.02.2017
Aðgengilegt til 17.05.2017