Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Morgunútvarpið - Nýir ráðherrar, breytingar á Facebook,

Ekki var liðinn sólarhringur frá því að ný ríkisstjórn var mynduð og þar til fréttir bárust af óeiningu stjórnarliða um málefni Reykjavíkurflugvallar. Nýr ráðherra samgöngumála, Jón Gunnarsson, sagði við Vísi í gær að enginn önnur lausn sé í stöðunni en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Jón kom til okkar og ræddi samgöngur og nýja ríkisstjórn. Facebook er orðinn býsna stór hluti af daglegu lífi fólks, og breytingar á samfélagsmiðlinum leggjast oft illa í notendur. Nokkurra breytinga er þó að vænta á Facebook á nýju ári, þá aðalllega það sem snýr að myndskeiðum og myndbrotum. Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri ráðgjafastofunnar Athygli reifaði þær fyrir hlustendum. Evrópumálin voru eitt af stóru málum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkur, sem ekki vill ekki taka upp aðildarviðræður við sambandið að nýju, fékk hins vegar utanríkisráðuneytið. Lending flokkanna varð sú að undir lok kjörtímabilsins ákveði þingið hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram. Verði slíkt samþykkt telja sumir sjálfstæðismenn að stjórnarsamstarfið sé fyrir bí. Guðlaugur Þór Þórðarson nýr utanríkisráðherra kom til okkar og ræddi um málefnin sem bíða hans á kjörtímabilinu. Veruleikinn, pistill Veru Sóleyjar Illugadóttur. Hundraðasta Powerade hlaupið verður farið í kvöld. Vetrarhlaup hafa notið aukinna vinsælda síðustu ár og margir hlaupakappar missa ekki úr eitt Powerade hlaup sem fram fara mánaðarlega yfir veturinn. Við ræddum við annan stofnanda Powerade hlaupanna, Pétur Hauk Helgason. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í handbolta í dag. Mótið fer fram í Frakklandi og mætir Ísland Spáni í sínum fyrsta leik. Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV og fyrrverandi handboltakempa, var á línunni frá Frakklandi.

Aðrir þættir

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Sigmar Guðmundsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson.
Frumflutt: 24.07.2017
Aðgengilegt til 22.10.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 21 júlí 2017

Í skýrslu sem félag atvinnurekenda létu gera kom fram að innflutningur á fersku kjöti og fleiri matvælum hafi ekki neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. Ekki sé heldur hægt að...
Frumflutt: 21.07.2017
Aðgengilegt til 19.10.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 20 júlí 2017

Bresk stjórnvöld vilja gera fólki auðveldara að nálgast nikótíngjafa sem teljast öruggari en sígarettur, til að mynda rafrettur, í þeirri von að fá fólk til að hætta að reykja. Hér á...
Frumflutt: 20.07.2017
Aðgengilegt til 18.10.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 19. júlí 2017

Viðskiptaráð birti í vikunni reiknivél sína um skatta og gjöld sveitarfélaga undir nafninu „Hvar er best að búa?“ Reiknivélin tekur hinar ýmsu mælanlegu staðreyndir og ber sveitarfélögin...
Frumflutt: 19.07.2017
Aðgengilegt til 17.10.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 18. júlí 2017

Eldur hjá United Silicon, EM í Hollandi og Stjörnu-Sævar. Eldur kom upp í verksmiðju United Silicon í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Verksmiðjan er mjög umdeild á meðal bæjarbúa og...
Frumflutt: 18.07.2017
Aðgengilegt til 16.10.2017