Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Morgunútvarpið - Nýir ráðherrar, breytingar á Facebook,

Ekki var liðinn sólarhringur frá því að ný ríkisstjórn var mynduð og þar til fréttir bárust af óeiningu stjórnarliða um málefni Reykjavíkurflugvallar. Nýr ráðherra samgöngumála, Jón Gunnarsson, sagði við Vísi í gær að enginn önnur lausn sé í stöðunni en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Jón kom til okkar og ræddi samgöngur og nýja ríkisstjórn. Facebook er orðinn býsna stór hluti af daglegu lífi fólks, og breytingar á samfélagsmiðlinum leggjast oft illa í notendur. Nokkurra breytinga er þó að vænta á Facebook á nýju ári, þá aðalllega það sem snýr að myndskeiðum og myndbrotum. Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri ráðgjafastofunnar Athygli reifaði þær fyrir hlustendum. Evrópumálin voru eitt af stóru málum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkur, sem ekki vill ekki taka upp aðildarviðræður við sambandið að nýju, fékk hins vegar utanríkisráðuneytið. Lending flokkanna varð sú að undir lok kjörtímabilsins ákveði þingið hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram. Verði slíkt samþykkt telja sumir sjálfstæðismenn að stjórnarsamstarfið sé fyrir bí. Guðlaugur Þór Þórðarson nýr utanríkisráðherra kom til okkar og ræddi um málefnin sem bíða hans á kjörtímabilinu. Veruleikinn, pistill Veru Sóleyjar Illugadóttur. Hundraðasta Powerade hlaupið verður farið í kvöld. Vetrarhlaup hafa notið aukinna vinsælda síðustu ár og margir hlaupakappar missa ekki úr eitt Powerade hlaup sem fram fara mánaðarlega yfir veturinn. Við ræddum við annan stofnanda Powerade hlaupanna, Pétur Hauk Helgason. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í handbolta í dag. Mótið fer fram í Frakklandi og mætir Ísland Spáni í sínum fyrsta leik. Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV og fyrrverandi handboltakempa, var á línunni frá Frakklandi.

Aðrir þættir

Morgunútvarpið - Bóndi drap kú, ný forysta Framsóknar, bloggauglýsingar, réttindakort

Íslenskur bóndi sem drap kú í hittifyrra með því að draga hana eftir bíl í hálsbandi, hlaut ekki aðra refsingu en áminningu fyrir brotið. Engu að síður segir yfirdýralæknir það vera...
Frumflutt: 26.04.2017
Aðgengilegt til 25.07.2017

Morgunútvarpið - Ekki trufla mig, sala ríkisins á Vífilsstaðalandi, yngsti þingmaður

Samtíminn hefur stolið einbeitingunni okkar og forritað hana til að virka bara í 20 sekúndur í senn. Stöðugt áreiti samfélagsmiðla og annarra truflana gerir að verkum að við erum...
Frumflutt: 25.04.2017
Aðgengilegt til 24.07.2017

Morgunútvarpið - Kvæðamenningin, kosningar í Frakklandi, framtíðarsvæði Landspítalans

Á gullöld rappsins lifir kvæðamenningin góðu lífi - Ekki skal fullyrt hvort þetta tengist, en í það minnsta hittast hópar fólks um allt land reglulega og kveða saman, bæði fornar og nýrri...
Frumflutt: 24.04.2017
Aðgengilegt til 23.07.2017

Morgunútvarpið - Shetland, skattur & SKAM.

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur mótmælt harðlega nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. Í ályktun sem sambandið sendi frá sér segir að fjármálaáætlunin feli í...
Frumflutt: 21.04.2017
Aðgengilegt til 20.07.2017

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Sigmar Guðmundsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson.
Frumflutt: 19.04.2017
Aðgengilegt til 18.07.2017