Birt þann 19. júní 2017
Aðgengilegt á vef til 17. september 2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 19. Júní 2017

Ökumaður ók bíl sínum út í Ölfusá í morgun; lögregla hafði veitt honum eftirför yfir Hellisheiði úr Vogahverfi í Reykjavík. Manninum var bjargað upp úr ánni. Lögregla hafði reynt að stöðva hann við eftirlit til að athuga ástand hans og gerði nokkrar tilraunir til að stöðva hann á leiðinni austur. Mistök flugstjóra í sjúkraflugi Mýflugs urðu til þess að flugvélin hrapaði ofan Akureyrar í ágúst 2013 og tveir létust. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugöryggisfulltrúi Mýflugs segir það mikinn létti að skýrslan sé komin og allnokkrar breytingar hafi verið gerðar hjá fyrirtækinu eftir slysið. Einn lést og tíu slösuðust þegar sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna laust eftir miðnætti. Utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsins funda í Reykjavík á morgun, þar á meðal utanríkisráðherrar Þýskalands, Póllands og varautanríkisráðherra Rússlands. Talið er að mikið berghlaup, sem varð á Grænlandi um helgina, hafi valdið snörpum jarðskjálfta. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið mjög stórt en berghlaup séu algeng á Grænlandi. Grænlenska lögreglan gaf út nýja flóðbylgjuviðvörun í gærkvöld. Miðjuflokkur Emmanuels Macrons, forseta Frakklands er með hreinan meirihluta á franska þinginu eftir seinni umferð kosninganna í gær. Kjörsókn var afar dræm, 43 %. meira en helmingur kjósenda tók ekki þátt. Það er skaði að því fyrir samfélagið að konur njóti ekki jafnréttis hvað varðar laun, völd og áhrif. Þetta segir forsætisráðherra. Kvenréttindadagurinn er haldinn í dag.

Aðrir þættir

Frumflutt: 18.08.2017
Aðgengilegt til 16.11.2017
Frumflutt: 18.08.2017
Aðgengilegt til 16.11.2017
Frumflutt: 17.08.2017
Aðgengilegt til 15.11.2017
Frumflutt: 17.08.2017
Aðgengilegt til 15.11.2017
Frumflutt: 16.08.2017
Aðgengilegt til 14.11.2017