Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 19. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 17. ágúst 2017

Füzz - Minnumst og heiðrum Chris Cornell

Söngvarinn, gítarleikarinn og tónlistarmaðurinn Chris Cornell úr Soundgarden og Audioslave er látinn og við ætlum að minnast hans í rokkþættinum Füzz á Rás 2 í kvöld. Kristófer Jensson söngvari Lights on the Highway ætlar að heimsækja Fuzz og Magni Ásgeirsson verður á línunni. Planið er að spila mikið af músík með og eftir Chris Cornell frá öllum ferlinum. Við heyrum líka brot úr viðtali sem umsjónarmaður átti við Chris í útvarpshúsinu við Efstaleiti árið 2007. Í Rokklandi eftir viku verður það síðan endurflutt að mestu. Chris stytti sér aldur á hótelherbergi í Detroit í fyrradag eftir að hafa spilað tónleika með hljómsveitinni sinni Soundgarden. Sveitin kom aftur eftir 13 ára hlé og átti eftir 8 tónleika í vel heppnaðri tónleikaferð sinni um Bandaríkin. Cornell varð 52 ára gamall en hafði lengi átt við þunglyndi að stríða, meira og minna allt sitt líf segja þeir sem til hans þekkja, og eins er ekki erfitt að lesa það út úr mörgum textanna hans. Þrátt fyrir það kom andlátið aðstandendum hans og aðdáendum í opna skjöldu, en það var ekkert sem benti til þess að neitt óeðlilegt væri í gangi á tónleikunum fyrr um kvöldið, og fyrr um daginn birti Cornell mynd á Twitter af framhlið tónleikahallarinnar sem þeir voru að fara að spila og skrifaði undir myndina að Detroit væri loksins aftur farin að rokka og vísaði þar í Kiss-lagið fræga; Detroit Rock City. Soundgarden er eitt af grugg (grunge) böndunum sem komu frá Seattle og nágrenni árin kringum 1990 og í huga margra var Soundgarden alltaf fremst meðal jafningja þar. Soundgarden var elsta bandið sem var kennt við grunge-rokk, stofnað 1984, og hinir sem komu á eftir litu upp til Chris og félaga í Soungarden, þeir voru „stór-strákarnir“. Aðrar helstu sveitir sem þykja tilheyra því sem fékk nafnið „Grunge“ voru Nirvana, Alice in Chains, Pearl Jam, Screaming Trees, Stone Temple Pilots og Mudhoney. Nokkrum árum eftir að Soundgarden leystist upp árið 1997 sökum samstarfsörðugleika varð til hljómsveitin Audioslave.

Aðrir þættir

Füzz

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær...
Frumflutt: 18.08.2017
Aðgengilegt til 16.11.2017

Füzz - Back in Black + Kidda-Rokk og Elvis í Füzz

Gestur Fuzz í kvöld er Kidda rokk sem starfar í dag hjá Saga film en bjó um tíma í London og spilaði á bassa með hljómsveitinni Bellatrix. Kidda rokk heitir ekki Kidda rokk - en hún er frá...
Frumflutt: 11.08.2017
Aðgengilegt til 09.11.2017

Füzz

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær...
Frumflutt: 28.07.2017
Aðgengilegt til 26.10.2017

Füzz

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær...
Frumflutt: 21.07.2017
Aðgengilegt til 19.10.2017

Füzz

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær...
Frumflutt: 14.07.2017
Aðgengilegt til 12.10.2017