Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Víðsjá - Normið, Ör, hauskúpur, Ómkvörnin og Hún pabbi

María Kristjánsdóttir flytur gagnrýni sína um leiksýninguna Hún pabbi sem nú er sýnd á Litla sviði borgarleikhússins. Sýningin NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA verður opnuð á morgun í Gerðarsafni í Kópavogi. Sýningin er hugleiðing um birtingarmyndir hversdagsleikans í íslenskri samtímalist. Víðsjá lagði leið sína í Gerðarsafn í dag, þar sem iðnaðarmenn og starfsmenn Gerðarsafns voru í óðaönn að koma sýningunni upp, og hitti þar fyrir sýningarstjórann, Heiðar Kára Rannversson, og bað hann um að leiða sig um sýninguna sem var óðum að taka á sig mynd. Jórunn Sigurðardóttir ræddi við skáldið Auði Övu Ólafsdóttur um bók hennar, Ör, sem er Bók vikunnar á Rás 1, og kom út seint á síðasta ári. Sigurbjörg Þrastardóttir flytur pistil um hauskúpur og auðinn sem í þeim getur falist. Ómkvörnin er yfirskrift uppskeruhátíðar tónlistardeildarar Listaháskóla Íslands sem haldin verður í níunda sinn í Kaldalónssal Hörpu um helgina. Á hátíðinni munu hljóma 33 ný verk eftir 28 tónsmíðanemendur og flutningur þeirra verður að mestu leyti í höndum samnemenda þeirra í söng og hjóðfæraleik. Rakel Edda mætli sér mót við Björn Jónsson og Pétur Eggertsson sem báðir eiga verk á hátíðinni í ár.

Aðrir þættir

Víðsjá - Naktar í Aþenu, Sönghátíð og Pínulítil kenopsía

Söngkonurnar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Dísella Lárusdóttir heimsækja þáttinn og ræða um líf og starf, en líka Sönghátíðina í Hafnarborg sem hefst um helgina. Við sláum á...
Frumflutt: 30.06.2017
Aðgengilegt til 28.09.2017

Víðsjá - Lúxus, listir og peningar

Guðni Tómasson fjallar um stríð um lúxus og listir í Frakklandi milli tveggja ríkustu manna landsins Francois Pinault og Bernard Arnault. Sigurbjörg Þrastardóttir reimar á sig...
Frumflutt: 29.06.2017
Aðgengilegt til 27.09.2017

Víðsjá - Veisla í greninu, RMM, gagnvirk tón-sjónlist og Núna

Þorsteinn frá Hamri les nokkur ljóð upp úr bók vikunnar, Núna. Guðrún Baldvinsdóttir gagnrýnir nýútkomna bók frá forlaginu Angústúru, Veislu í greninu. Og slegið verður...
Frumflutt: 28.06.2017
Aðgengilegt til 26.09.2017

Víðsjá - Núna, Veisla í greninu, RMM og LINES

Þorsteinn frá Hamri les nokkur ljóð upp úr bók vikunnar, Núna. Guðrún Baldvinsdóttir gagnrýnir nýútkomna bók frá forlaginu Angústúru, Veislu í greninu. Og slegið verður...
Frumflutt: 27.06.2017
Aðgengilegt til 25.09.2017

Víðsjá - Boyer, Þrjár systur í Vilníus, Miðsumarmúsík og Núna

Torfi Tulinius segir frá franska fræðimanninum Régis Boyer, sem lést fyrir skömmu, en skildi eftir sig fjölmargar þýðingar á íslenskum bókmenntum, sem og rannsóknir á íslenskum...
Frumflutt: 26.06.2017
Aðgengilegt til 24.09.2017