Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Víðsjá - Normið, Ör, hauskúpur, Ómkvörnin og Hún pabbi

María Kristjánsdóttir flytur gagnrýni sína um leiksýninguna Hún pabbi sem nú er sýnd á Litla sviði borgarleikhússins. Sýningin NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA verður opnuð á morgun í Gerðarsafni í Kópavogi. Sýningin er hugleiðing um birtingarmyndir hversdagsleikans í íslenskri samtímalist. Víðsjá lagði leið sína í Gerðarsafn í dag, þar sem iðnaðarmenn og starfsmenn Gerðarsafns voru í óðaönn að koma sýningunni upp, og hitti þar fyrir sýningarstjórann, Heiðar Kára Rannversson, og bað hann um að leiða sig um sýninguna sem var óðum að taka á sig mynd. Jórunn Sigurðardóttir ræddi við skáldið Auði Övu Ólafsdóttur um bók hennar, Ör, sem er Bók vikunnar á Rás 1, og kom út seint á síðasta ári. Sigurbjörg Þrastardóttir flytur pistil um hauskúpur og auðinn sem í þeim getur falist. Ómkvörnin er yfirskrift uppskeruhátíðar tónlistardeildarar Listaháskóla Íslands sem haldin verður í níunda sinn í Kaldalónssal Hörpu um helgina. Á hátíðinni munu hljóma 33 ný verk eftir 28 tónsmíðanemendur og flutningur þeirra verður að mestu leyti í höndum samnemenda þeirra í söng og hjóðfæraleik. Rakel Edda mætli sér mót við Björn Jónsson og Pétur Eggertsson sem báðir eiga verk á hátíðinni í ár.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Víðsjá - Tíbrá, semball, Saumur og rímur og Fjöruverðlaun

Rakel Edda Guðmundsdóttir ræddi við Þórarin Má Baldursson, víóluleikara, og Guðrúnu Dalíu Salómonsdóttur, píanóleikara, um tónleika nýstofnaðs píanókvartetts í Salnum í Kópavogi...
Frumflutt: 19.01.2017
Aðgengilegt til 19.04.2017

Víðsjá - Myndlist, Ræman og streymi klassískrar tónlistar

Myndlist verður fyrirferðarmikil í þætti dagsins, en rætt verður við tvo myndlistarmenn, þær Kristínu Gunnlaugsdóttur og Moniku Grzymala, en verk beggja eru til sýnis um þessar mundir í...
Frumflutt: 18.01.2017
Aðgengilegt til 18.04.2017

Víðsjá - Elbphilharmonie, þjóðsögur og söngvaskáld

Víkingur Kristjánsson ræddi við söngvaskáldið Sveinbjörn Jónsson. Rætt var við Rósu Þorsteinsdóttur, rannsóknarlektor, um rannsóknarverkefnið Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri:...
Frumflutt: 16.01.2017
Aðgengilegt til 16.04.2017

Víðsjá - Hjátrú

Víðsjá dagsins fjallar um hjátrú. Rætt er við Aldísi Fjólu Borgfjörð Ásgeirsdóttur, dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Guðna Einarsson Einnig heyrist í frú Vigdísi...
Frumflutt: 13.01.2017
Aðgengilegt til 13.04.2017

Víðsjá - Leikfélag Reykjavíkur og varðveisla nýmiðla

Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Ræmuna eftir Annie Baker og er það sexhundraðasta frumsýning leikfélagsins. Víðsjá leit við á æfingu þar sem leikarnir; Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristín Þóra...
Frumflutt: 11.01.2017
Aðgengilegt til 11.04.2017