Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Víðsjá - Normið, Ör, hauskúpur, Ómkvörnin og Hún pabbi

María Kristjánsdóttir flytur gagnrýni sína um leiksýninguna Hún pabbi sem nú er sýnd á Litla sviði borgarleikhússins. Sýningin NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA verður opnuð á morgun í Gerðarsafni í Kópavogi. Sýningin er hugleiðing um birtingarmyndir hversdagsleikans í íslenskri samtímalist. Víðsjá lagði leið sína í Gerðarsafn í dag, þar sem iðnaðarmenn og starfsmenn Gerðarsafns voru í óðaönn að koma sýningunni upp, og hitti þar fyrir sýningarstjórann, Heiðar Kára Rannversson, og bað hann um að leiða sig um sýninguna sem var óðum að taka á sig mynd. Jórunn Sigurðardóttir ræddi við skáldið Auði Övu Ólafsdóttur um bók hennar, Ör, sem er Bók vikunnar á Rás 1, og kom út seint á síðasta ári. Sigurbjörg Þrastardóttir flytur pistil um hauskúpur og auðinn sem í þeim getur falist. Ómkvörnin er yfirskrift uppskeruhátíðar tónlistardeildarar Listaháskóla Íslands sem haldin verður í níunda sinn í Kaldalónssal Hörpu um helgina. Á hátíðinni munu hljóma 33 ný verk eftir 28 tónsmíðanemendur og flutningur þeirra verður að mestu leyti í höndum samnemenda þeirra í söng og hjóðfæraleik. Rakel Edda mætli sér mót við Björn Jónsson og Pétur Eggertsson sem báðir eiga verk á hátíðinni í ár.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Víðsjá - Louisa, ljóðaraddir í skugganum, lentódíva

Hallveig Rúnarsdóttir heimsækir þáttinn og segir frá því hvernig er að syngja tónlsit eftir Brahms og Gorecki. Hún ætlar að taka þátt í þýskri sálumessu sem Söngsveitin Fílharmónia flytur...
Frumflutt: 20.02.2017
Aðgengilegt til 21.05.2017

Víðsjá - Kvenhetjur í veröld nýrri og tónlist úr ýmsum áttum

Í þætti dagsins veltum við fyrir okkur ögrun í texta og öðrum listformum. Hallgrímur Helgason talar um ögrun í texta og rætt verður við Steingrím Eyfjörð um sýningu hans Kvenhetjan, sem...
Frumflutt: 17.02.2017
Aðgengilegt til 18.05.2017

Víðsjá - Högna, 29 hátalarar, Sori og fagott

Í þætti dagsins ræðir Guja Dögg Hauksdóttir um Högnu Sigurðardóttur arkitekt, sem jarðsungin var í dag. Ríkharður H Friðriksson segir frá þríþættu músíkvafstri sínu með áherslu á...
Frumflutt: 16.02.2017
Aðgengilegt til 17.05.2017

Víðsjá - Þýðingar, listasöfn og sori.

Nýr handahafi íslensku þýðingarverðlaunanna, Hallgrímur Helgason, segir frá glímunni við Óþelló. Harpa Þórsdóttir, nýr stjórnandi Listasafns Íslands, ræðir safnamennskuna...
Frumflutt: 15.02.2017
Aðgengilegt til 16.05.2017

Víðsjá - Norðurslóðamenning, kyn í málinu og Valentínusar.

Rakel Edda Guðmundsdóttir veltir fyrir sér menningarferðamennsku á norðurslóð. Ásta Svavarsdóttir málfræðingur ræðir um kyn í tungumálinu. Komið er inná Schubert...
Frumflutt: 14.02.2017
Aðgengilegt til 15.05.2017