Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 29. apríl 2017
Aðgengilegt á vef til 28. júlí 2017

Útvarpsleikhúsið: Eftir ljós

eftir Sölku Guðmundsdóttur.
Tónlist: Axel Ingi Árnason.
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson.
Leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir.
Lísa og Þorvaldur aka ísköldum lögreglubíl um þögla, hvíta borg í leit að horfinni stúlku. Blokkir gnæfa yfir eins og þursar í nóttinni, skuggar skjótast til í kófinu og leiðin liggur óumflýjanlega inn í fortíðina - á vit þess sem auðveldast er að gleyma.
Persónur og leikendur:
Lísa: Birna Rún Eiríksdóttir.
Þorvaldur: Jóhann Sigurðarson.
Svenni: Sveinn Ólafur Gunnarsson.
Lovísa: Herdís Sigurðardóttir Busson.
Rödd í talstöð: María Heba Þorkelsdóttir.
Grannkona: Aude Busson.
Lögreglumaður: Þorleifur Einarsson.