Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Saga hugmyndanna - Mannréttindi

Í þættinum ætlum við að fjalla um mannréttindi. Hvað eru mannréttindi? Hvað er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og hvernig varð hann til? Við heyrum af því af hverju Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar og hvað Þjóðabandalagið, Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og mannréttindi eru. Hvernig getum við brugðist við ef við verðum vitni að mannréttindabrotum? Mikilvægur þáttur um mannréttindin okkar og sögu þeirra. Sérfræðingar þáttarins eru: Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna og þær Inga Huld Ármann, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir og Lilja Hrönn Önnu Hrannarsdóttir sem eru allar í ungmennaráði Umboðsmanns barna.