Birt þann 13. september 2017
Aðgengilegt á vef til 12. desember 2017

Morgunvaktin - Aðhald á uppgangstímum

Morgunvaktin 13.september: Í síðustu viku tilkynnti Nordea-bankinn, stærsti banki á Norðurlöndum, að höfuðstöðvar hans yrðu fluttar frá Stokkhólmi til Helsinki, ekki til Kaupmannahafnar eins og líka kom til greina. Danskir stjórnmálamenn og þekktir menn í viðskiptalífinu segja staðarvalið vonbrigði, en margir fjármálasérfræðingar fagna því þó að bankinn komi ekki til Danmerkur. Borgþór Arngrímsson í Kaupmannahöfn sagði frá þessu, verkfalli danskra fótboltakvenna og því að Hafnarháskóli hafi svipt rannsóknalækni doktorsgráðu. Fleira barst í tal. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram í gær. 44 milljarða króna afgangur verður á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Rætt var við fjárlaganefndarmennina Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Harald Benediktsson, formann. Morgunvaktin fjallaði í síðustu viku um Rohingja-þjóðina í Mjanmar, en fjöldi Rohingja hefur látið lífið í ofsóknum mjanmarska hersins, og mörg hundruð þúsund flúið landið á síðustu vikum. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, sætir miklu ámæli fyrir að aðhafast lítið til varnar Rohingjum. Rifjuð var upp ævi og ferill þessarar nú umdeildu konu og mögulegar ástæður þagnar hennar. Hugtakið barnamenning skýtur reglulega upp kollinum í þjóðfélagsumræðunni. Víða er lögð aukin áhersla á að virkja þátttöku ungs fólks og aðgengi að menningu. Næstu daga fer einmitt fram ráðstefna á Dalvík undir yfirskriftinni Menningarlandið. Jón Þór Kristjánsson ræddi við Arnfríði Valdimarsdóttur, verkefnastjóra Menningarlandsins. Þættinum lauk á því að Cat Stevens flutti Lady d'Arbanville.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Tregða og vangeta í upplýsingamálum

Morgunvaktin 20.september: Þátturinn hófst á því að Borgþór Arngrímsson í Kaupmannahöfn sagði frá litlum áhuga á dönsku sveitarstjórnarkosningunum í nóvember. Þá ræddi hann framtak...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017

Morgunvaktin - Umburðarlyndi og ábyrgð í stjórnmálum

Morgunvaktin 19.september: Kosið verður nýtt sambandsþing í Þýskalandi á sunnudag. Einn þeirra flokka sem hefur átt mestu fylgi að fagna í kosningabaráttunni er flokkur frjálsra demókrata...
Frumflutt: 19.09.2017
Aðgengilegt til 18.12.2017

Morgunvaktin - Óvissa um hvað gerist á þingi

Morgunvaktin 18.september: Enn verður kosið til þings á Íslandi og ástandið hér vekur athygli víða um lönd. Pólitískur óstöðugleiki er farinn að minna á það sem einkennt hefur Ítalíu liðna...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017

Morgunvaktin - Stjórnin fallin

Morgunvaktin 15.september: Þátturinn snérist að öllu leyti um að ríkisstjórn Íslands er fallin og framundan mikil óvissa í stjórnmálum landsins. Fluttur var hluti fréttaviðtals við Óttarr...
Frumflutt: 15.09.2017
Aðgengilegt til 14.12.2017

Morgunvaktin - Bernskan og ævilokin

Morgunvaktin 14. september: Kröftug mótmæli um allt Frakkland vegna áforma um breytingar á vinnulöggjöfinni koma ríkisstjórninni í opna skjöldu. Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls...
Frumflutt: 14.09.2017
Aðgengilegt til 13.12.2017