Birt þann 18. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 16. ágúst 2017

Morgunvaktin - Furðumál Trumps

Morgunvaktin 18.maí hófst á því að sagt var frá veðri og helstu fréttum. Síðan brást Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskóla, við gagnrýni Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, á skólakerfið. Hann var gestur þáttarins síðastliðinn mánudag. Guðríður hafnar því að skólakerfið sé staðnað og miðstýrt, mikil þróun hafi verið í kennsluháttum. Það er óvenjuleg staða í bandarískum stjórnmálum eftir hverja uppákomuna af annarri í Hvíta húsinu. Sagt er að starfslið forsetans viti vart sitt rjúkandi ráð í ljósi framgöngu hans síðustu daga. Bogi Ágústsson ræddi stöðu Donalds Trump á forsetastóli. Þá var fjallað um hrikalegt ástand í Venesúela. Tugir manna hafa fallið og margir veikst eða dáið af völdum skorts á mat, lyfjum eða læknisaðstoð. Þá verða forsetakosningar í Íran á morgun, sem Bogi sagði frá. Hvaða þýðingu hefur það að Vestnorræna ráðið hafi fengið áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu? Ætli frekar verði hlustað á raddir Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga? Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, ræddi þennan áfanga. Hún ræddi líka þingstörfin og þá ákvörðun að leyfa Ólafi Ólafssyni að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Mikil spenna er á húsnæðismarkaði og hafin er eða í undirbúningi gríðarleg uppbygging á höfuðborgarsvæðinu. Mörg hundruð nýjar íbúðir verða til á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir. En erum við að fara fram úr okkur? Aðalheiður Atladóttir, arkitekt, ræddi húsnæðismálin og störf arkitekta. Þættinum lauk á því að Charlie Haden og félagar fluttu lagið Skylark.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Fjögur tonn af úrgangi falla til á LSH á degi hverjum.

Morgunvaktin þriðjudaginn 27. júní 2017. Umsjónarmaður: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á spjalli við Frey Eyjólfsson í Frakklandi. Hann sagði m.a. frá...
Frumflutt: 27.06.2017
Aðgengilegt til 25.09.2017

Morgunvaktin - Gengi krónunnar bitnar á bændum

Morgunvaktin mánudaginn 26. júní 2017. Umsjónarmaður: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á samtali við Sigrúnu Davíðsdóttur í Lundúnum sem sagði m.a. frá því að...
Frumflutt: 26.06.2017
Aðgengilegt til 24.09.2017

Morgunvaktin - Mesta breytingaár íslenskrar verslunar

Morgunvaktin 23.júní hófst á rigningartali og spjalli um fréttir. Það hefur verið heitt í veðri á Bretlandseyjum og meginlandi Evrópu síðustu daga. Kristín Jónsdóttir í París sagði að...
Frumflutt: 23.06.2017
Aðgengilegt til 21.09.2017

Morgunvaktin - Mælingar á hitastigi sjávar boða kaldari tíð

Morgunvaktin 26.júní hófst á spjalli um kalt veður og vindasamt. Síðan var haldið norður í land. Raufarhöfn á austanverðri Melrakkasléttu er ekki í alfaraleið þorra landsmanna en hefur...
Frumflutt: 22.06.2017
Aðgengilegt til 20.09.2017

Morgunvaktin - Viðskiptasamningar við Suður-Ameríkuríki

Morgunvaktin 21.júní hófst á spjalli um fréttir og verður. Berghrunið og flóðbylgjan á Grænlandi um síðastliðna helgi hefur beint sjónum danskra ráðamanna að öryggis- og björgunarviðbúnaði...
Frumflutt: 21.06.2017
Aðgengilegt til 19.09.2017