Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 18. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 16. ágúst 2017

Morgunvaktin - Furðumál Trumps

Morgunvaktin 18.maí hófst á því að sagt var frá veðri og helstu fréttum. Síðan brást Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskóla, við gagnrýni Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, á skólakerfið. Hann var gestur þáttarins síðastliðinn mánudag. Guðríður hafnar því að skólakerfið sé staðnað og miðstýrt, mikil þróun hafi verið í kennsluháttum. Það er óvenjuleg staða í bandarískum stjórnmálum eftir hverja uppákomuna af annarri í Hvíta húsinu. Sagt er að starfslið forsetans viti vart sitt rjúkandi ráð í ljósi framgöngu hans síðustu daga. Bogi Ágústsson ræddi stöðu Donalds Trump á forsetastóli. Þá var fjallað um hrikalegt ástand í Venesúela. Tugir manna hafa fallið og margir veikst eða dáið af völdum skorts á mat, lyfjum eða læknisaðstoð. Þá verða forsetakosningar í Íran á morgun, sem Bogi sagði frá. Hvaða þýðingu hefur það að Vestnorræna ráðið hafi fengið áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu? Ætli frekar verði hlustað á raddir Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga? Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, ræddi þennan áfanga. Hún ræddi líka þingstörfin og þá ákvörðun að leyfa Ólafi Ólafssyni að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Mikil spenna er á húsnæðismarkaði og hafin er eða í undirbúningi gríðarleg uppbygging á höfuðborgarsvæðinu. Mörg hundruð nýjar íbúðir verða til á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir. En erum við að fara fram úr okkur? Aðalheiður Atladóttir, arkitekt, ræddi húsnæðismálin og störf arkitekta. Þættinum lauk á því að Charlie Haden og félagar fluttu lagið Skylark.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Skólabjallan glymur

Morgunvaktin 22.ágúst hófst á Þýskalandsspjalli við Arthúr Björgvin Bollason. Kosið verður til sambandsþingsins 24.september og enn er búist við að Angela Merkel og Kristilegir demókratar...
Frumflutt: 22.08.2017
Aðgengilegt til 20.11.2017

Morgunvaktin - Mikilvægt að efla handiðnir í grunnskóla.

Morgunvaktin mánudaginn 21. ágúst. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á spjalli við Sigrúnu Davíðsdóttur, einkum um bresk málefni en þó fleira; Sigrún var...
Frumflutt: 21.08.2017
Aðgengilegt til 19.11.2017

Morgunvaktin - Bókaþjóðin á tímamótum

Morgunvaktin 18.ágúst: Ógnarverk á fjölförnu stræti ferðamannaborgarinnar Barselóna vekja óhug. Þetta er enn ein atlagan að opnu samfélagi. Hver verða áhrifin á frjálsa för fólks og...
Frumflutt: 18.08.2017
Aðgengilegt til 16.11.2017

Morgunvaktin - Viðskipti með losunarheimildir

Morgunvaktin 17.ágúst: Það vakti mikla athygli þegar ungur maður, sem aldrei áður hafði verið pólitískt kjörinn, vann stórsigur í forsetakosningunum í Frakklandi og fylgdi því síðan eftir...
Frumflutt: 17.08.2017
Aðgengilegt til 15.11.2017

Morgunvaktin - Óöld í Kaupmannahöfn

Morgunvaktin 16.ágúst: Óhætt er að segja að hálfgerð skálmöld ríki á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Síðan 12. júní hefur 27 sinnum verið hleypt af skotum í Kaupmannahöfn, í langflestum...
Frumflutt: 16.08.2017
Aðgengilegt til 14.11.2017