Birt þann 18. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 16. ágúst 2017

Morgunvaktin - Furðumál Trumps

Morgunvaktin 18.maí hófst á því að sagt var frá veðri og helstu fréttum. Síðan brást Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskóla, við gagnrýni Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, á skólakerfið. Hann var gestur þáttarins síðastliðinn mánudag. Guðríður hafnar því að skólakerfið sé staðnað og miðstýrt, mikil þróun hafi verið í kennsluháttum. Það er óvenjuleg staða í bandarískum stjórnmálum eftir hverja uppákomuna af annarri í Hvíta húsinu. Sagt er að starfslið forsetans viti vart sitt rjúkandi ráð í ljósi framgöngu hans síðustu daga. Bogi Ágústsson ræddi stöðu Donalds Trump á forsetastóli. Þá var fjallað um hrikalegt ástand í Venesúela. Tugir manna hafa fallið og margir veikst eða dáið af völdum skorts á mat, lyfjum eða læknisaðstoð. Þá verða forsetakosningar í Íran á morgun, sem Bogi sagði frá. Hvaða þýðingu hefur það að Vestnorræna ráðið hafi fengið áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu? Ætli frekar verði hlustað á raddir Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga? Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, ræddi þennan áfanga. Hún ræddi líka þingstörfin og þá ákvörðun að leyfa Ólafi Ólafssyni að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Mikil spenna er á húsnæðismarkaði og hafin er eða í undirbúningi gríðarleg uppbygging á höfuðborgarsvæðinu. Mörg hundruð nýjar íbúðir verða til á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir. En erum við að fara fram úr okkur? Aðalheiður Atladóttir, arkitekt, ræddi húsnæðismálin og störf arkitekta. Þættinum lauk á því að Charlie Haden og félagar fluttu lagið Skylark.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Bylting í verslunarháttum

Morgunvaktin 24.maí hófst á fréttaspjalli. Síðan var haft samband við Borgþór Arngrímsson sem staddur er á Jótlandi. Spjallað var um Jótland en líka um pólitík. Danska ríkisstjórnin hefur...
Frumflutt: 24.05.2017
Aðgengilegt til 22.08.2017

Morgunvaktin - Skelfingin í Manchester

Morgunvaktin 23.maí hófst á umfjöllun um hryðjuverkið í Manchester, þar sem 22 létust og 59 særðust. Sigrún Davíðsdóttir rakti atburðarásina í tónleikahöllinni Manchester Arena og...
Frumflutt: 23.05.2017
Aðgengilegt til 21.08.2017

Morgunvaktin - Lútherstrú í 500 ár

Morgunvaktin 22.maí hófst á spjalli um veður, fréttir og efni þáttarins. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá baráttu yfirvalda í Barselóna við að forðast skaða af miklum fjölda ferðafólks. Hún...
Frumflutt: 22.05.2017
Aðgengilegt til 20.08.2017

Morgunvaktin - Ólga innan Framsóknar

Morgunvaktin 19.maí hófst á hjali um blíðviðri á landinu og um nokkrar fréttir dagsins. Kínverjar hafa kynnt áform um risavaxið samgönguverkefni, nýja silkileið, sem ætlað er að tengja...
Frumflutt: 19.05.2017
Aðgengilegt til 17.08.2017

Morgunvaktin - Verktakavæðing launavinnu

Morgunvaktin 17.maí hófst á fréttaspjalli. Sérstaklega var minnst þjóðhátíðardags Norðmanna. Sautján ára dönsk stúlka var í gær fundin sek um að hafa undirbúið og skipulagt hryðjuverk í...
Frumflutt: 17.05.2017
Aðgengilegt til 15.08.2017