Birt þann 21. apríl 2017
Aðgengilegt á vef til 20. júlí 2017

Morgunvaktin - Voðaverk lamar kosningabaráttuna í Frakklandi

Morgunvaktin föstudaginn 21. apríl 2017. Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson & Vera Illugadóttir. Eftir spjall um veður og útsíður dagblaðanna var rætt við Kristínu Jónsdóttur, leiðsögumann og þýðanda í París, um voðaverkið þar í borg í gærkvöldi en byssumaður felldi lögregluþjón og særði tvo. Hún sagði atburðinn lama kosningabaráttuna en forsetakosningar verða á sunnudag. Ríkisstjórnin er 100 daga og af því tilefni ræddu þingmennirnir Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn og Oddný G. Harðardóttir Samfylkingunni um verk hennar þessa fyrstu hundrað daga og það sem vænta má á næstu misserum. Jón var ánægður með stjórnina en Oddný ekki. Kristján Sigurjónsson sagði fréttir af ferðaþjónustu. Dvalartími erlendra ferðamanna á Íslandi hefur stytts. Hann tali að hátt verðlag gæti skýrt þróunina. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður sagði frá mynd sinni Ljúfi Vatnsdalur sem sýnd verður í Sjónvarpinu á sunnudag. Hún fjallar um náttúruna og fluguveiði í Vatnsdal. Helen Halldórsdóttir tangókennari í Argentínu ræddi um tangó og sjálfa sig en hún hefur búið lengi á lögheimili tangósins og kennir heimamönnum þennan þokkafulla dans. Leikið var lagið Hvad mon den siger með Kim Larsen og hluti úr laginu No one knows eftir Einar Val Scheving sem Þorsteinn J. notar í mynd sinni.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Sósíalistaflokkur stofnaður 1.maí

Morgunvaktin 28.apríl hófst á spjalli um vorveðrið og fréttir dagsins. Smábátasjómenn eru nú að ljúka við að gera báta sína klára fyrir komandi vertíð. Strandveiðarnar hefjast eftir helgi...
Frumflutt: 28.04.2017
Aðgengilegt til 27.07.2017

Morgunvaktin - Hundrað dagar Trumps

Morgunvaktin 28.apríl hófst á hjali um vorveðrið og fréttir dagsins. Síðan var slegið á þráðinn til Hvammstanga. Viðmælandinn þar var Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti sveitarstjórnar...
Frumflutt: 27.04.2017
Aðgengilegt til 26.07.2017

Morgunvaktin - Gegnum fjall

Morgunvaktin 26.apríl hófst á spjalli um veður og helstu fréttir. Síðan lá leiðin til Danmerkur. Í drögum að nýrri stefnuskrá sem verður lögð fram á flokksþingi danskra sósíaldemókrata í...
Frumflutt: 26.04.2017
Aðgengilegt til 25.07.2017

Morgunvaktin - Gengur illa að fá kennara til starfa

Morgunvaktin 25.apríl hófst á spjalli um hlýnandi veður og helstu fréttir. Síðan var athyglinni beint að Þýskalandi. Frauke Petry hefur verið andlit lýðskrumsflokksins á hægri væng þýskra...
Frumflutt: 25.04.2017
Aðgengilegt til 24.07.2017

Morgunvaktin - Miðjan vann sigur í Frakklandi

Morgunvaktin 24.apríl hófst á spjalli um niðurstöður fyrri umferðar í forsetakosningunum í Frakklandi, þar sem Emmanuel Macron hlaut flest atkvæði en Marine Le Pen kom á hæla honum. Síðan...
Frumflutt: 24.04.2017
Aðgengilegt til 23.07.2017