Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Morgunvaktin

Morgunvaktin 12.janúar hófst á kuldalegu veðuryfirliti og spjalli um nýju ríkisstjórnina og tilvitnunum í blöðin. Melina Mercouri söng Ta Pediá tou Pireá eftir Manos Hadjidakis. Síðan var spjallað við Unni Brá Konráðsdóttur, alþingismann, sem stjórnarmeirihlutinn leggur til að verði forseti Alþingis. Unnur Brá ræddi vinnubrögðin á Alþingi, stöðu nýs stjórnarmeirihluta á þinginu og viðbrögð Sunnlendinga við ráðherravali. Þá fluttu Peter, Paul og Mary lagið Lemon Tree. Eftir fréttayfirlit ræddi Bogi Ágústsson heimsmálin: yfirheyrslur Bandaríkjaþings á útnefndum nýjum embættismönnum og ráðherraefnum, frönsk stjórnmál, fótboltann í Kína, FM-kerfið sem lagt hefur verið niður í Noregi, og að síðustu um stjórnmálaólguna sem nú er á Norður-Írlandi í kjölfar opinbers fjármálahneyslis.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Sambúð ólíkra þjóða í nútímanum

Morgunvaktin 22.mars hófst á fréttaspjalli. Fjölmargir danskir ríkisborgarar þora ekki að ferðast til Tyrklands af ótta við að þeir verði kyrrsettir og jafnvel settir í fangelsi fyrir að...
Frumflutt: 22.03.2017
Aðgengilegt til 20.06.2017

Morgunvaktin - Jafnréttisbaráttan og sjúklingaskattarnir

Morgunvaktin 21.mars hófst á fréttaspjalli. Því næst ræddi Ágúst Ólafsson við Jón Þorsteinsson, grásleppukarl á Grenivík, um veiðarnar og lágt afurðaverð. Ekki virtust neinir sérstakir...
Frumflutt: 21.03.2017
Aðgengilegt til 19.06.2017

Morgunvaktin - Faðir rokksins yfirgefur sviðið

Morgunvaktin 20.mars hófst á fréttaspjalli, sérstaklega af sölu 30 prósenta hlutar í Arionbanka. Sigrún Davíðsdóttir brást við þessum tíðindum. Síðan var fjallað um bresk málefni....
Frumflutt: 20.03.2017
Aðgengilegt til 18.06.2017

Morgunvaktin - Vondir vegir og undur náttúrunnar

Morgunvaktin 17.mars hófst á fréttaspjalli. Sérstaklega var þess getið að Ray Davies, forsprakki The Kinks, hefði verið aðlaður. The Kinks fluttu Waterloo Sunset. Grindvíkingar eru orðnir...
Frumflutt: 17.03.2017
Aðgengilegt til 15.06.2017

Morgunvaktin - Fjaðrafok á breska þinginu og mannréttindi í Tyrklandi

Morgunvaktin 16.mars hófst á fréttaspjalli. Ísafjarðarbær í samstarfi við nýsköpunarmiðstöð, ríkið og fleiri, hefur undanfarið unnið að því að koma þjónustumiðstöð við íbúana á laggir á...
Frumflutt: 16.03.2017
Aðgengilegt til 14.06.2017