Birt þann 12. janúar 2017
Aðgengilegt á vef til 12. apríl 2017

Morgunvaktin

Morgunvaktin 12.janúar hófst á kuldalegu veðuryfirliti og spjalli um nýju ríkisstjórnina og tilvitnunum í blöðin. Melina Mercouri söng Ta Pediá tou Pireá eftir Manos Hadjidakis. Síðan var spjallað við Unni Brá Konráðsdóttur, alþingismann, sem stjórnarmeirihlutinn leggur til að verði forseti Alþingis. Unnur Brá ræddi vinnubrögðin á Alþingi, stöðu nýs stjórnarmeirihluta á þinginu og viðbrögð Sunnlendinga við ráðherravali. Þá fluttu Peter, Paul og Mary lagið Lemon Tree. Eftir fréttayfirlit ræddi Bogi Ágústsson heimsmálin: yfirheyrslur Bandaríkjaþings á útnefndum nýjum embættismönnum og ráðherraefnum, frönsk stjórnmál, fótboltann í Kína, FM-kerfið sem lagt hefur verið niður í Noregi, og að síðustu um stjórnmálaólguna sem nú er á Norður-Írlandi í kjölfar opinbers fjármálahneyslis.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Morgunvaktin

Morgunvaktin 20.janúar hófst á fréttaspjalli. Kvintett Charlie Parker vakti hlustendur síðan með laginu Bloomdido. Þá ræddi Kristján Sigurjónsson, ritstjóri túrista.is, um vangaveltur...
Frumflutt: 20.01.2017
Aðgengilegt til 20.04.2017

Morgunvaktin

Morgunvaktin 19.janúar hófst á spjalli um veður og fréttafyrirsagnir. Katia Guerreiro söng fado-lagið Amor de mel, Amor de fel. Næst ræddi María Hjálmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá...
Frumflutt: 19.01.2017
Aðgengilegt til 19.04.2017

Morgunvaktin

Morgunvaktin 18.janúar hófst á veðurlýsingu og helstu fréttum. Borgþór Arngrímsson í Kaupmannahöfn sagði frá reynslunni af skartgripalögunum umdeildu, sem sett voru fyrir ári. Hann ræddi...
Frumflutt: 18.01.2017
Aðgengilegt til 18.04.2017

Morgunvaktin

Morgunvaktin 17.janúar hófst á yfirliti um veður og fréttir morgunsins. Arthúr Björgvin Bollason í Þýskalandi ræddi viðbrögð þar í landi við yfirlýsingum verðandi forseta Bandaríkjanna um...
Frumflutt: 17.01.2017
Aðgengilegt til 17.04.2017

Morgunvaktin

Morgunvaktin 16.janúar hófst á spjalli um veður og helstu fréttir. Síðan var rýnt í stjörnuhiminninn. Sigrún Davíðsdóttir í Lundúnum ræddi upphaf pólitíska ársins í Bretlandi, umræður um...
Frumflutt: 16.01.2017
Aðgengilegt til 16.04.2017