Birt þann 13. september 2017
Aðgengilegt á vef til 12. desember 2017

Mannlegi þátturinn - Hælisleitendur og hjól,Kvíði-Lára Rúnarsd og Póstkort frá París

Mannlegi þátturinn 13.sept 2017 Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir Hælisleitendur og flóttamenn hér á landi verða gjarnan einangraðir, bæði vegna tungumálsins og ekki síður búsetu. Rauði krossinn er með mörg verkefni til að rjúfa þessa einangrun, í Hafnarfirði er verið að gera upp gömul hjól, hælileitendum er boðið að taka þátt og eignast síðan hjól. Við litum í heimsókn. Rannsóknir sýna að kvíði meðal barna og unglinga fer vaxandi og börn og unglingar búa við stöðugt áreiti, kröfurnar um að stunda nám af kappi auk tómstunda eru miklar og nærveru þeirra er krafist á samfélagsmiðlum flestum stundum. Lára Rúnarsdóttir tónlistarmaður segir að það sé nauðsynlegt fyrir börn og unglinga að búa yfir tækni til hlúa að huga og sál í gegnum hugleiðslur, öndun og líkamsæfinga og hún hefur búið til námskeið sem ber heitið:“Kvíðastjórnun fyrir unglinga með Kundalyni jóga.“ Magnús R Einarsson, okkar maður í París, sendir okkur póstkort þaðan í dag og hann heimsótti Napóleon í mikilfenglegt grafhýsi hans í París og velti fyrir sér arfleifð keisarsans.

Aðrir þættir

Mannlegi þátturinn - Íbúar í miðbænum,Ernst Hemingway og Óðinsauga

Mannlegi þátturinn 20.sept 2017 Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Lísa Pálsdóttir Á fundi stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur var rætt um þær takmarkanir sem gerðar...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017

Mannlegi þátturinn - Baldvin Z, Galdrar á Ströndum og Seiðlæti

MANNLEGI ÞÁTTURINN - ÞRIÐJUDAGINN 19.SEPT. - KYNNING Á EFNI Umsjónarmenn, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson Kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z, eða Baldvin...
Frumflutt: 19.09.2017
Aðgengilegt til 18.12.2017

Mannlegi þátturinn - Súrkál,Lesandinn og Bongó

Mannlegi þátturinn 18.sept 2017 Umsjón Guðrún Gunnars og Lísa Pálsdóttir Það hefur komið í ljós að sýrt grænmeti eins og td súrkál er óskaplega hollt fyrir okkur...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017

Mannlegi þátturinn - Þorvaldur Bjarni, offita og þunlyndi og símtal til Sjanghæ

Félag fagfólks um offitu efnir til ráðstefnu sem ber heitið -Heilsan á vogarskálarnar-heiðarlegt samtal um offitu.- og verður haldin 18.sept í Salnum í Kópavogi. Ingibjörg Gunnarsdóttir...
Frumflutt: 15.09.2017
Aðgengilegt til 14.12.2017

Mannlegi þátturinn - Sýningin Endurspeglun og þurfum við að fara aftur í bólusetningar?

Íslenskur maður sýktist nýlega af kíghósta af dóttur sinni sem hafði sýkst erlendis. Eftir að sýkingin hafði verið greind af lækni spurði læknirinn hann hvenær hann hefði verið síðast...
Frumflutt: 14.09.2017
Aðgengilegt til 13.12.2017