Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 21. apríl 2017
Aðgengilegt á vef til 20. júlí 2017

Mannlegi þátturinn - Félag fasteignasala,öryrkjar flytja til Spánar,samsöngur

Mannlegi þátturinn 21.apríl Umsjón Lísa Páls og Guðrún Gunnarsdóttir Íbúðaverð hefur stöðugt farið hækkandi og nú er svo komið að jafnvel fasteignasalar ráðleggja kaupendum að halda að sér höndum. Kjartan Hallgeirsson fasteignasali tók við formennsku Félags fasteignasala fyrir um ári síðan, hver er hans reynsla og í hverju er starf formannsins fólgið, Kjartan er föstudagsgestur í þættinum í dag og sest hjá okkur eftir skamma stund. Regína Róbertsdóttir flutti til spánar ásamt eiginmanni sínum og 12 ára gamalli dóttur, fyrir rúmum tveimur árum. Þau hjónin eru bæði öryrkjar og gekk illa að ná endum saman hér heima og ákváðu að freista þess að búa á Spáni í þeirri von um að þeim gengi betur að lifa af lífeyrnum þar. Regína er stödd á landinu þessa dagana og kemur til okkar hér á eftir og ber saman lífið á Íslandi áður en þau fluttu út og lífið á Spáni núna. Íslendingar hafa löngum ræktað sönghefðina á mannamótum og í rútubílum. Nú verður hægt að koma í samsöng í Hannesarholti og syngja af hjartans lyst alls kyns söngva sem hafa fylgt okkur í gegnum tíðina. Björgvin Valdimarsson leiðir sönginn og við sláum á þráðinn til hans hér á eftir.

Aðrir þættir

Mannlegi þátturinn - Tjaldað í kirkjugarði, trefjaglerhús og hundadagar í París

Fréttir berast af því nánast á hverjum degi að ferðamenn tjalda og leggja húsbílum á ólíklegustu stöðum, oft þar sem þeir hafa ekki leyfi til og oft til að komast hjá því að borga fyrir...
Frumflutt: 23.08.2017
Aðgengilegt til 21.11.2017

Mannlegi þátturinn - Farfuglaheimili í 44 ár, leiðsögumenn og 10 ár urðu 35 í Árneshreppi

Indriði H. Þorláksson formaðu Félags leiðsögumanna kom í þáttinn og við ræddum við hann um starfskjör leiðsögumanna, hvort menntunin skipti máli, því alla vega fólk er að sinna starfið...
Frumflutt: 22.08.2017
Aðgengilegt til 20.11.2017

Mannlegi þátturinn - Hlaupið fyrir Láru, melankólía og Sirra Sigrún

Lára Sif Christiansen, lenti í slysi þegar hún var að hjóla á fjallahjóli í öskjuhlíðinni, en hún æfði hjólreiðar reglulega. Hún hryggbrotnaði og hlaut alvarlegan mænuskaða og lamaðist...
Frumflutt: 21.08.2017
Aðgengilegt til 19.11.2017

Mannlegi þátturinn - Svarthol, Lindy hop og Álfkonudúkurinn

Leikkonan Álfrún Örnólfsdóttir söðlaði um síðastliðið haust og hóf meistaranám í sviðslistum í Listaháskóla Íslands eftir að hafa starfað við leiklistina í á annan áratug....
Frumflutt: 18.08.2017
Aðgengilegt til 16.11.2017

Mannlegi þátturinn - Ari í Edinborg, Cafe Lingua og Menningarnótt

Ef talað er um uppistandsgrín á Íslandi þá kemur nafn Ara Eldjárns mjög fljótt upp, ef ekki fyrst. Hann er nú staddur á einni stærstu grín- og listahátíð í heimi, Edinborgarhátíðinni í...
Frumflutt: 17.08.2017
Aðgengilegt til 15.11.2017