Birt þann 19. júní 2017
Aðgengilegt á vef til 17. september 2017

Lestin - Yoruba, Julius Caesar, Riverdale og sjálfboðavinna

Yoruba trúin, sem einnig kallast Aborisha, Orisha-Ifa, eða Ifa er séð sem einn aðalhluti í hefðbundnum afrískum trúarbrögðum. Trúin samanstendur af mismunandi siðum, söngvum og sögum frá Yoruba-landssvæðinu og er ekki kennd við neinn einn stofnanda eða leiðtoga. Trúin einblínir á leitina að sjálfsþekkingu, óumflýjanleg örlög, samskipti við náttúruna, forfeður og guð almáttugan sem í tilfelli Yoruba er ekki hún, ekki hann heldur það. Fólk af afrískum uppruna virðist sækja meira í Yoruba trúna nú en áður, og má vafalaust tengja uppganginn við vinsælar poppstjörnur á borð við Beyoncé og Princess Nokia. En gyðjur trúarinnar koma töluvert fyrir í textum, tónlistarmyndböndum og hugarheimi tónlistarkvennanna. Unglingaþættirnir Riverdale byggja á Archie myndasögunum sívinsælu, sem slógu í gegn í bandaríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar. Þættirnir fjalla um ástir og örlög unglinga í bandarískum smábæ, en hér hefur framleiðslufyrirtækið CW klætt söguna í búning sem minnir eilítið á blöndu af unglingaþáttunum Pretty Little Liars og eldri þáttaröðum Twin Peaks. Birna Guðmundsdóttir fjallar um þegar hún fór í flóttamannaathvarf í Berlín og passaði börn frá Mið-Austurlöndum í sjálfboðavinnu. Nú fyrir skemmstu komst leikritið Julius Caesar í hámæli í Bandaríkjunum fyrir pólitískar skírskotanir enda minnir uppsetning leikhússins Public Theater í New York á stjórnmálaumhverfi Bandaríkjanna í dag. Caesar sjálfur er einskonar Trump-fígúra, í hvítri skyrtu, svörtum frakka með sítt, rautt bindi - sem í miðri sýningu er myrtur á hrottafullan hátt rétt eins og hinn sögulegi Caesar. Lestin fékk til sín Ásdísi Sigmundsdóttur, doktor í almennri bókmenntafræði ræddi Shakespeare, pólitískt leikhús og uppsetningu Public Theater. Umsjónamenn: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Jóhannes Ólafsson

Aðrir þættir

Lestin - Prodigy, Víkingahátíð, Henrietta Lacks, veraldarvefurinn

Það verður talsvert um tímaflakk í þætti dagsins. Ferðumst aftur til hiphops 10. Áratugarins, fáum far með erfðafræðingnum Arnari Pálssyni sem segir sögu Henriettu Lacks en hún dó ung að...
Frumflutt: 22.06.2017
Aðgengilegt til 20.09.2017

Lestin - Elli Grill, John Thompson

Í Lestinni í dag verður hugað að tvennu. Tveimur listaspírum á ólíkum sviðum listarinnar - rappi og töfrum. Sagt er að tónlistarmaðurinn Elli Grill, sem er meðal annars einn stofnenda...
Frumflutt: 21.06.2017
Aðgengilegt til 19.09.2017

Lestin - Secret Solstice, The Keepers, vonbrigði

Í gær var sól, í dag er rignin. Lestin keyrir í gegnum svipað innra veðurfar hér í dag; þa ðverður fjallað um gleði í bland við sorg, vonbrigði í bland við sigra. Sögur af glæpum eru ekki...
Frumflutt: 20.06.2017
Aðgengilegt til 18.09.2017

Lestin - Yoruba, Julius Caesar, Riverdale og sjálfboðavinna

Yoruba trúin, sem einnig kallast Aborisha, Orisha-Ifa, eða Ifa er séð sem einn aðalhluti í hefðbundnum afrískum trúarbrögðum. Trúin samanstendur af mismunandi siðum, söngvum og sögum frá...
Frumflutt: 19.06.2017
Aðgengilegt til 17.09.2017

Lestin - Everyday Africa, þróun og framtíð bókasafna

Í Lestinni í dag verður hugað að tvennu, annars vegar þróun og framtíð bókasafna og hins vegar ímynd Vesturlandabúa af Afríku í ljósi Instagram-síðu. Everyday Africa er Instagram síða sem...
Frumflutt: 16.06.2017
Aðgengilegt til 14.09.2017