Birt þann 19. júní 2017
Aðgengilegt á vef til 17. september 2017

Lestin - Yoruba, Julius Caesar, Riverdale og sjálfboðavinna

Yoruba trúin, sem einnig kallast Aborisha, Orisha-Ifa, eða Ifa er séð sem einn aðalhluti í hefðbundnum afrískum trúarbrögðum. Trúin samanstendur af mismunandi siðum, söngvum og sögum frá Yoruba-landssvæðinu og er ekki kennd við neinn einn stofnanda eða leiðtoga. Trúin einblínir á leitina að sjálfsþekkingu, óumflýjanleg örlög, samskipti við náttúruna, forfeður og guð almáttugan sem í tilfelli Yoruba er ekki hún, ekki hann heldur það. Fólk af afrískum uppruna virðist sækja meira í Yoruba trúna nú en áður, og má vafalaust tengja uppganginn við vinsælar poppstjörnur á borð við Beyoncé og Princess Nokia. En gyðjur trúarinnar koma töluvert fyrir í textum, tónlistarmyndböndum og hugarheimi tónlistarkvennanna. Unglingaþættirnir Riverdale byggja á Archie myndasögunum sívinsælu, sem slógu í gegn í bandaríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar. Þættirnir fjalla um ástir og örlög unglinga í bandarískum smábæ, en hér hefur framleiðslufyrirtækið CW klætt söguna í búning sem minnir eilítið á blöndu af unglingaþáttunum Pretty Little Liars og eldri þáttaröðum Twin Peaks. Birna Guðmundsdóttir fjallar um þegar hún fór í flóttamannaathvarf í Berlín og passaði börn frá Mið-Austurlöndum í sjálfboðavinnu. Nú fyrir skemmstu komst leikritið Julius Caesar í hámæli í Bandaríkjunum fyrir pólitískar skírskotanir enda minnir uppsetning leikhússins Public Theater í New York á stjórnmálaumhverfi Bandaríkjanna í dag. Caesar sjálfur er einskonar Trump-fígúra, í hvítri skyrtu, svörtum frakka með sítt, rautt bindi - sem í miðri sýningu er myrtur á hrottafullan hátt rétt eins og hinn sögulegi Caesar. Lestin fékk til sín Ásdísi Sigmundsdóttur, doktor í almennri bókmenntafræði ræddi Shakespeare, pólitískt leikhús og uppsetningu Public Theater. Umsjónamenn: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Jóhannes Ólafsson

Aðrir þættir

Lestin - Tupac Shakur, True Faith, sundlaugamenning Íslendinga

Í dag er síðasti þáttur Lestarinnar áður en hún stöðvast á brautarpalli Rásar 1og tekur sér hlé yfir sumarið. Við verðum hér aftur með ykkur frá og með 14. ágúst. Í dag höfum við hugann...
Frumflutt: 30.06.2017
Aðgengilegt til 28.09.2017

Lestin - Comic Sans, bókasafn bernskunnar, upphaf & endalok orðsins

Í Lestinni í dag verður m.a. hugað að orðum, bókum og leturgerðum. Fyrir tuttugu og fjórum árum bjó maður að nafni Vincent Connare til leturgerð, sem hann nefndi Comic Sans. Leturgerð sem...
Frumflutt: 29.06.2017
Aðgengilegt til 27.09.2017

Lestin - Rúnar Ingi & auglýsingar, gagnasöfnun & Big Data

Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að þróun internetsins og heimi auglýsinga. Auglýsingar eru sérstakt tungumál, eins og menningarrýnirinn John Berger komst að orði í kafla sínum...
Frumflutt: 28.06.2017
Aðgengilegt til 26.09.2017

Lestin - Druslugangan, Póetrý gó, Kjararáð

Í dag verður meðal annars hugað að bókum, ljóðum, nýrri hlaðvarpsseríu og einu tilteknu sjálstæðu ráði sem er falið það verkefni að ákveða laun og starfskjör æðstu embættismanna ríkisins....
Frumflutt: 27.06.2017
Aðgengilegt til 25.09.2017

Lestin - Davíð Örn Halldórsson, framtíð íslenskunnar

Í Lestinni í dag verður m.a. hugað að myndlist og framtíð íslenskunnar. Rúmlega sjö þúsund. Það er svarið við spurningunni Hvað eru mörg tungumál í heiminum. Nákvæma tölu er þó auðvitað...
Frumflutt: 26.06.2017
Aðgengilegt til 24.09.2017