Birt þann 17. júlí 2017
Aðgengilegt á vef til 15. október 2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 17. Júlí 2017

Eldur kviknaði í kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík í Reykjanesbæ í nótt. Þetta er í annað sinn á þremur mánuðum sem eldur kviknar þar, en umhverfis- og öryggisstjóri fyrirtækisins segir ekki ástæðu til að efla eldvarnir. Fiskur hefur drepist í Varmá í Mosfellsbæ undanfarna daga, að því er virðist vegna mengunar. Engin sýni hafa verið tekin úr ánni, en heilbrigðisfulltrúi Mosfellsbæjar telur líklegast að mengunin komi úr regnvatnslögnum frá íbúðagötum í nágrenni árinnar. Sveitir sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna eru sagðar hafa náð meira en þriðjungi borgarinnar Raqqa í Sýrlandi, höfuðvígis hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins. Í Írak er stjórnarherinn að undirbúa árás á sveitir samtakanna í borginni Tal Afar. Þingmaður Pírata vill gagnsærra ferli við uppreist æru. Æra manna hefur verið uppreist undantekningalaust í áratugi ef þeir uppfylla lagaleg skilyrði. Sundkútar merktir Orku náttúrunnar hafa verið teknir úr notkun í 22 sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu Flugvirkjafélag Íslands hefur stefnt Icelandair fyrir Félagsdóm vegna breytinga á verklagi á Keflavíkurflugvelli

Aðrir þættir

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 21. Júlí 2017

Maðurinn sem féll í Gullfoss á miðvikudag og leitað hefur verið að síðustu tvo daga, er 22 ára gamall Georgíumaður. Hann kom hingað sem hælisleitandi. Vinir mannsins tilkynntu fjölskyldu...
Frumflutt: 21.07.2017
Aðgengilegt til 19.10.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 21. Júlí 2017

Maðurinn sem féll í Gullfoss á miðvikudag og leitað hefur verið að síðustu tvo daga, er 22 ára gamall Georgíumaður. Hann kom hingað sem hælisleitandi. Vinir mannsins tilkynntu fjölskyldu...
Frumflutt: 21.07.2017
Aðgengilegt til 19.10.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 20. Júlí 2017

Maðurinn, sem féll í Gullfoss síðdegis í gær, er hælisleitandi sem kom til landsins fyrir nokkru. Á sjötta tug björgunarsveitarmanna tekur þátt í leit að manninum, sem var framhaldið í...
Frumflutt: 20.07.2017
Aðgengilegt til 18.10.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 20. Júlí 2017

Maðurinn, sem féll í Gullfoss síðdegis í gær, er hælisleitandi sem kom til landsins fyrir nokkru. Á sjötta tug björgunarsveitarmanna tekur þátt í leit að manninum, sem var framhaldið í...
Frumflutt: 20.07.2017
Aðgengilegt til 18.10.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 19. Júlí 2017

Fjármálaeftirlitið hefur kært yfirmann hjá Icelandair til embættis héraðssaksóknara vegna gruns um innherjasvik. Málið snýst um viðskipti með hlutabréf í Icelandair í aðdraganda...
Frumflutt: 19.07.2017
Aðgengilegt til 17.10.2017