Reykjanesbær

Enginn annar liggur undir grun eins og er

Íbúum Reykjanessbæjar er ekki bráð hætta búin vegna arsenmengunar en engu að síður er brýnt að draga úr styrk efnisins á svæðinu. Þetta segir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Talsmenn United silicon telja að einungis hluti arsenmengunarinnar komi...

Reykjavík úthlutar færri lóðum en Kópavogur

Kópavogur, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa hvert um sig úthlutað fleiri lóðum til byggingar íbúðarhúsnæðis en Reykjavík. Hins vegar er töluvert meira í byggingu í Reykjavík en í hinum sveitarfélögunum.

Íbúum miðborgarinnar fækkar mest

Íbúum miðborgarinnar fækkaði í fyrra um nokkur hundruð. Íbúum Reykjavíkur fjölgar hægar en íbúum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Ætla að ná skuldaviðmiði árið 2022

Stefnt er að því að skuldaviðmið samstæðu Reykjanesbæjar verði komið niður í 149% árið 2022. Þetta kemur fram í aðlögunaráætlun bæjarins sem lögð verður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er lögbundið...
21.03.2017 - 18:07

Varabraut í Keflavík myndi kosta 240 milljónir

Innanríkisráðuneytið hefur skoðað að opna NA/SV flugbraut á Keflavíkurflugvelli sem er í sömu stefnu og svokölluð neyðarbraut á Reykjavíkurflugvelli. Miðað við þá forsendu að hún yrði eingöngu nýtt sem varabraut fyrir innanlandsflug er kostnaður...
14.03.2017 - 14:48

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í kvöld hófst jarðskjálftahirna á Reykjaneshrygg og hafa mælst þar fjórir skjálftar rétt yfir þremur stigum. Kl 19:27 mældust tveir jarðskjálftar, báðir af stærð 3,1 og kl 20:10 mældust aðrir tveir skjálftar, báðir af stærð 3,2. Aðrir skjálftar í...
12.02.2017 - 21:11

Reykjanesbær vill innanlandsflugið

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill að kannaðir séu kostir þess að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar. Það hafi augljósa kosti út frá fjárhagslegum sjónarmiðum.
08.02.2017 - 19:40

Þyrla kölluð út vegna flugelds

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld vegna tveggja neyðarsóla sem sáust nærri Höfnum á Suðurnesjum. Lögreglu barst tilkynning frá íbúa í Reykjanesbæ á níunda tímanum. Ákveðið var að kalla út TF-LÍF og...
09.01.2017 - 00:34

Segir mengun frá kísilverksmiðju undir mörkum

Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri eftirlitsteymis hjá Umhverfisstofnun, segir að mengun frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík hafi aldrei farið yfir viðmiðunarmörk. Engu að síður telji stofnunin fulla ástæðu til að vera með mikið...
05.01.2017 - 20:28

Með United Silicon í „hálfgerðri gjörgæslu“

„Við fengum þær skýringar að reykhreinsivirki hafi stíflast, þeir hafi reynt að losa stífluna, opnað þessa túðu og þá kom út þetta ryk. Þetta er kísilryk sem er ekki eiturefni og er ekki hættulegt,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri...
04.01.2017 - 09:31

Íbúafundur vegna mengunar í Reykjanesbæ

Boðað hefur verið til opins íbúafundir í Stapa í Reykjanesbæ á miðvikudagskvöld vegna mengunar frá kísilveri United Silicon í Helguvík.
12.12.2016 - 14:43

Reykjanesbær: Umræðu um fjárhagsáætlun frestað

Síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar, sem átti að fara fram á bæjarstjórnarfundi í gær, var frestað þar sem ekki náðist að ljúka samkomulagi við kröfuhafa.
07.12.2016 - 16:23

Kona handtekin grunuð um íkveikju

Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið konu á fertugsaldri sem grunuð er um að hafa kveikt í fjölbýlishúsi við Hafnargötu í Reykjanesbæ í nótt. Konan, sem er íslensk, var handtekin um tvö leytið en lögreglan telur að þetta megi rekja til deilna...
01.12.2016 - 16:32

Reykjanesbær skrefi nær samningi við kröfuhafa

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun drög að samkomulagi við kröfuhafa Eignarhaldsfélags Fasteignar um grunnforsendur endurskipulagningu efnahags Reykjanesbæjar. Bæjarráð taldi hins vegar að frekari vinnu væri þörf við drög að...
01.12.2016 - 14:41

HS orka þarf ekki að selja álveri orku

Orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls um rafmagn til álvers í Helguvík er ekki lengur í gildi, samkvæmt niðurstöðu sænsks gerðardóms. Þetta kemur fram í frétt á vef HS Orku.
01.12.2016 - 10:00