Popptónlist

Löðrið kveður

Líkt og fleiri í dag kvaddi Hulda Geirs hlustendur sína í þættinum Löðri, en um næstu helgi tekur við ný sumardagskrá Rásar 2. Stuðlögin voru allsráðandi í lokaþættinum og hér má sjá lagalistann og hlusta á þáttinn í heild sinni.
27.05.2017 - 20:04

Hátíð í HAM-bæ

Ný lög með hljómsveitinni Kíma, Gústa Ragg, Ástu Kristín Guðrúnardóttur, Sveittum gangavörðum, Bárujárni, Kuldabola og Russian.Girls, YouYou, Hjalta Jóni, Kid Sune og Tank Jar. Ný plata með HAM.
25.05.2017 - 14:18

Mikilvægt að vera maður sjálfur

Tónlistarmaðurinn Daníel Óliver heimsótti Huldu Geirs á Rás 2 í morgun þar sem þau áttu gott kaffispjall um lífið í Svíþjóð, hinar ýmsu hliðar tónlistarbransans og framtíðarverkefni, m.a. súpuveitingastað í Vík í Mýrdal. Daníel, sem margir muna...
25.05.2017 - 12:47

Ást og eftirsjá

Inn í nóttina var á sínum stað strax eftir miðnæturfréttir. Þar lék Hulda Geirs huggulega tóna þar sem gjarna er sungið um ást og eftirsjá. Tónlistin er blanda af íslensku og erlendu efni og frá ýmsum tímum. Kl. 00:05. Hér má hlusta og skoða...
24.05.2017 - 20:30

Stöku skúrir

Jæja þá er versti hluti vikunnar þriðjudagurinn búinn og það þýðir bara eitt það er kominn miðvikudagur eða litli laugardagur eins og sumir kalla hann. Flestir vita að á litla laugardegi þrífur maður eyrun sín og hlustar á Streymi-ð sitt á Rásinni...
24.05.2017 - 17:14

Popptónlist er endalaust heillandi

Popptónlist er hluti af mennskunni og siðuðu góðu samfélagi. Hún hvetur sköpunarkraftana sem búa í manninum áfram til dáða. Þetta segir breski tónlistarfræðingurinn Simon Frith sem er frumkvöðull í popptónlistarfræðum sem hann hóf að leggja stund á...
24.05.2017 - 15:24

Rólegheit í nótt

Rólegheitin voru allsráðandi á Rás 2 eftir miðnætti þegar ljúfu lögin hennar Huldu fara í loftið. Inn í nóttina - á dagskrá strax eftir miðnæturfréttir. Hér má hlusta og skoða lagalistann.
23.05.2017 - 20:30

Sól í sinni

Sumarveðrið lagði línurnar í stemmingu þáttarins í þetta skiptið og var Löðrið undirlagt af sólar- og sumarlögum sem flest voru valin af hlustendum. Hér má hlusta á þáttinn og skoða lagalistann.
20.05.2017 - 19:31

Sex systkini erfa Prince

Alsystir tónlistarmannsins Prince og fimm hálfsystkini hans eru erfingjar auðævanna sem listamaðurinn skildi eftir sig. Dómstóll hefur komist að þessari niðurstöðu, ári eftir dauða Prince.
20.05.2017 - 13:39

Fjölbreytt tónlistarflóra

Ný lög með Warmland, Unu Stef, Reykjavíkurdætrum, Hildi, Bara Heiðu, Moses Hightower, Dimmu, GlowRVK, Magnúsi Thorlacius og HAM. Nýjar plötur með Alviu og Casio Fatso. Viðtal við Sigga söngvara Casio Fatso.
18.05.2017 - 18:14

Dekkri hliðar Hildar

Tónlistarkonan Hildur gaf á dögunum út EP-plötuna Heart to heart, en á henni má heyra dekkri lagasmíðar en fólk á að venjast frá söngkonunni.
17.05.2017 - 17:06

Miðnæturlögin ljúfu

Miðnæturlögin ljúfu voru á sínum stað kl. 00:05 þar sem Hulda Geirs leiddi hlustendur inn í nóttina með fjölbreyttum tónum úr léttu og ljúfu deildinni. Missið ekki af notalegri næturstemingu á Rás 2. Hér má hlusta og skoða lagalistann.
17.05.2017 - 20:30

Slydda eða snjókoma

Íslenska sumarið er í fáránlega miklum karakter þessa dagana og við fögnum því að sjálfsögðu í Streymi kvöldsins því ekki viljum við að þetta breytist í Benidorm. Það verður að venju komið víða við, svo víða að mörgum þykir nóg um.
17.05.2017 - 19:00

„Hafði mikil áhrif á Madonnu og Britney“

Ástralska söngkonan Kylie Minogue hefur ekki verið áberandi undanfarin ár en ýmsir telja hana þó einn áhrifamesta tónlistamann síðustu áratuga.
21.05.2017 - 16:30

Leitin að stemningu

Hljómsveitin Milkywhale sendu frá sér sína fyrstu breiðskífu á dögunum sem ber nafn sveitarinnar og er sneisafull af hressilegu og dillivænu rafpoppi.
15.05.2017 - 17:12