Ólympíuleikar

Wilbek hættir eftir átök um Guðmund

Ulrik Wilbek er hættur störfum sem íþróttastjórnandi danska handboltasambandsins. Þetta var tilkynnt í morgun. Starfslokin koma í kjölfar mikils óróa í kringum landsliðið.
30.08.2016 - 08:44

Lochte tjáir sig ekki um kæru

Ryan Lochte, sundmaðurinn bandaríski, ætlar ekki að tjá sig um þá ákvörðun lögreglunnar í Brasilíu að kæra hann fyrir rangar sakargiftir. Lochte laug því að hann og félagar hans hefðu verið rændir af byssumanni á Ólympíuleikunum í Ríó.

Guðmundur: Sérstakt að fá ekki verðlaunapening

Mörgum þykir einkennilegt að Guðmundur Guðmundsson hafi ekki fengið neinn verðlaunapening eftir að hann gerði danska karlalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum um liðna helgi. Reglum samkvæmt fær aðeins íþróttafólkið sjálft verðlaunapening á...

Unnusti fegurðardrottningar með 23 gull

Unnusti Nicole Johnson, sem eitt sinn var kjörin Ungfrú Kalifornía, gerði sér lítið fyrir og vann fimm gullverðlaun í sundi á nýafstöðnum Ólympíuleikum í Ríó. Unnustinn, Michael Phelps, er nú sigursælasti íþróttamaður allra tíma á Ólympíuleikunum en...
25.08.2016 - 16:59

Dæmd í keppnisbann vegna ummæla sinna

Bandaríska knattspyrnusambandið hefur sett markvörð bandaríska kvennalandsliðsins, Hope Solo, í sex mánaða keppnisbann vegna ummæla á Ólympíuleikunum.
25.08.2016 - 13:22

Ekstrabladet vill að Guðmundur fái líka gull

Danska Ekstrabladet hefur hrint af stað hálfgerðri herferð þar sem þess er krafist að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, fái gullpening eins og leikmennirnir. Guðmundur hefur stýrt tveimur landsliðum í úrslitaleik...
22.08.2016 - 22:54

Þetta stóð upp úr á Ólympíuleikunum

Ólympíuleikunum í Brasilíu lauk í nótt með lokaathöfninni á Maracana leikvanginum í Ríó. Ólympíuleikarnir voru við táknræna athöfn formlega afhentir Tokyo í Japan sem verður gestgjafi næstu leika, árið 2020.

Gríðarlegt áhorf í Danmörku

Ríflega tvær milljónir Dana horfðu á lærisveina Guðmundar Guðmundssonar í danska handboltalandsliðinu leggja Frakka í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í gær. Nánar tiltekið voru áhorfendurnir tvær milljónir og þrjátíu þúsund eða áttatíu og átta...
22.08.2016 - 14:45

Guðmundur: Tók mig 8 ár að ná fram hefndum

„Ég er að fara í gegnum allan tilfinningaskalann. Það er stórkostleg upplifun að vinna gull á Ólympíuleikum. Það tók mig 8 ár að koma fram hefndum eftir leikinn í Peking með íslenska landsliðinu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Dana í...

Gullmundi hrósað í dönskum fjölmiðlum

Danskir fjölmiðlar keppast um að lofa Guðmund Guðmundsson, þjálfara karlalandsliðs þeirra í handknattleik, eftir sigur liðsins gegn Frakklandi í úrslitaleik Ólympíuleikanna í dag. Bæði í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum er Guðmundur endurnefndur...
21.08.2016 - 23:20

Guðmundur stýrði Dönum til sigurs

Danska karlalandsliðið í handbolta er Ólympíumeistari en liðið vann Frakka 28:26 í úrslitum Ólympíuleikanna. Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði liðinu til sigurs. Danir skoruðu fyrsta mark leiksins en Frakkar voru stuttu síðar komnir í 3-1. Þeir...

Þjóðverjar Dags unnu bronsverðlaun

Þýskaland vann í dag til bronsverðlauna í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sigur á Pólverjum í leiknum um 3. sætið í dag.

Farah fljótastur í 5.000 metra hlaupinu

Breski hlauparinn Mo Farah hljóp hraðast allra í 5.000 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hann náði þar með að verja Ólympíugull sín í bæði 5.000 og 10.000 metra hlaupum frá leikunum í Lundúnum 2012.  Farah er sá fyrsti í 40 ár til...

Rússar hirtu gull í handknattleik kvenna

Rússneska kvennalandsliðið í handknattleik hafði betur gegn því franska í úrslitaleik Ólympíuleikanna í kvöld. Rússar höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og höfðu að lokum þriggja marka sigur, 22-19.

Brasilía ólympíumeistari í knattspyrnu karla

Brasilía varð ólympíumeistari í knattspyrnu karla í kvöld eftir sigur á Þýskalandi. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Stórstjarnan Neymar tryggði Brasilíumönnum sigurinn með því að skora...