Birt þann 21. ágúst 2017
Aðgengilegt á vef til 19. nóvember 2017

Spegillinn - Spegillinn 21. Ágúst 2017

Umsjónarmaður: Kristján Sigurjónsson 1. Birnu-Guðmundar og Geirfinnsmál, Arnar Páll ræðir við Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðing. 2. Vandi sauðfjárbænda, Kristján Sigurjónsson ræddi við Oddnýu Steinu Valsdóttir formann Landssamtaka sauðfjárbænda. Thomas Møller Olsen vék í veigamiklum atriðum frá fyrri framburði sínum um hvarf og dauða Birnu Brjánsdóttur fyrir dómi í dag. Lögreglumenn sögðu lífsýni og myndir úr öryggismyndavélum varpa ljósi á sekt Thomasar. Afbrotafræðingur segir mikilvægt að mál Birnu Brjánsdóttur leysist og að sannleikurinn komi í ljós. Guðmundar- og Geirfinnsmálið hafi hvílt þungt á þjóðinni, vegna þess að aldrei hafi verið upplýst hvað gerðist. Spænska lögreglan hafði í dag upp á hryðjuverkamanninum sem varð þrettán að bana í Barselóna í síðustu viku og særði yfir hundrað. Hann var skotinn til bana í Katalóníu. Landbúnaðarráðherra vill fækka sauðfé í landinu um fimmtung, en hvorki endurvekja útflutningsskyldu né kaupa upp kjötbirgðir. Samgönguráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna mögulegar leiðir til að niðurgreiða innanlandsflug fyrir þá sem búa fjarri höfuðborginni. Formaður hópsins segir innanlandsflugið í raun helstu almenningssamgöngur þeirra sem búa úti á landi.