Birt þann 23. júní 2017
Aðgengilegt á vef til 21. september 2017

Síðdegisútvarpið - Friðrik Dór föstudagsgestur, Hljómsveitin BABIES

Friðrik Dór föstudagsgestur Föstudagsgesturinn okkar er landsþekktur tónlistarmaður og skemmtikraftur sem byrjaði sinn tónlistarferil sem trommari í skólahljómsveit í 8. bekk. Við erum að sjálfsögðu að tala um Friðrik Dór Jónsson. Manninn á bakvið Í síðasta skipti, Glaðasti hundur í heimi, Skál fyrir þér og fleiri og fleiri smelli. Hann kemur hér á eftir með gítarinn með sér og segir okkur frá lífi sínu og plönum sem eru framundan. Góð ráð á grillið Við ætlum líka að tala um grill. Það eru allir að grilla þessa dagana - enda sumar. En það er eitt og annað sem þarf að passa sig á þegar maður er að grilla kjöt. Matvælastofnun hefur sent frá sér leiðbeiningar til neytenda um það hvernig maður á að bera sig að við grillið. Við heyrum meira um það hjá Dóru Gunnarsdóttur, forstöðumanni neytendaverndar Mast. Hljómsveitin BABIES Það verður meiri músík í þættinum því við fáum að heyra í hljómsveitinni BABIES, algjöru stuðbandi sem hefur getið sér gott orð fyrir líflegt tónleikahald í sumar. Mugison á ferð um landið Og svo hringjum við í Mugison, sem er á tónleikaferð um Ísland. Hann hefur þegar haldið 9 tónleika og þeir tíundu fara fram í kvöld á Hvammstanga. Katrín Halldóra á spunamaraþoni Við ætlum líka að hringja til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til New York þar sem Improv Ísland, spunahópurinn sem margir þekkja tekur þátt í Del Close spunamaraþoninu. Katrín Halldóra Sigurðardóttir leikkona er ein úr hópnum og ræðir við okkur. Hún er einmitt nýkomin í sumarfrí sem Ellý Vilhjálms í Borgarleikhúsinu sem margir hafa séð.

Aðrir þættir

Síðdegisútvarpið

Það er metið sem svo að 100 milljörðum króna hafi verið skotið undan skatti hér á landi á síðasta ári. Það eru engar smáupphæðir og munar um minna. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra...
Frumflutt: 22.06.2017
Aðgengilegt til 20.09.2017

Síðdegisútvarpið - Fasteignamarkaðurinn að ná hámarki? Víkingur Heiðar

Fasteignamarkaðurinn að ná hámarki? Húsnæðisverð hefur á tveimur og hálfu ári hækkað um 42%. Þó hækkun á fasteignaverði sé áfram í kortunum eru ákveðin takmörk fyrir því hversu...
Frumflutt: 21.06.2017
Aðgengilegt til 19.09.2017

Síðdegisútvarpið - Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Fékk 9,5 og 10 í öllu

Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Á einu ári hafa pakkaferðir til Íslands hækkað um tæp 42% í pundum og um 28% í evrum meðal annars vegna styrkingar krónunnar. Verð á...
Frumflutt: 20.06.2017
Aðgengilegt til 18.09.2017

Síðdegisútvarpið - Eliza Reed um jafnréttismál, Elítur á Íslandi, LÚR festival

Á þessum degi er því fagnað að 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt á Íslandi og í dag fagnar kvenréttindafélag Íslands því sérstaklega að 50 ár eru liðin frá því að kvennaheimilið...
Frumflutt: 19.06.2017
Aðgengilegt til 17.09.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 16.júní

Það er óhætt að segja að Síðdegisútvarpið í dag litist af hátíðinni hér í Laugardalnum - við erum einmitt rétt við stóra sviðið. Þórunn Antonía Magnúsdóttir fjölmiðlafulltrúi Secret...
Frumflutt: 16.06.2017
Aðgengilegt til 14.09.2017