Birt þann 21. ágúst 2017
Aðgengilegt á vef til 19. nóvember 2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 21.ágúst

Aðalmeðferð í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli gegn Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, hófst í héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þar breytti sakborningurinn framburði sínum í veigamiklum atriðum og virðist vera að varpa grun á félaga sinn, Nikolaj Olsen, sem sat í gæsluvarðhaldi um tíma vegna rannsóknarinnar. Skýrslutökum lauk núna rétt fyrir fjögur en bein textalýsing hefur verið á vefnum okkar ruv.is í allan dag. Við ætlum að ræða það sem kom fram við Frey Gígju Gunnarsson fréttamann sem hefur setið í dómsal í allan dag. Menntamálaráðherra um íslenska tungu Íslenskan á undir högg að sækja á tækniöld; enska er fyrirferðarmikil í snjalltækjum og hinum nýja stafræna heimi, heimi "internets hlutanna" eða internet of things eins og það er kallað um allan heim - Flugfélag Íslands heitir nú Air Iceland Connect. Hægt er að borða á Dirty Burgers and Ribs, Noodle Station og Public House Gastropub í miðborg Reykjavíkur og versla í Woolcano Gift shop. Og svo berast fréttir af hruni í bóksölu en frá árinu 2008 hefur velta bókaútgáfna minnkað um 31 prósent. Við ætlum að ræða stöðu íslenskrar tungu í dag, hættur sem steðja að og hvernig best sé að bregðast við - fáum til okkar menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson. Dagskrá Borgarleikhússins Svo er náttúrulega örlítið farið að síga á seinnihluta sumarsins, en eitt helsta merki þess er að leikhús landsins opinberi vetrardagskrána. Við fáum Borgarleikhússtjóra til okkar í dag, Kristínu Eysteinsdóttur. Nýtt Kastljós Og í kvöld fer í loftið Kastljós með nýju sniði. Við heyrum allt um það hjá umsjónarmönnum Kastljóss, Baldvin Þór Bergssyni og Helgu Arnardóttur. Steindi Jr. eftir hlaupið Steindi gerði sér lítið fyrir og hljóp hálfmaraþon á laugardaginn. Hann tók áskorun frá Sólmundi Hólm hér á Rás 2, sem hafði ekki mikla trú á að honum tækist að þjálfa sig fyrir hlaupið í tæka tíð, frekar en margir aðrir. En það tókst. Við ætlum að heyra hvernig Steindi hefur það í dag, tveimur dögum eftir hlaupið.

Aðrir þættir

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 18.ágúst

Nýjustu tíðindi frá Barcelona Við ætlum að fjalla betur um árásirnar í Barcelona í gær, þar sem 13 létust og um 100 slösuðust eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks við...
Frumflutt: 18.08.2017
Aðgengilegt til 16.11.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 17.ágúst

Hryðjuverk á Römblunni Líney Árnadóttir er stödd í Barselóna á Spáni, hún var nálægt Römblunni síðdegis í dag þegar maður ók sendiferðarbíl inn í mannþröng. Tveir eru látnir, hið...
Frumflutt: 17.08.2017
Aðgengilegt til 15.11.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 16.ágúst

Regína í Sierra Leone Hundruð manna fórust eftir aurskriður og flóð í Freetown, höfuðborg Sierra Leone fyrr í vikunni. Enn er leitað að fólki sem kann að hafa komist lífs af en...
Frumflutt: 16.08.2017
Aðgengilegt til 14.11.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 15.ágúst

Hlutabréf í Snapchat falla Gengi hlutabréfa í Snapchat hafa hríðfallið undanfarið og stjórnendur samfélagsmiðilsins hafa ekki náð að sýna fram á hvernig fyrirtækið ætlar að afla...
Frumflutt: 15.08.2017
Aðgengilegt til 13.11.2017

Síðdegisútvarpið - Síðdegisútvarpið 14.ágúst

Leita að sænsku blaðakonunni Víðtæk leit stendur nú yfir að sænsku blaðakonunni Kim Wall, sem ekkert hefur spurst til síðan á fimmtudag. Wall sást síðast í ferð með Peter Madsen...
Frumflutt: 14.08.2017
Aðgengilegt til 12.11.2017