Birt þann 24. júlí 2017
Aðgengilegt á vef til 22. október 2017

Morgunvaktin - Reykingar hafa verið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum í tíu ár.

Morgunvaktin mánudaginn 24. júlí 2017. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á spjalli við Sigrúnu Davíðsdóttur sem sagði tíðindi frá Bretlandi. Þingið er komið í sumarfrí og forsætisráðherrann ætlar að verja sínu fríi á Ítalíu og við fjallgöngu í Sviss. Sigrún sagði líka frá vænum launagreiðslum til helstu stjarna breska ríkisútvarpsins - sem flestar eru karlar. Þá sagði hún frá nýrri sjónvarpsmynd um Díönu prinsessu en 20 ár eru liðin frá dauða hennar. Synir hennar, Vilhjálmur og Harrý, koma fram í myndinni og segja frá sambandinu við móður sína. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi stjórnmálamaður, kom í þáttinn og rifjaði upp baráttuna fyrir reykingabanni á veitinga- og skemmtistöðum en 1. júní var áratugur síðan það gekk í gildi. Veitingamönnum leist illa á málið á sínum tíma og töldu að krár færu unnvörpum á hausinn. Sú hefur ekki orðið raunin. Vera Illugadóttir sagði frá sérstæðu sakamáli í Michigan í BNA þar sem páfagaukurinn Bud kom við sögu. Um tíma var útlit fyrir að tal hans yrði notað sem gagn í málinu. Hún rifjaði líka upp fleiri dómsmál þar sem dýr hafa komið við sögu. Karen Kjartansdóttir hlaupari og höfundurinn bókarinn Út að hlaupa (ásamt Elísabetu Margeirsdóttur) gaf kyrrsetumönnum góð ráð um hvernig þeir ættu að rífa sig upp úr sófanum og byrja að hreyfa sig. Spurt var: er hægt að koma sér í form fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer eftir 26 daga? Já, var svarið, en ekki reikna með sigri. Lag dagsins: Dancing Queen með Abba.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Tyrkland á uppleið

Morgunvaktin 21.júlí hófst á góðviðrishjali og fréttaspjalli. Síðan lá leiðin norður í Ísafjarðardjúp. Ögurböllin eru sögð sérlega fjörug en þeim hefur verið slegið upp um árabil. Næsta...
Frumflutt: 21.07.2017
Aðgengilegt til 19.10.2017

Morgunvaktin - Leitin að frelsinu

Morgunvaktin 20. júlí hófst á góðviðrishjali og nokkrum fréttamolum. Herbie Hancock heldur tónleika í Hörpu í kvöld og var tónlist hans ráðandi í þættinum. Flutt var lagið Court and Spark...
Frumflutt: 20.07.2017
Aðgengilegt til 18.10.2017

Morgunvaktin - Þörf á átaki í fornleifaskráningu

Morgunvaktin 19.júlí hófst á spjalli um fréttir og veður. Því næst sagði Borgþór Arngrímsson fréttir frá Danmörku. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, sætir harðri gagnrýni fyrir að...
Frumflutt: 19.07.2017
Aðgengilegt til 17.10.2017

Morgunvaktin - Barátta fyrir betri kjörum

Morgunvaktin 18.júlí hófst á spjalli um stormviðvörun á Íslandi og veðrið á meginlandi Evrópu. Arthúr Björgvin Bollason ræddi stjórnmálalífið í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi,...
Frumflutt: 18.07.2017
Aðgengilegt til 16.10.2017

Morgunvaktin - Flestir ætla í viðskiptafræði en þörf á kennurum og hjúkrunarfræðingum

Morgunvaktin mánudaginn 17. júlí 2017. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á spjalli við Sigrúnu Davíðsdóttur um bresk málefni. Hún var stödd á spænsku...
Frumflutt: 17.07.2017
Aðgengilegt til 15.10.2017