Birt þann 19. september 2017
Aðgengilegt á vef til 18. desember 2017

Morgunvaktin - Umburðarlyndi og ábyrgð í stjórnmálum

Morgunvaktin 19.september: Kosið verður nýtt sambandsþing í Þýskalandi á sunnudag. Einn þeirra flokka sem hefur átt mestu fylgi að fagna í kosningabaráttunni er flokkur frjálsra demókrata, FDP. Honum er spáð mikilli fylgisaukningu. Arthúr Björgvin Bollason ræddi kosningabaráttuna. Alþingiskosningar verða laugardaginn 28. október. Þetta er líklega skemmsti tími sem liðið hefur frá því að kosningar eru ákveðnar og þar til þær fara fram, í það minnsta í hálfa öld. Landskjörstjórn gegnir veigamiklu hlutverki við undirbúning og framkvæmd kosninga. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, lýsti undirbúningi kosninganna. Boðað hefur verið til opins fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag með Sigríði Á Andersen, dómsmálaráðherra, um þær reglur sem gilda um uppreist æru. Óhætt er að segja að meðferð þeirra mála hafi orðið örlagaríkar á stjórnmálavettvangnum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, telur að ráðherra þurfi að skýra margt og ætti að víkja úr embætti. Já, ábyrgð stjórnmálamanna, stjórnsýslan og gagnsæi hennar - þetta er stefið sem nú heyrist dag eftir dag. Margir hafa um langa hríð talið þörf á betri stjórnmálamenningu og vandaðri stjórnsýslu, meira gagnsæi og skilvirkni. Stjórnmálafræðingar og aðrir sem áhuga hafa á stjórnmálum reyna að skilja hvað sé að gerast - hvert stefni. Eva H.Önnudóttir, formaður Félags stjórnmálafræðinga, ræddi þessi viðhorf og sagði frá niðurstöðum Íslensku kosningarannsóknarinnar sem sýnir meira umburðarlyndi kjósenda gömlu flokkanna gagnvart því að ráðamenn fari frjálslegar með lög og reglur. Þættinum lauk á því að leonard Cohen flutti lagið Everybody knows.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Óvissa um hvað gerist á þingi

Morgunvaktin 18.september: Enn verður kosið til þings á Íslandi og ástandið hér vekur athygli víða um lönd. Pólitískur óstöðugleiki er farinn að minna á það sem einkennt hefur Ítalíu liðna...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017

Morgunvaktin - Stjórnin fallin

Morgunvaktin 15.september: Þátturinn snérist að öllu leyti um að ríkisstjórn Íslands er fallin og framundan mikil óvissa í stjórnmálum landsins. Fluttur var hluti fréttaviðtals við Óttarr...
Frumflutt: 15.09.2017
Aðgengilegt til 14.12.2017

Morgunvaktin - Bernskan og ævilokin

Morgunvaktin 14. september: Kröftug mótmæli um allt Frakkland vegna áforma um breytingar á vinnulöggjöfinni koma ríkisstjórninni í opna skjöldu. Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls...
Frumflutt: 14.09.2017
Aðgengilegt til 13.12.2017

Morgunvaktin - Aðhald á uppgangstímum

Morgunvaktin 13.september: Í síðustu viku tilkynnti Nordea-bankinn, stærsti banki á Norðurlöndum, að höfuðstöðvar hans yrðu fluttar frá Stokkhólmi til Helsinki, ekki til Kaupmannahafnar...
Frumflutt: 13.09.2017
Aðgengilegt til 12.12.2017

Morgunvaktin - Stuttur þráður í fólki

Morgunvaktin 12.september: Stjórn hægrimanna heldur velli í Noregi eftir þingkosningarnar í gær. Erna Solberg, sem verið hefur forsætisráðherra síðustu fögur árin verður það væntanlega...
Frumflutt: 12.09.2017
Aðgengilegt til 11.12.2017