Birt þann 26. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 24. ágúst 2017

Morgunvaktin - Málefni dagsins og framtíðarsýnin

Morgunvaktin 26.maí hófst á fréttaspjalli. Síðan tóku ferðamálin við. Fyrsti gestur þáttarins var Kristján Sigurjónsson, túristi.is. Athuganir hans og skrif um íslenskan ferðamarkað hafa vakið mikla athygli, nú síðast ábendingar um áhugavert misræmi milli opinberra talna um fjölgun ferðamanna og fjölda skráðra gistinátta. Þetta var rætt áfram í þættinum og almennt um málefni ferðaþjónustunnar. Mikið er talað um samgöngubyltingu á komandi árum: Í fyrsta lagi þurfi að gera umtalsverðar úrbætur á vegakerfi landsins, við taka ökutæki knúin rafmagni eða öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, sjálfsstýrð farartæki, borgarlína lögð á höfuðborgarsvæðinu, og svo er það stóra hugmyndin um fluglest milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Runólfur Ágústsson ræddi þau áform, áætlanirnar sem allt byggist á og horfurnar með verkefnið. Hann segir að rösklega 5% farþega sem komi til landsins um sumartímann haldi rakleiðis í burtu með öðru flugfélagi, en fari ekki inn í landið. Það eru fáir dagar eftir af þessu þingi sem kjörið var eftir óvenjulegan aðdraganda. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, ræddi stjórnarmyndunina, samstarf stjórnarandstöðuflokkanna, átökin í stjórnmálum landsins og framtíðarsýn. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu ásamt umsjónarmanni.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Bylting í verslunarháttum

Morgunvaktin 24.maí hófst á fréttaspjalli. Síðan var haft samband við Borgþór Arngrímsson sem staddur er á Jótlandi. Spjallað var um Jótland en líka um pólitík. Danska ríkisstjórnin hefur...
Frumflutt: 24.05.2017
Aðgengilegt til 22.08.2017

Morgunvaktin - Skelfingin í Manchester

Morgunvaktin 23.maí hófst á umfjöllun um hryðjuverkið í Manchester, þar sem 22 létust og 59 særðust. Sigrún Davíðsdóttir rakti atburðarásina í tónleikahöllinni Manchester Arena og...
Frumflutt: 23.05.2017
Aðgengilegt til 21.08.2017

Morgunvaktin - Lútherstrú í 500 ár

Morgunvaktin 22.maí hófst á spjalli um veður, fréttir og efni þáttarins. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá baráttu yfirvalda í Barselóna við að forðast skaða af miklum fjölda ferðafólks. Hún...
Frumflutt: 22.05.2017
Aðgengilegt til 20.08.2017

Morgunvaktin - Ólga innan Framsóknar

Morgunvaktin 19.maí hófst á hjali um blíðviðri á landinu og um nokkrar fréttir dagsins. Kínverjar hafa kynnt áform um risavaxið samgönguverkefni, nýja silkileið, sem ætlað er að tengja...
Frumflutt: 19.05.2017
Aðgengilegt til 17.08.2017

Morgunvaktin - Furðumál Trumps

Morgunvaktin 18.maí hófst á því að sagt var frá veðri og helstu fréttum. Síðan brást Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskóla, við gagnrýni Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra...
Frumflutt: 18.05.2017
Aðgengilegt til 16.08.2017