Birt þann 18. ágúst 2017
Aðgengilegt á vef til 16. nóvember 2017

Mannlegi þátturinn - Svarthol, Lindy hop og Álfkonudúkurinn

Leikkonan Álfrún Örnólfsdóttir söðlaði um síðastliðið haust og hóf meistaranám í sviðslistum í Listaháskóla Íslands eftir að hafa starfað við leiklistina í á annan áratug. Útskriftarverkefni hennar er leikritið Svarthol sem hún skrifaði í náminu og var leiklesið í gærkvöldi í Tjarnarbíói og svo aftur í kvöld. Álfrún var gestur þáttarins í dag. Í vikunni fór fram árleg Lindy Hop swingdanshátíð Arxtic Lindy Exchange í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Um 80 erlendir dansara mættu vestur til að dansa. Halla Ólafsdóttir fór og hitti einn forsvarsmanna hátíðarinnar, Eirík Guðmundsson, og spurði hann útí danshátíðina og dansinn. Er uppruni Álfkonudúksins frá Bustarfelli fundinn? Á morgun verður opnuð sýning á Vopnafirði þar sem þjóðargersemin Álfkonudúkurinn frá Bustarfelli, sem varðveittur er alla jafna í Þjóðminjasafni Íslands, verður til sýnis, niðurstöður nýrra rannsókna á dúknum verða kynntar og listaverk unnin undir áhrifum frá dúknum verða sýnd. Við heyrðum í Berghildi Fanney Hauksdóttur safnstjóra Bustarfelli um þessar niðurstöður.

Aðrir þættir

Mannlegi þátturinn - Svarthol, Lindy hop og Álfkonudúkurinn

Leikkonan Álfrún Örnólfsdóttir söðlaði um síðastliðið haust og hóf meistaranám í sviðslistum í Listaháskóla Íslands eftir að hafa starfað við leiklistina í á annan áratug....
Frumflutt: 18.08.2017
Aðgengilegt til 16.11.2017

Mannlegi þátturinn - Ari í Edinborg, Cafe Lingua og Menningarnótt

Ef talað er um uppistandsgrín á Íslandi þá kemur nafn Ara Eldjárns mjög fljótt upp, ef ekki fyrst. Hann er nú staddur á einni stærstu grín- og listahátíð í heimi, Edinborgarhátíðinni í...
Frumflutt: 17.08.2017
Aðgengilegt til 15.11.2017

Mannlegi þátturinn - Þjóðbúningar, alheimsfegurðardrottning úr Njarðvíkum og dáleiðsla

Hvert er aðgengi að íslenskum þjóðbúningum, er t.d. hægt að kaupa snið og sauma sjálfur? Er hægt að nálgast útsaumsmynstur ýmis konar? Við könnuðum aðgengi að búningunum og heimsóttum...
Frumflutt: 16.08.2017
Aðgengilegt til 14.11.2017

Mannlegi þátturinn - Berjadagar, löndunarstjóri í Norðurfirði og Specialcare 2017

Klassíska tónlistarhátíðin Berjadagar verður haldin í 19. sinn á Ólafsfirði dagana 17.-19. ágúst, en þeir hafa verið í umsjón sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Þau Ólöf Sigursveinsdóttir...
Frumflutt: 15.08.2017
Aðgengilegt til 13.11.2017

Mannlegi þátturinn - Verðandi ellilífeyrisþegar, GSÍ 75 ára og Kristjana lesandi vikunnar

Nú í ágúst verður fyrirkomulagi kynningarfunda fyrir verðandi ellilífeyrisþega breytt. Ástæðan fyrir breytingunum er sú að starfsfólk Tryggingastofnunar Ríkisins hefur orðið vart við að...
Frumflutt: 14.08.2017
Aðgengilegt til 12.11.2017