Birt þann 29. mars 2017
Aðgengilegt á vef til 27. júní 2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 29. mars 2017

Almenningur, fjölmiðlar og stjórnvöld voru skipulega blekkt í aðdraganda, og í kjölfar sölunnar á Búnaðarbankaum 2003. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var í aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum Ólafur Ólafsson í Samskipum beitti blekkingum, með aðstoð Kaupþings og þýska bankans þegar S-hópurinn keypti hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Beinn hagnaður Ólafs var í það minnsta 57 milljónir dala og hugsanlega mun meira. Aðrir í S- hópnum svokallaða vissu ekki af fléttunni. Ítarleg skrifleg gögn sýna með óyggjandi hætti að Hauck Und Afhauser, Kaupþing bæði á Íslandi og í Lúxemborg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir að rakin sé ótrúlega ljót, skipulögð og óskammfeilin leikflétta. Gera verði allsherjarúttekt á einkavæðingu bankanna. Útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu er formlega hafið. Forseti leiðtogaráðs ESB tók í dag á móti bréfi frá Theresu May forsætisráðherra þar sem ákvörðun Breta er tilkynnt. Þorskur hefur verið til vandræða þá daga sem liðinir eru af grásleppuvertíðinni en mikil þorskgengd er á miðunum. Vertíðin fer heldur hægt af stað. Sjötíu ár eru í dag liðin frá Heklugosinu 1947, stærsta gosi síðustu aldar hér á landi.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 29. mars 2017

Almenningur, fjölmiðlar og stjórnvöld voru skipulega blekkt í aðdraganda, og í kjölfar sölunnar á Búnaðarbankaum 2003. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þýski...
Frumflutt: 29.03.2017
Aðgengilegt til 27.06.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 28. mars 2017

Sjávarútvegsráðherra segir ríka samfélagslega ábyrgð hvíla á sjávarútvegsfyrirtækjum samkvæmt lögum. Hún segist vera bæði sorgmædd og reið vegna áforma HB Granda um að hætta...
Frumflutt: 28.03.2017
Aðgengilegt til 26.06.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 28. mars 2017

Sjávarútvegsráðherra segir ríka samfélagslega ábyrgð hvíla á sjávarútvegsfyrirtækjum samkvæmt lögum. Hún segist vera bæði sorgmædd og reið vegna áforma HB Granda um að hætta...
Frumflutt: 28.03.2017
Aðgengilegt til 26.06.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 27. mars 2017

HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða jafnvel hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði. Forstjórinn segir að engin ákvörðun liggi fyrir um uppsagnir. Formaður Verkalýðsfélags...
Frumflutt: 27.03.2017
Aðgengilegt til 25.06.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 27. mars 2017

HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða jafnvel hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði. Forstjórinn segir að engin ákvörðun liggi fyrir um uppsagnir. Formaður Verkalýðsfélags...
Frumflutt: 27.03.2017
Aðgengilegt til 25.06.2017