Birt þann 21. febrúar 2017
Aðgengilegt á vef til 22. maí 2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 21. febrúar 2017

Umferðarslys og umferðartafir hafa verið á fjórum aðalleiðum út frá höfuðborginni í morgun. Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut, stór bíll með tengivagn valt á Þrengslavegi, Mosfellsheiði var lokað um hríð vegna dimmviðris og strætisvagn fór út af undir Hafnarfjalli. Skýringar hafa ekki fengist á því hvers vegna velskum kennara á leið til Bandaríkjanna var vísað frá borði farþegaþotu Icelandair. Bandarísk yfirvöld tilkynntu flugfélaginu að maðurinn fengi ekki að koma til Bandarikjanna. Enginn hefur nú heimild til að veita starfsmönnum sundstaða réttindi til skyndihjálpar og björgunar. Lektor í íþrótta- og heilsufræði, segir að endurmenntun sitji á hakanum og kenndar séu úreltar aðferðir. Skil á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og skýrsla um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána verða ræddar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra verður til svara. Formaður Vinstri grænna segir að tekjuháir hafi fengið mest út úr niðurfærslunni. Ríkissáttasemjari vill efla embættið þannig að það komi fyrr að kjaradeilum. Vinndeilur og vinnustöðvanir séu of tíðar hér á landi og breyta þurfi fyrirkomlagi kjarasamninga. Meiri verðmæti geta glatast vegna aðgerðarleysis í markaðsmálum á íslenskum fiski í útlöndum en vegna sjómannaverkfallsins, segir stjórnarformaður Sjávarklasans. Hann telur nauðsynlegt að fara í markaðsátak sem beinist að neytendum og mögulega megi nota hluta veiðigjalds í það. Mokveiði er nú hjá loðnuflotanum suður af landinu og loðna komin á land til vinnslu á Austfjörðum og Suðurlandi. Framleiðslustjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmananeyjum segir loksins komið líf á bryggjurnar. Ný rannsókn sýnir að súrefni minnkar í höfunum vegna loftslagsbreytinga. Vísindamenn vara við því að minna súrefni í sjónum ógni fiskistofnum og öðrum sjávarlífverum. Veður: Norðaustan og síðar norðan tíu til tuttugu metrar, hvassast suðaustan til og víða slydda eða snjókoma en styttir upp suðvestanlands eftir hádegi. Hægari vindur og stöku él á Norðvestur- og Vesturlandi. Hiti að fimm stigum syðra, annars við frostmark. Lægir í kvöld og kólnar. Austan og suðaustan fimm til þrettán á morgun, heldur hvassara um kvöldið. Snjókoma eða él og frost að fimm stigum, en mildara syðst. Umsjónarmaður hádegisfrétta var Lára Ómarsdóttir. Tæknimaður var Ragnar Gunnarsson. Útsendingu stjórnaði Sólveig Klara Ragnarsdóttir. Fréttalestri er lokið.

Vantar textann?

Nú býðst að sjá texta eða þýðingartexta, þegar þeir bjóðast, með því að smella á CC táknið á spilaranum. Nánari upplýsingar hér.

Upplýsingar um réttindi RÚV á sjónvarps og útvarpsefnis

Aðrir þættir

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 21. febrúar 2017

Umferðarslys og umferðartafir hafa verið á fjórum aðalleiðum út frá höfuðborginni í morgun. Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut, stór bíll með tengivagn valt á Þrengslavegi,...
Frumflutt: 21.02.2017
Aðgengilegt til 22.05.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 20.febrúar.2017

Fiskiskipaflotinn hélt til veiða strax í gærkvöld eftir að sjómenn samþykktu kjarasamning. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sjárútvegsráðherra hafi hótað sjómönnum. Því neitar...
Frumflutt: 20.02.2017
Aðgengilegt til 21.05.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 20.febrúar.2017

Fiskiskipaflotinn hélt til veiða strax í gærkvöld eftir að sjómenn samþykktu kjarasamning. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sjárútvegsráðherra hafi hótað sjómönnum. Því neitar...
Frumflutt: 20.02.2017
Aðgengilegt til 21.05.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 17. febrúar 2017

Varaformaður Sjómannasambandsins vill skýra afstöðu frá sjávarútvegsráðherra um hvort hún gangi að kröfu sjómanna um fæðispeninga. Ráðherrann væntir þess að ræða frekar við...
Frumflutt: 17.02.2017
Aðgengilegt til 18.05.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 17. febrúar 2017

Varaformaður Sjómannasambandsins vill skýra afstöðu frá sjávarútvegsráðherra um hvort hún gangi að kröfu sjómanna um fæðispeninga. Ráðherrann væntir þess að ræða frekar við...
Frumflutt: 17.02.2017
Aðgengilegt til 18.05.2017