Birt þann 25. júlí 2017
Aðgengilegt á vef til 23. október 2017

Hádegisfréttir - Hádegifréttir25.07.2017

Fyrirhuguð friðlýsing Jökulsárlóns er valdníðsla af hálfu umhverfisráðherra, segir lögmaður Fögrusala sem á í óútkljáðum málaferlum við ríkið um kaup á náttúruperlunni. Umhverfisráðherra segist ekki bíða með náttúruvernd á meðan menn höfði mál fram og til baka. Tveir ríkisstjórnarflokkar af þremur næðu ekki manni inn á þing ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri könnun MMR. Flokkur fólksins mælist með meira fylgi en bæði Viðreisn og Björt framtíð. Kona sem hlaut mjög slæmt kalsár eftir fitufrystingu, ber sjálf ábyrgð á áverkanum, segir fyrirtækið sem seldi konunni þjónustuna. Settur landlæknir segir embættið taka alvarlega ábendingar Lýtalæknafélagsins um aukið eftirlit með slíkum meðferðum. Forseti Póllands staðfesti í dag sem lög eitt þriggja frumvarpa um breytingar á dómskerfi landsins. Búist er við að forsetinn leggi fram tillögur um breytingar á hinum innan tveggja mánaða, en hann beitti neitunarvaldi gegn þeim í gær. Mikill húsnæðisskortur hérlendis skapar kjöraðstæður fyrir vændiskaupendur sem vilja nýta sér neyð annarra og bjóða húsnæði í skiptum fyrir kynlíf. Þetta segir verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Vísindamenn í árlegum leiðangri í Surtsey fundu nýja flugutegund í eynni, sem hefur ekki áður sést á Íslandi. Leiðangursstjóri segir stöðugt brotna úr eynni og að hægst hafi á fjölgun nýrra tegunda. Veður Austlæg átt, fimm til tíu metrar á sekúndu, en vaxandi vindur við suðurströndina, tíu til átján seint í kvöld, hvassast undir Eyjafjöllum og síðar einnig í Öræfum. Skýjað með köflum eða léttskýjað, en skýjað suðaustan- og austantil og sums staðar þokuloft. Norðaustan og austan átta til átján á morgun, hvassast með suðausturströndinni. Víða léttskýjað. en skýjað að mestu austantil og víða þokuloft. Hiti þrettán til tuttugu og fjögur stig að deginum, hlýjast inn til landsins.

Aðrir þættir

Hádegisfréttir - Hádegifréttir25.07.2017

Fyrirhuguð friðlýsing Jökulsárlóns er valdníðsla af hálfu umhverfisráðherra, segir lögmaður Fögrusala sem á í óútkljáðum málaferlum við ríkið um kaup á náttúruperlunni. Umhverfisráðherra...
Frumflutt: 25.07.2017
Aðgengilegt til 23.10.2017

Hádegisfréttir - Hadegisfrettir 24.07.2017

Leit stendur yfir í norðurhluta Sviss að árásarmanni sem grunaður er um að hafa slasað fimm manns með keðjusög í morgun. Mygla og skordýragangur kom upp á leikskóla í Reykjavík...
Frumflutt: 24.07.2017
Aðgengilegt til 22.10.2017

Hádegisfréttir - Hadegisfrettir 24.07.2017

Leit stendur yfir í norðurhluta Sviss að árásarmanni sem grunaður er um að hafa slasað fimm manns með keðjusög í morgun. Mygla og skordýragangur kom upp á leikskóla í Reykjavík...
Frumflutt: 24.07.2017
Aðgengilegt til 22.10.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 21. Júlí 2017

Maðurinn sem féll í Gullfoss á miðvikudag og leitað hefur verið að síðustu tvo daga, er 22 ára gamall Georgíumaður. Hann kom hingað sem hælisleitandi. Vinir mannsins tilkynntu fjölskyldu...
Frumflutt: 21.07.2017
Aðgengilegt til 19.10.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 21. Júlí 2017

Maðurinn sem féll í Gullfoss á miðvikudag og leitað hefur verið að síðustu tvo daga, er 22 ára gamall Georgíumaður. Hann kom hingað sem hælisleitandi. Vinir mannsins tilkynntu fjölskyldu...
Frumflutt: 21.07.2017
Aðgengilegt til 19.10.2017