Birt þann 26. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 24. ágúst 2017

Hádegisfréttir

Það er ógeðfelld aðför stjórnarliða að Landspítalanum að ætla að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur hans, segir fyrrverandi fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir sérstaka yfirstjórn geta verið gagnlega og styrkt spítalann. 400 hjúkrunarvaktir eru ómannaðar á bráðadeild Landspítalans í sumar sem hjúkrunarfræðingar þurfa að taka að sér með yfirvinnu og aukavöktum. Bandaríska alríkislögreglan vill skoða samskipti Jareds Kushner, tengdasonar og ráðgjafa Trumps Bandaríkjaforseta, við rússneska embættismenn á síðasta ári. Kushner hitti þá meðal annars yfirmann rússnesks banka sem bandarísk yfirvöld settu í viðskiptabann fyrir þremur árum. Áhrif á landslag og ásýnd lands vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun verða talsvert neikvæð samkvæmt nýju umverfismati Landsvirkjunar. Áhrifin á ferðaþjónustu og útvist eru hins vegar ekki talin neikvæð. Hjónavígslum á skrifstofu sýslumanns hefur fjölgað um næstum fimmtíu prósent á tveimur árum. Lögmaður hjá sýslumanni segir algengt að sambúðarfólk gifti sig í snatri þegar annar aðilinn veikist. Vegagerðin opnar hálendisvegi um mánuði fyrr en venjulega þetta árið. Einhverja vegi á norðausturlandi ætti að ná að opna strax í næstu viku. Verkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta afar óvenjulegt. Veðurhorfur á landinu til miðnættis annað kvöld: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt, þykknar upp og víða rigning síðdegis, en úrkomulítið norðan- og norðaustanlands til kvölds. Rofar víða til í nótt. Þurrt og bjart veður austanlands á morgun, en sums staðar dálítilir skúrir vestantil, og einnig síðdegis í innsveitum norðanlands. Hiti sjö til sautján stig, hlýjast í innsveitum norðaustantil. Umsjónarmaður hádegisfrétta var Ægir Þór Eysteinsson. Tæknimaður var Kolbeinn Soffíuson. Útsendingu stjórnaði Stefanía Skaftadóttir.

Aðrir þættir

Hádegisfréttir

Það er ógeðfelld aðför stjórnarliða að Landspítalanum að ætla að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur hans, segir fyrrverandi fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir...
Frumflutt: 26.05.2017
Aðgengilegt til 24.08.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 25.maí 2017

Ellefu hafa verið handteknir í Bretlandi og Líbíu vegna hryðjuverksins í Manchester á mánudagskvöld. Bretar eru æfir vegna upplýsinga sem bandarískir fjölmiðlar hafa fengið um rannsókn...
Frumflutt: 25.05.2017
Aðgengilegt til 23.08.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 25.maí 2017

Ellefu hafa verið handteknir í Bretlandi og Líbíu vegna hryðjuverksins í Manchester á mánudagskvöld. Bretar eru æfir vegna upplýsinga sem bandarískir fjölmiðlar hafa fengið um rannsókn...
Frumflutt: 25.05.2017
Aðgengilegt til 23.08.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 24.maí 2017

Fjórir menn hafa nú verið handteknir vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í fyrrakvöld. Breska lögreglan telur að hætta á annarri hryðjuverkaárás sé yfirvofandi og hafa hermenn verið...
Frumflutt: 24.05.2017
Aðgengilegt til 22.08.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 24.maí 2017

Fjórir menn hafa nú verið handteknir vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í fyrrakvöld. Breska lögreglan telur að hætta á annarri hryðjuverkaárás sé yfirvofandi og hafa hermenn verið...
Frumflutt: 24.05.2017
Aðgengilegt til 22.08.2017