Birt þann 22. september 2017
Aðgengilegt á vef til 21. desember 2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 22.september 2017

Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa orðið konu á fimmtugsaldri að bana í íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöld. Lögregla telur að mennirnir eigi mismikla aðild að málinu. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi formanni flokksins, í fyrsta sæti í Norðausturkjördæmi. Rússar og Kínverjar hafa áhyggjur af síharðnandi hótunum stjórnvalda í Bandaríkjunum og Norður-Kóreu hvorra í garð annarra. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé brjálaður. Carles Puigdemont, forseti katalónsku heimastjórnarinnar segir að kosið verði um hvort Katalónía segi skilið við Spán og lýsi yfir sjálfstæði þrátt fyrir hörkuleg viðbrögð Spánarstjórnar. Þúsundir mótmæltu handtökum embættismanna í Barcelona í morgun. Prófessor í stjórnmálafræði segir að fyrirkomulag alþingiskosninga sé að ákveðnu leyti andlýðræðislegt því að ný framboð hafi mjög skamman tíma til að safna meðmælum og skipuleggja framboðslista sína. Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurð á sterku móti í áskorendamótaröð Evrópu í golfi í Kasakstan í morgun. Veðurhorfur: Veðurstofa varar við stormi, meira en tuttugu metrum, á landinu og mikilli úrkomu. Suðaustan fimm til þrettán metrar og rigning eða skúrir, en úrkomulítið norðaustan-lands. Hiti sjö til þrettán stig yfir daginn. Gengur í austan allt að tuttugu og fimm á morgun, hvassast við suður-ströndina. Víða talsverð rigning og mikil úrkoma á suðaustan-verðu landinu.

Aðrir þættir

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 22.september 2017

Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa orðið konu á fimmtugsaldri að bana í íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöld. Lögregla telur að mennirnir eigi mismikla aðild að...
Frumflutt: 22.09.2017
Aðgengilegt til 21.12.2017

Hádegisfréttir - Hádegifréttir21.09.2017

Staðfest er að 237 hafi látist í Mexíkóborg og nágrenni í jarðskjálftanum í fyrradag. Björgunarveitir leita nú í rústum grunnskóla sem hrundi í skjálftanum en talið er að allt að 20 börn...
Frumflutt: 21.09.2017
Aðgengilegt til 20.12.2017

Hádegisfréttir - Hádegifréttir21.09.2017

Staðfest er að 237 hafi látist í Mexíkóborg og nágrenni í jarðskjálftanum í fyrradag. Björgunarveitir leita nú í rústum grunnskóla sem hrundi í skjálftanum en talið er að allt að 20 börn...
Frumflutt: 21.09.2017
Aðgengilegt til 20.12.2017

Hádegisfréttir - Hádegifréttir20.09.2017

Staðfest er að minnst 248 fórust í öflugum jarðskjálfta sem skók Mexíkó í gær. Herinn hefur verið kallaður út til að aðstoða björgunarsveitir við að reyna að bjarga fólki úr rústunum...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017

Hádegisfréttir - Hádegifréttir20.09.2017

Staðfest er að minnst 248 fórust í öflugum jarðskjálfta sem skók Mexíkó í gær. Herinn hefur verið kallaður út til að aðstoða björgunarsveitir við að reyna að bjarga fólki úr rústunum...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017