Norðurland

Línuframkvæmdir hafnar á ný eftir veturinn

Framkvæmdir við lagningu Kröflulínu 4 eru hafnar á ný eftir veturinn. Framvinda verksins gæti ráðist í Hæstarétti og hvort hægt verður að afhenda raforku til kísilversins á Bakka á réttum tíma. Þar fæst úr því skorið hvort eignarnám vegna línunnar...
26.05.2017 - 18:53

Sjúkraflutningamenn semja

Samningar tókust í kjaradeilu sjúkraflutningamanna á Blönduósi og viðsemjenda þeirra nú á sjötta tímanum. Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segist sáttur við niðurstöðuna og vonast til að...
26.05.2017 - 17:50

Ræða tillögur frá ríkinu

Samningafundur verður haldinn í fjármálaráðuneytinu klukkan eitt í dag í kjaradeilu sjúkraflutningamanna á Blönduósi og viðsemjenda þeirra. Sjúkraflutningamennirnir ætluðu að láta af störfum fyrir viku en frestuðu því og standa vonir til að...
26.05.2017 - 13:06

Aukið samstarf norðlenskra framhaldsskóla

Samstarf milli framhaldsskóla á Norðausturlandi verður aukið frá og með næsta hausti. Breytingar á skólaári Menntaskólans á Akureyri auðvelda samstarfið. Samkennsla gæti leitt til fjölbreyttara námsframboðs og mætt þeirri áskorun sem felst í fækkun...
26.05.2017 - 09:49

Skjálftahrina við Kolbeinsey

Jarðskjálftahrina hefur verið við Kolbeinsey síðan á miðnætti en verulega dró úr henni með morgninum. Tveir skjálftar af stærðinni þrír og hálfur og 3,6 hafa mælst.
25.05.2017 - 14:31

Íslandsmet í frjókornum á óvenjulegum tíma

Aldrei hafa mælst hærri frjótölur á Íslandi heldur en á Akureyri um helgina. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar segir afar óvenjulegt að birki og annar gróður blómstri svona mikið á þessum árstíma.
24.05.2017 - 22:41

Ekkert Síldarævintýri 2017

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að Síldarævintýrið á Siglufirði verði ekki haldið í ár. Enginn hafi sýnt því áhuga að halda hátíðina og bæjarfélagið muni ekki gera það.
24.05.2017 - 16:17

Vilja stöðva lagningu hitaveitu um land sitt

Eigendur jarðar í Húnaþingi vestra vilja stöðva lagningu hitaveitu í Miðfirði þar sem þeir telja sveitarfélagið ekki hafa leyfi til að grafa hitaveitulögn í gegnum land þeirra. Lögregla var kölluð til og málið tilkynnt til Skipulagsstofnunar....
24.05.2017 - 12:30

Skoða áhrif skertrar fæðingarþjónustu

Streita á meðgöngu getur haft slæmar afleiðingar fyrir barnið. Þetta segir hjúkrunarfræðinemi sem hyggst rannsaka streitu kvenna sem búa við skerta fæðingarþjónustu. Fæðingarstöðum hefur fækkað mikið á landinu undanfarin ár.  
24.05.2017 - 12:19

Viðræður þokast í rétta átt

Haldinn var árangursríkur fundur í kjaradeilu sjúkraflutningamanna í gær og þokast viðræður í rétta átt. Enn hefur engin uppsögn tekið gildi. 
24.05.2017 - 09:47

Bændur nýta sér sterka krónu og byggja ný fjós

Mikil fjárfesting er í kúabúskap víða um land og í tveimur sveitarfélögum á Norðurlandi eru tæplega tuttugu ný fjós í bígerð. Þar nýta bændur sér sterka krónu og hagstætt verð á innfluttu byggingarefni. Þá kallar ný reglugerð á bættan aðbúnað.
23.05.2017 - 23:30

Lést í umferðarslysi í Eyjafirði

Drengur á 13. aldursári lést í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut vestari, skammt sunnan við Hrafnagil, í gær. Drengurinn ók litlu bifhjóli sem lenti í árekstri við jeppabifreið. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.
23.05.2017 - 08:45

Segir kostnað við breytingar vandlega metinn

Formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar segir ekkert óeðlilegt þó dýrt verði að endurnýja húsnæði Listasafnsins á Akureyri. Endurnýjunin sé löngu tímabær og húsið stórt. Fulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar hefur gagnrýnt kostnaðinn og...
22.05.2017 - 17:57

Alvarlegt umferðarslys í Eyjafirði

Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðarbraut vestari, rétt sunnan við Hrafnagil, í dag rétt fyrir klukkan 16. Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að strax hafi verið ljóst að slysið væri alvarlegt.
22.05.2017 - 18:03

Segir uppsögn brjóta samkomulag frá 2007

Formaður Landssambands lögreglumanna er ósáttur við að yfirlögregluþjóni á Blönduósi hafi verið sagt upp störfum. Hann segir að uppsögnin brjóti samkomulag sem gert var við dómsmálaráðherra árið 2007. 
22.05.2017 - 16:17