Norðurland

Vilja strætó á Akureyrarflugvöll

Flugfélag Íslands hefur farið þess á leit við bæjaryfirvöld á Akureyri að koma á reglulegum strætisvagnaferðum til og frá Akureyrarflugvelli. Bæjarfulltrúar eru jákvæðir gagnvart hugmyndinni.
22.05.2017 - 13:40

„Ég held að þetta verði mjög fallegt sumar“

Það er í nógu að snúast í gróðrarstöðvum landsins þessa dagana. Í Sólskógum í Kjarnaskógi hefur starfsfólkið haft nóg að gera við að undirbúa plöntusölu sumarsins og afgreiða skógarplöntur til skógarbænda.
22.05.2017 - 10:54

„Komin á það stig að geta kallað þetta bruðl“

Bæjarfulltrúi minnihluta í bæjarstjórn Akureyrarbæjar gagnrýnir harðlega mikinn kostnað við endurbætur á Listasafninu á Akureyri. Verkið verði 200 milljónum dýrara en til stóð. Hann kallar þetta bruðl og óttast að húsnæðiskostnaður verði safninu...
22.05.2017 - 10:35

Fræðir fólk um lífið í sveitinni

„Mér fannst að það þyrfti kannski að koma almennri fræðslu til þeirra sem hafa ekki tengingu í sveit. Af því það er bara þannig að það er alltaf svolítið að aukast bilið á milli þéttbýlis og dreifbýlis,“ segir Sigríður Ólafsdóttir sauðfjárbóndi í...
22.05.2017 - 09:32

Sólberg komið til Siglufjarðar

Nýr frystitogari útgerðarfyrirtækisins Ramma í Fjallabyggð kom til hafnar á Siglufirði á hádegi í dag. Skipið var smíðað í Tyrklandi og var kaupverðið rúmlega fimm milljarðar króna.
19.05.2017 - 18:02

Engar tafir á framkvæmdum við Kröflulínu 4

Ákvörðun Hæstaréttar, um að hafna kröfu Landsnets um aðfarargerð í landi Reykjahlíðar, mun ekki hafa teljandi áhrif á framkvæmdir við Kröflulínu 4. Beðið er dóms um það hvort eignarnám fyrirtækisins á svæðinu standist lög. 
19.05.2017 - 13:01

Yfirlögregluþjóni á Blönduósi sagt upp

Öðrum yfirlögregluþjóninum hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið á Blönduósi, var sagt upp í gærmorgun án fyrirvara og staða hans lögð niður. Hann hefur starfað hjá lögreglunni á Blönduósi í rúm 36 ár. Ástæðan er hagræðing innan...
19.05.2017 - 12:20

Sjúkraflutningamönnum full alvara

Sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafa frestað uppsögnum um eina viku í von um að kjaradeila þeirra leysist. Bæjaryfirvöld á Blönduósi hafa áhyggjur af stöðunni. 
18.05.2017 - 19:10

Hæstiréttur hafnar kröfu Landsnets

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þar sem hafnað var kröfu Landsnets um aðfarargerð vegna umráðatöku er varðar hluta af línustæði fyrir Kröflulínu 4.
18.05.2017 - 18:09

Fresta uppsögnum á Blönduósi um viku

Sjúkraflutningamenn við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi hafa frestað gildistöku uppsagna um eina viku. Boðað hefur verið til samningafundar í dag. Um 90 sjúkraflutningamenn um allt land eru á sömu kjörum og félagar þeirra á Blönduósi.
18.05.2017 - 12:21

Litríkir gestir á Húsavík

Tvær mandarínendur hafa haldið sig á Húsavík undanfarna daga. Fuglarnir eru báðir steggir. Þeir eru skrautlegir, með appelsínugula fjaðraskúfa upp úr bakinu. Mandarínendur eru ættaðar frá Asíu en fjöldi þeirra hefur verið fluttur í andagarða í...
17.05.2017 - 15:25

Eyjabörn efla tengslin

Skemmtilegt samstarf hefur myndast á milli skólanna tveggja í Grímsey og Hrísey. Skólarnir eru fámennir og til að efla tengslin og auka fjölbreytni í náminu, skiptast nemendurnir á heimsóknum.
17.05.2017 - 15:09

100 milljónir í veg að skíðasvæði Siglfirðinga

Hundrað milljónum króna hefur verið veitt í nýjan veg að skíðasvæðinu á Siglufirði. Vegurinn er talinn nauðsynlegur hluti endurbóta vegna snjóflóðahættu. Ýmsir undrast þessa fjárveitingu þar sem endurbætur á þjóðvegum víða um land voru skornar niður...
17.05.2017 - 13:20

Neyðist til að búa í húsbíl á Akureyri

Biðtími eftir félagslegri íbúð á Akureyri getur verið um fjögur ár. Engin sértæk búsetuúrræði fyrir heimilislausa eru í bænum þrátt fyrir að þörf sé fyrir hendi. Kona sem neyðist til að búa í húsbíl á Akureyri vegna fjárhagsstöðu segist orðin þreytt...
16.05.2017 - 19:15

Fjallabyggð hafnar aðkomu að sjúkraflutningum

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur hafnað beiðni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, um aðkomu Slökkviliðs Fjallabyggðar, við að koma á fót vettvangshópi í Ólafsfirði eftir að vakt sjúkraflutningamanna þar var lögð niður.
16.05.2017 - 16:29