Norðurland

Jöklar á Tröllaskaga hopa hratt vegna hlýnunar

Jöklar á Tröllaskaga hafa minnkað um allt að þriðjung á síðustu hundrað árum. Mest var rýrnunin á fyrstu áratugum 20. aldar og gerir Náttúrufræðistofnun ráð fyrir áframhaldandi bráðnun þeirra á komandi árum. Ástæðan er hlýnandi loftslag. Á sama tíma...
07.09.2017 - 14:24

Synjun á akstursþjónustu felld úr gildi

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Dalvíkurbyggðar um synjun á umsókn einstaklings um ferðaþjónustu fatlaðra. Málinu hefur verið vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar.

Opal dregið til hafnar á Grænlandi

Skonnortan Opal, í eigu Norðursiglingar, bilaði í vondu veðri við Grænland í síðustu viku með tólf manns um borð. Taka þurfti skipið í tog auk þess sem því var siglt undir seglum til hafnar.
06.09.2017 - 17:21

Ræða strauma og stefnur í ræktun jólatrjáa

Nú stendur yfir, norður í Eyjafirði, alþjóðleg fræðaráðstefna um jólatrjáarækt. Þar ræða vísindamenn og framleiðendur, víðsvegar að úr heiminum, strauma og stefnur í ræktun jólatrjáa. Meðal annars íslenskar kynbætur á fjallaþin sem ætlað er að keppa...
06.09.2017 - 16:27

Kjör starfsmanna í samræmi við kjarasamninga

Upplýsingar sem komu fram í gögnum frá veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri, standast almenna kjarasamninga og launataxta sem að gilda á veitingahúsum, eftir því sem að fram kemur í tilkynningu frá stéttarfélaginu Einingu-Iðju.
05.09.2017 - 18:27

Háskólinn á Akureyri er 30 ára í dag

Í dag eru 30 ár liðin frá því Háskólinn á Akureyri tók til starfa. Afmælisins hefur verið minnst með ýmsum hætti allt þetta ár með fjölda viðburða. Þá var sérstök hátíðardagskrá í HA á sunnudag.
05.09.2017 - 11:53

Segir Sjanghæ greiða samkvæmt kjarasamningum

Niðurstöður skoðunar Einingar Iðju á máli starfsmanna á veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri sýna að þeir fá greitt samkvæmt kjarasamningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stéttarfélaginu.
05.09.2017 - 10:49

Kínverjar áhugasamir um höfn í Finnafirði

Kínverskt skipafélag kynnti sér í sumar áformin um stórskipa- og olíuþjónustuhöfn í Finnafirði. Sveitarstjóri Langanesbyggðar, og fulltrúar íslenskra stjórnvalda, áttu þá fundi með fyrirtækinu.
05.09.2017 - 10:12

7 kílómetra göngu- og hjólastígur í Eyjafirði

Það var hátíðarbragur yfir fimmhundraðasta fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar á laugardaginn. Eitt mál var á dagskrá; göngu- og hjólastígur frá Akureyri að Hrafnagilshverfi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og vegamálastjóri voru sérstakir...
04.09.2017 - 13:09

Meint brot enn til skoðunar hjá Einingu-Iðju

Í dag heldur áfram könnun stéttarfélagsins Einingar Iðju á meintum brotum á starfsfólki veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri. Eftirlitsmenn frá stéttarfélaginu fóru á veitingastaðinn í síðustu viku, en eigandinn er grunaður um vinnumansal.
04.09.2017 - 12:26

Gjörningar um allan bæ á Akureyri

Tónlist, myndlist, danslist og allskyns líflegir gjörningar eru framdir á Akureyri þessa dagana, á fjögurra daga gjörningahátíð þar sem 50 listamenn taka þátt. Þetta er hin árlega A! Gjörningahátíð og þar eru viðburðirnir eins ólíkir og...
01.09.2017 - 22:45

1,5 milljarða bakreikningur vegna jarðganga

Kostnaður við Norðfjarðargöng og göng við Bakka verður að líkindum tæplega 1,5 milljarðar umfram þær fjárveitingar sem þegar hafa verið samþykktar. Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn fréttastofu.
01.09.2017 - 18:01

Vill ræða málefni Háholts í velferðarnefnd

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur óskað eftir sérstökum fundi í velferðarnefnd Alþingis til að ræða málefni meðferðarheimilisins Háholts. Henni finnst einkennilegt að loka meðferðarheimilinu áður en...
01.09.2017 - 14:26

Fórnarlömb oft hrædd við að sækja rétt sinn

Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir vinnumansalsmálum fara fjölgandi hérlendis og fólk geti verið mjög hrætt við að sækja réttindi sín. Oft sé um að ræða mjög úthugsaða brotastarfsemi þar sem er vandað vel til verka. Eigandi veitingahúss á Akureyri...
31.08.2017 - 18:40

Vilja hækka leiguverð félagslegra íbúða

Velferðarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að hækka leiguverð félagslegra íbúða í eigu sveitarfélagsins. Sérstakur húsnæðisstuðningur hækkar á móti. Húsnæðisfulltrúi segir þetta gert til að draga úr mun á leiguverði almennra og félagslegra íbúða.
31.08.2017 - 16:46