Norðurland

„Þjóðlegu réttirnir á sanngjörnu verði“

Þjóðlegur matseðill Bautans á Akureyri hefur vakið mikla athygli á Facebook síðustu daga og þykir mörgum verðlagið ansi hátt. Eigandi Bautans segir verðið hins vegar sanngjarnt enda fylgi súpa og salatbar með hverjum rétti.
18.07.2017 - 17:01

Útbreiðsla kerfils í Fljótum af mannavöldum

Sprenging hefur verið í útbreiðslu skógarkerfils í Fljótum. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðvesturlands segir allt benda til að útbreiðslan verði enn meiri á næsta ári. Hann brýnir fyrir Vegagerðinni að hreinsa tæki milli slátta í vegköntum, en...
17.07.2017 - 16:10

Beint flug til Akureyrar í fyrsta sinn

Boðið verður upp á beint flug frá Bretlandi til Akureyrar næsta vetur, í fyrsta sinn. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, telur að þetta sé stórt skref í þá átt að koma á föstu áætlunarflugi frá Bretlandi til...
17.07.2017 - 15:48

Mannlífið á Gásum árið 1317

Miðaldadagar standa yfir á Gásum við Eyjafjörð nú um helgina. Þar er hægt að kynnast daglegum störfum íbúanna á þessum forna verslunarstað, líklega eins og þau voru fyrir 700 árum.
15.07.2017 - 13:23

Segir skógarkerfil að leggja undir sig Fljótin

Útbreiðsla kerfils er að verða stórvandamál í Fljótum ef ekkert verður að gert. Bóndinn á Bjarnargili segir að stökkbreyting hafi orðið á útbreiðslu plöntunnar þar í sumar. Hann vill að strax verði hafist handa við að uppræta kerfilinn áður en hann...
15.07.2017 - 11:28

Mikil uppbygging við Goðafoss

Mikil uppbygging er nú á aðstöðu fyrir ferðamenn við Goðafoss. Þegar hafa verið samþykktar framkvæmdir fyrir hátt í 100 milljónir króna, en mikilvægt þykir að bregðast við ágangi við fossinn og bæta þar öryggi.
15.07.2017 - 09:41

Nýjar rennibrautir vígðar en mörgu enn ólokið

Nýjar rennibrautir voru vígðar í sundlauginni Akureyri í dag. Þær eru með þeim stærstu á landinu og hluti af miklum og kostnaðarsömum úrbótum á svæðinu. Dregið hefur úr aðsókn í sund á Akureyri í sumar og rennibrautaleysi kennt um.
13.07.2017 - 18:10

Miklar síldargöngur sem minna á síldarárin

Miklar síldargöngur norður af landinu þykja minna á ástandið eins og það var best á síldarárunum á sjöunda áratugnum. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að búast megi við góðri síldarvertíð seinna í sumar. Norsk-íslenski síldarstofninn sé þó...
13.07.2017 - 12:44

Vatnamýs í Þistilfirði

Vart hefur orðið við svokallaðar vatnamýs á bökkum Kollavíkurvatns í Þistilfirði. Ábúendur á bænum Borgum tóku fyrst eftir sérkennilegum kúlum við vatnið í fyrrasumar og nú eru kúlurnar komnar aftur. Starfsmenn Náttúrustofu Norðausturlands hafa...
13.07.2017 - 10:39

Steytti á skeri við Húsavík

Smábátur strandaði við Kaldbaksnef, rétt sunnan við Húsavík, á fimmta tímanum í dag. Einn maður var um borð og sakaði hann ekki. Báturinn er óskemmdur.
12.07.2017 - 18:12

Vilja fá endurgreitt frá lögreglustjóranum

Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Norðurþingi þurfi ekki að greiða Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra löggæslukostnað upp á 600 þúsund krónur vegna Mærudaga. Byggðarráð Norðurþings vill að sveitarstjórinn...
12.07.2017 - 11:00

Byggðakvóta yrði úthlutað til 10 ára

Starfshópur leggur til að byggðakvóta verði úthlutað til 10 ára til að skapa meiri festu og auka líkur á að kvótinn nýtist til uppbyggingar. Þá verði sveitarfélögum sem fá kvóta leyft að leigja hann sín á milli og nýta tekjurnar í annarskonar...
11.07.2017 - 18:43

Öll kumlin verið rænd með skipulögðum hætti

Uppgröfturinn á Dysnesi við Eyjafjörð mun varpa ljósi á af hverju og hvernig kuml voru rofin af mannavöldum og þau rænd. Fornleifaræðingur sem stýrir rannsókninni segir að átt hafi verið við öll kumlin þar á einhverjum tímapunkti. Það hafi verið...
11.07.2017 - 14:47

Mikill viðbúnaður í Hörgárdal

Ökumaður olíuflutningabíls var fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa misst bílinn á hliðina við brú yfir Hörgá inni í Hörgárdal skömmu fyrir hádegi. Hann er ekki talinn hafa hlotið alvarlega áverka, samkvæmt upplýsingum frá...
11.07.2017 - 13:13

Bærinn keypti húsið en frestar að rífa það

Akureyrarbær keypti hús sem stendur á íþróttasvæði Þórs árið 2008 og til stóð að rífa það. Nú er hins vegar ekki á döfinni að rífa það strax, heldur flytur níu manna flóttafjölskylda þar inn um mánaðamótin. Í yfirlýsingu frá Akureyrarbæ segir að...
11.07.2017 - 10:01