Norðurland

Umhverfisáhrif af Kröflulínu 3 verði lítil

Ný Kröflulína númer þrjú mun hafa talsverð neikvæð áhrif á jarðmyndanir, gróður og ferðamennsku og útivist á hluta línuleiðarinnar. Þetta er niðurstaða frummatsskýrslu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Landsnet. Heilt yfir ættu umhverfisáhrif þó...
24.03.2017 - 15:37

Vegurinn um Öxnadalsheiði opinn að nýju

Búið er að opna veginn um Öxnadalsheiði, sem hefur verið lokaður frá því í morgun. Þar er snjóþekja og skafrenningur, en talsvert hefur lægt. Mest ná vindhviður nú styrk upp á 21 metra á sekúndu. Enn er nokkuð hvasst víða um land og hefur talsvert...
24.03.2017 - 15:08

Segir PCC ekki standa við boðuð launakjör

Ekki hefur náðst samkomulag við PCC Bakka Silicon um kjarasamning fyrir verkafólk í væntanlegri kísilverksmiðju fyrirtækisins á Bakka. Formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir að launatilboð fyrirtækisins sé ekki ásættanlegt. Það hafi boðað mun...
24.03.2017 - 12:31

Flug liggur niðri og Öxnadalsheiði ófær

Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs, en mjög hvasst er bæði á Norðurlandi,Austurlandi og hálendinu. Nú í hádeginu verður athugað hvort Flugfélag Íslands geti flogið til Akureyrar og Egilsstaða í dag, en ljóst er að ekki verður flogið...
24.03.2017 - 11:52

Um tíu prósent af línunum verði jarðstrengir

Nýjar háspennulínur, frá Blönduvirkjun austur í Fljótsdal, verða ekki nema að mjög takmörkuðu leyti lagðar í jörð. Þetta kemur fram í úttekt Landsnets á tæknilegum möguleikum jarðstrengja á hæstu spennu í flutningskerfinu.
23.03.2017 - 22:08

Spurðist fyrir um Alexandersflugvöll á þingi

Bjarni Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna í norðvesturkjördæmi, sem nú situr á Alþingi, hefur lagt fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í sex liðum um Alexandersflugvöll.
23.03.2017 - 20:15

Myndsími fyrir ferðamenn í Hofi

Ólöf Ýrr Atladóttir hringdi í dag fyrsta myndsímtalið á vegum Safe Travel verkefnisins hjá Landsbjörgu, þegar hún hringdi frá Hofi á Akureyri og í þjónustufulltrúa Safe Travel í Reykjavík. Allir ferðamenn geta nú hringt beint til Reykjavíkur og...
23.03.2017 - 17:25

Höfuðstöðvar þjóðgarðs fluttar frá Reykjavík

Vatnajökulsþjóðgarður er landsbyggðarstofnun og við hæfi starfsemi hans sé á landsbyggðinni, segir formaður austursvæðis þjóðgarðsins. Höfuðstöðvar hans hafa verið fluttar frá Reykjavík austur á Hérað. Sársaukalaust og sparar fé, segir...
22.03.2017 - 12:31

Hætta með vakt fyrir sjúkrabíl á Ólafsfirði

Bakvakt fyrir sjúkraflutninga á Ólafsfirði verður lögð af og útköllum verður sinnt frá Siglufirði og Dalvík, samkvæmt breytingum sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands hyggst ráðast í. Bæjarráð Fjallabyggðar hvetur stjórnendur HSN til að endurskoða...
21.03.2017 - 17:05

Safna peningum fyrir Íslendingafélög í Kanada

„Við ætlum að gefa Vestur-Íslendingunum gjöf, sönggjöf og menningargjöf. Við ætlum að syngja á fjórum stöðum í Kanada og reyna að lyfta undir stemmninguna. Láta þá finna það að okkur þykir vænt um áhugann á Íslandi,“ segir forstöðumaður...
21.03.2017 - 15:23

Hafna því að setja aukið fjármagn í göngin

Tveir af þremur stærstu hluthöfunum í Greiðri leið ehf., ætla ekki að setja meira fjármagn í framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng. Ríflega þrjá milljarða vantar til að hægt sé að klára göngin.
21.03.2017 - 12:07

Fáir grásleppubátar á sjó í upphafi vertíðar

Nærri helmingi færri grásleppubátar eru nú skráðir til veiða í upphafi vertíðar en þegar veiðin hófst í fyrra. Helsta ástæðan er lágt verð fyrir grásleppuna. Einhverjir skoða möguleika þess að hefja sjálfir verkun í von um hærra verð.
20.03.2017 - 17:38

Stal peningum af fötluðum skjólstæðingi sínum

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrir helgi karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Maðurinn sinnti réttindagæslu fyrir mjög fatlaðan mann en samkvæmt ákærunni dró hann sér 681 þúsund krónur af reikningi hans. Hann...
20.03.2017 - 13:58

Banna þyrluflug í Glerárdal á sunnudögum

Umhverfisstofnun hefur heimilað fyrirtækinu Bergmönnum ehf., að flytja skíðafólk inn í Glerárdal á þyrlum. Fyrirtækið sótt um leyfi fyrir slíku hjá stofnuninni þar sem svæðið er friðlýst, en áður hafði Akureyrarbær samþykkt að veita tímabundið leyfi...
20.03.2017 - 13:08

300 tonna vélar á sinn stað í stöðvarhúsinu

Þeistareykjavirkjun er smám saman að taka á sig mynd. Raforkuframleiðsla á að hefjast þar fyrir árslok. Stöðvarhús er að mestu fullbyggt og 300 tonna vélbúnaður kominn á sinn stað.
16.03.2017 - 14:16