Norðurland

Halda mótmælum áfram en nemendur mæta á morgun

Breytingar á skólastarfi í Fjallabyggð eru til þess gerðar að bæta námsárangur, sem hefur ekki verið viðunandi, segir forseti bæjarstjórnar. Foreldrar grunnskólabarna mótmæltu breytingunum í dag með því að boða forföll barnanna.
24.04.2017 - 19:10

Kviknaði í bíl á rauðum ljósum

Eldur kviknaði skyndilega í bíl á Hörgárbraut á Akureyri undir kvöld. Bíllinn er af tegundinni Skoda Octavia, árgerð 2006. Eigandi bílsins segir að það hafi allt í einu kviknaði í bílnum, þegar hann var stopp á rauðum ljósum.
24.04.2017 - 18:38

Ákveðin stefna að tæma ríkisjarðir

Oddviti Skaftárhrepps gagnrýnir að ríkið hafi tekið sér mörg ár í að móta stefnu um ríkisjarðir. Á meðan fari góðar bújarðir í eyði vegna þess að þær séu ekki auglýstar. Áralangt aðgerðaleysi feli í raun í sér stefnu um að fækka bújörðum.
24.04.2017 - 15:18

Sekt Samherja felld úr gildi með dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á útgerðarfyrirtækið Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Seðlabankanum er einnig gert að greiða allan málskostnað, eða 4 milljónir.
24.04.2017 - 12:36

57 nemar mættu ekki í skólann á Ólafsfirði

Tæplega 60 nemendur í grunnskólanum á Ólafsfirði mættu ekki í skólann í morgun, en foreldrar ákváðu að senda börn sín ekki í skólann í mótmælaskyni. Fyrirhugað er að sameina bekki á Ólafsfirði og Siglufirði, til að bæta námsárangur.
24.04.2017 - 12:04

Fjallabyggð skilar 200 milljónum í plús

Rekstrarniðurstaða Bæjarsjóðs Fjallabyggðar var jákvæð um 199 milljónir króna fyrir árið 2016. Þetta er þó 21 milljón minna en árið á undan þar sem reksturinn var um 220 milljónir í plús. Rekstrargjöld ársins 2016 námu 2.108 milljónum en voru 2.034...
24.04.2017 - 11:24

Baka kransakökuna sjálf fyrir ferminguna

„Öll fjölskyldan mín hefur alltaf haft kransaköku í fermingarveislunni og mér finnst þær líka bara svoltið flottar svo ég ákvað að hafa svoleiðis,“ segir Þórey Blöndal Daníelsdóttir, fermingarstúlka á Blönduósi, sem bakaði sjálf kransakökuna fyrir...
24.04.2017 - 09:57

„Vöðuselurinn er félagsdýr mikið“

Stór selavaða náðist á myndband úti fyrir Böggvisstaðasandi austan við Dalvík í gær. Að sögn Hauks Arnars Gunnarssonar vélstjóra, sem tók myndbandið með aðstoð dróna, hefur vaðan haldið sig við ströndina í á aðra viku. Erlingur Hauksson...
23.04.2017 - 11:43

Bás hafði betur gegn Róberti í lóðadeilu

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert munnlegt samkomulag hafi verið í gildi milli Rauðku, félags í eigu athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar, og verktakafyrirtækisins Báss um að hið síðarnefnda ætti að flytja...
21.04.2017 - 21:08

Orri Harðarson bæjarlistamaður Akureyrar

Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Orri Harðarson hefur verið valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2017-2018. Þetta var tilkynnt á Vorkomu Akureyrarstofu í gær, sumardaginn fyrsta, en þar voru einnig veittar ýmsar viðurkenningar.
21.04.2017 - 13:50

Gegnumslag í Vaðlaheiðargöngum í næstu viku

Stutt er í gegnumslag í Vaðlaheiðargöngum og nú á verktakinn aðeins eftir 37 metra til í að komast í gegn. Það á að verða á föstudaginn eftir viku og þá gefst almenningi kostur á að kynna sér gangagerðina.
21.04.2017 - 12:01

„Ástandið ekkert verra en það hefur verið"

Fasteignaverð er víða á landsbyggðinni mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Á Akureyri eru minni eignir jafnvinsælar og fyrir sunnan. Á Vesturlandi hafa frístundahús mikil áhrif og fyrir austan er verið að prófa nýjar leiðir til að liðka fyrir...
21.04.2017 - 10:03

Útlit fyrir tafir á Holtavörðuheiði

Búast má við umferðartöfum á Holtavörðuheiði næstu klukkutímana meðan reynt verður að losa flutningabíl sem fór útaf á heiðinni í gær. Vegir á heiðum lokuðust víða á norðanverðu landinu í gærkvöld og þurftu björgunarsveitarmenn að hjálpa fjölda...
20.04.2017 - 11:48

Hvað ætlar Ratcliffe að gera við landið?

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er einn stærsti landeigandi hérlendis. Þær jarðir sem hann hefur keypt, svo vitað sé, eru Grímsstaðir á Fjöllum (72% hlutur), Síreksstaðir, Guðmundarstaðir og Háteigur í Vopnafirði.
19.04.2017 - 13:56

Hundrað ára afmælishátíð Leikfélags Akureyrar

Leikfélag Akureyrar (LA) fagnar hundrað ára afmælinu sínu í dag, 19. apríl. Nú er liðin öld síðan LA var stofnað árið 1917 og á það að baki hundruð uppsetninga af innlendum og erlendum leikverkum. Hátíðarhöld fara fram í Samkomuhúsinu í kvöld í...
19.04.2017 - 13:35