Norður Ameríka

Kannabisneysla lögleg í Kanada frá júlí 2018

Ríkisstjórn Justins Trudeau og Frjálslynda flokksins leggur á næstu vikum fram lagafrumvarp um lögleiðingu kannabisneyslu í Kanada. Samkvæmt frumvarpinu verður almenn neysla kannabisefna lögleg alstaðar í Kanada frá júlí á næsta ári. Þar með yrði...
28.03.2017 - 06:34

Joe Biden hefði viljað verða forseti

Joe Biden, sem gegndi embætti varaforseta Bandaríkjanna á valdatíma Baracks Obama, telur að hann hefði getað lagt Donald Trump að velli ef hann hefði boðið sig fram í forsetakosningunum í fyrra. Biden sagði þetta á fundi með nemendum Colgate...
28.03.2017 - 03:09

Segjast hafa fellt al Kaída-foringja

Bandaríkjamenn segjast hafa fellt foringja úr al Kaída, Qari Yasin að nafni, sem talinn er hafa skipulagt margar mannskæðar hryðjuverkaárásir á síðustu árum. Í fréttatilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að Yasin hafi verið veginn...
26.03.2017 - 04:16

Trump kennir Demókrötum um ófarir „Trumpcare“

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, kennir Demókrötum á þingi um að Repúblikanar neyddust til að falla frá nýrri löggjöf um heilbrigðistryggingar, sem ætlað var að koma í stað svokallaðs Obamacare-tryggingakerfis að stórum hluta. „Ef [Demókratar] ynnu...
25.03.2017 - 04:49

Útlit fyrir að Trump tapi í þinginu

Frumvarp Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að afnema heilbrigðislög Barack Obama er í uppnámi, allar líkur eru á að honum takist ekki að fá það samþykkt í dag eins og stefnt var að.
24.03.2017 - 18:02

Stal bíl með tveimur kornungum bræðrum

Lögregla í Suður-Kaliforníu hefur síðustu klukkustundir gert dauðaleit að Honda Accord bíl sem stolið var í gærkvöld í bænum Cathedral City. Í aftursæti bílsins voru tveir bræður, Jayden og Carlos Cortez, eins og tveggja ára.
24.03.2017 - 09:14

Krefst atkvæðagreiðslu um tryggingakerfið

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett Repúblikönum í fulltrúadeild þingsins stólinn fyrir dyrnar eftir að þeir frestuðu atkvæðagreiðslu um lagabálk um víðtækar breytingar á heilbrigðistryggingakerfi landsins í gærkvöld. Krefst hann þess að...
24.03.2017 - 06:20

Grófu sig út úr fangelsi í Mexíkó

Að minnsta kosti 29 fangar náðu að sleppa úr fangelsi í Ciudad Victoria nærri landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í dag. Fangarnir komust úr fangelsinu gegnum 40 metra löng göng sem fangarnir höfðu grafið á fimm metra dýpi.
23.03.2017 - 22:32

Ágreiningur um innflytjendamál eykst í Kanada

Justin Trudeau, forsætisráðherra í Kanada opnaði faðminn í byrjun árs og sagði að Kanadamenn byðu þá sem flýja ofsóknir, ógnir og stríð velkomna. Þetta sagði hann á Twitter í byrjun árs eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um umdeilt...
23.03.2017 - 17:00

Nató heldur ekki bókhald yfir gamlar skuldir

Atlantshafsbandalagið, Nató, heldur ekki bókhald yfir gamlar skuldir aðildarríkjanna, sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna þegar hann sat fyrir svörum á fundi varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, nokkrum dögum eftir...
23.03.2017 - 05:52

Ræða baráttuna gegn Íslamska ríkinu

Fulltrúar 65 landa auk Evrópusambandsins, Arababandalagsins og alþjóðalögreglunnar Interpol koma saman í Washington í dag og ræða leiðir til að brjóta á bak aftur hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki. Rex Tillerson, utanríkisráðherra...
22.03.2017 - 09:25

Létust vegna sílíkonpúða í brjóstum

Talið er að níu konur hafi látist í Bandaríkjunum úr sjaldgæfu krabbameini sem tengt er ígæðslu sílíkonpúða í brjóst. Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að sjúkdómurinn sem er einkenndur er með skammstöfuninni ALCL, hafi fyrst verið greindur árið...
22.03.2017 - 09:08

Nauðgun unglingsstúlku sýnd beint á Facebook

Allt bendir til þess að um 40 manns hafi fylgst með því í beinni útsendingu á Facebook-live-streymisþjónustunni, þegar hópur manna nauðgaði fimmtán ára stúlkubarni í Chicago án þess að aðhafast nokkuð. Greint er frá þessu í vefútgáfu þýska...
22.03.2017 - 06:24

Gorsuch: „Enginn er hafinn yfir lög“

Neil Gorsuch, sem Donald Trump tilnefndi sem níunda dómarann við hæstarétt Bandaríkjanna á dögunum, lagði áherslu á sjálfstæði sitt gagnvart öllum öðrum en lögunum, þegar hann kom öðru sinni fyrir hæfisnefnd öldungadeildar þingsins í gærkvöld. Þá...

Reyna að letja fyrirtæki til að byggja múrinn

Þrír þingmenn Demókrata á ríkisþingi Kaliforníu hafa lagt fram lagafrumvarp sem miðar að því að letja fyrirtæki til að taka þátt í að reisa fyrirhugaðan múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í frumvarpinu er kveðið á um að báðir...
22.03.2017 - 03:48